Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Jón Þór Stefánsson skrifar 13. nóvember 2024 18:06 Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi var 363 milljónir króna, samanborið við 590 milljónir í fyrra. Vísir/Hanna Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins var samþykktur á stjórnarfundi í dag. Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi var 363 milljónir króna, samanborið við 590 milljónir í fyrra. Hagnaður eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam sautján milljónum króna samanborið við 321 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra. „Skýrist þessi munur helst af minni tekjum af IoT þjónustu, hærra kostnaðarverði og hærri afskriftum sýningarrétta sem voru lægri á sama tíma í fyrra vegna endursamninga við birgja,“ segir í tilkynningu Sýnar. Í tilkynningunni er bent á að þann 1.október síðastliðinn hafi verið undirritaður kaupsamningur við Hexatronic um hluta af starfsemi Endor, dótturfyrirtæki Sýnar. Viðmiðunardagur viðskiptanna var 20. september en hluti kaupverðsins var greiddur í byrjun október. Fram kemur að árangur félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins sé í samræmi við forsendur afkomuspár fyrir árið 2024 sem félagið birti þann 2. júlí síðastliðinn. Þar var gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður, án nokkurra leiðréttinga vegna einskiptisliða, yrði á bilinu 900 til 1100 milljónir króna. „Árangur félagsins á fyrstu 9 mánuðum ársins er í samræmi við útgefna afkomuspá fyrir árið 2024 sem við birtum 2. júlí síðastliðinn en afkomuspá fyrir árið 2024 gerði ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) yrði á bilinu 900-1.100 m.kr. án leiðréttinga vegna einskiptisliða. Við reiknum með að ná þessu markmiði en að niðurstaðan verði nær neðri mörkum sem gefin voru upp í afkomuspánni. Ástæður þess eru einna helst ákvarðanir sem teknar voru á fjórðungnum hvað varðar minnkandi eignfærslu launa og upphreinsun á eldri farsímalager í eigu félagsins. Félagið er einnig á réttri leið með að ná markmiðum sínum í skilvirkni en markmiðið er að skila 6-800 m.kr. í rekstrarbata á ársgrundvelli á síðari hluta ársins 2024 sem ætti að skila félaginu 1.500-1.700 m.kr. í rekstrarhagnað (EBIT) á árinu 2025 án annara verkefna sem koma inn á því ári. Við erum fullviss um að ná því markmiði einnig,“ er haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar. „Eins og áður hefur komið fram hefur rekstrarniðurstaða félagsins verið lituð af of mikilli yfirbyggingu þar sem sameiningar fyrri ára hafa ekki verið að fullu innleiddar inn í rekstur félagsins. Nýir stjórnendur komu inn á þessu ári og höfum við notað tímann vel í að kynnast félaginu en ekki síður tekið metnaðarfullar ákvarðanir til framtíðar.“ Herdís segir að nýtt skipurit endurspegli áherslur félagsins í þeim verkefnum sem framundan eru, og þau muni hjálpa félaginu að ná betri árangri í þjónustu við viðskiptavini og styrkja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar. „Ég er þess fullviss um að ný áhersla okkar og átak í djúpri samþættingu og einföldun innan Sýnar muni leggja grunninn að sjálfbærum langtíma hagnaði og vexti. Við höfum unnið markvisst að mótun nýrrar stefnu Sýnar síðustu mánuði þar sem helstu drifkraftar eru skilvirkni, vöxtur og samvinna og lítum björtum augum til framtíðar.“ Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Kauphöllin Fjarskipti Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi var 363 milljónir króna, samanborið við 590 milljónir í fyrra. Hagnaður eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam sautján milljónum króna samanborið við 321 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra. „Skýrist þessi munur helst af minni tekjum af IoT þjónustu, hærra kostnaðarverði og hærri afskriftum sýningarrétta sem voru lægri á sama tíma í fyrra vegna endursamninga við birgja,“ segir í tilkynningu Sýnar. Í tilkynningunni er bent á að þann 1.október síðastliðinn hafi verið undirritaður kaupsamningur við Hexatronic um hluta af starfsemi Endor, dótturfyrirtæki Sýnar. Viðmiðunardagur viðskiptanna var 20. september en hluti kaupverðsins var greiddur í byrjun október. Fram kemur að árangur félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins sé í samræmi við forsendur afkomuspár fyrir árið 2024 sem félagið birti þann 2. júlí síðastliðinn. Þar var gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður, án nokkurra leiðréttinga vegna einskiptisliða, yrði á bilinu 900 til 1100 milljónir króna. „Árangur félagsins á fyrstu 9 mánuðum ársins er í samræmi við útgefna afkomuspá fyrir árið 2024 sem við birtum 2. júlí síðastliðinn en afkomuspá fyrir árið 2024 gerði ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) yrði á bilinu 900-1.100 m.kr. án leiðréttinga vegna einskiptisliða. Við reiknum með að ná þessu markmiði en að niðurstaðan verði nær neðri mörkum sem gefin voru upp í afkomuspánni. Ástæður þess eru einna helst ákvarðanir sem teknar voru á fjórðungnum hvað varðar minnkandi eignfærslu launa og upphreinsun á eldri farsímalager í eigu félagsins. Félagið er einnig á réttri leið með að ná markmiðum sínum í skilvirkni en markmiðið er að skila 6-800 m.kr. í rekstrarbata á ársgrundvelli á síðari hluta ársins 2024 sem ætti að skila félaginu 1.500-1.700 m.kr. í rekstrarhagnað (EBIT) á árinu 2025 án annara verkefna sem koma inn á því ári. Við erum fullviss um að ná því markmiði einnig,“ er haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar. „Eins og áður hefur komið fram hefur rekstrarniðurstaða félagsins verið lituð af of mikilli yfirbyggingu þar sem sameiningar fyrri ára hafa ekki verið að fullu innleiddar inn í rekstur félagsins. Nýir stjórnendur komu inn á þessu ári og höfum við notað tímann vel í að kynnast félaginu en ekki síður tekið metnaðarfullar ákvarðanir til framtíðar.“ Herdís segir að nýtt skipurit endurspegli áherslur félagsins í þeim verkefnum sem framundan eru, og þau muni hjálpa félaginu að ná betri árangri í þjónustu við viðskiptavini og styrkja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar. „Ég er þess fullviss um að ný áhersla okkar og átak í djúpri samþættingu og einföldun innan Sýnar muni leggja grunninn að sjálfbærum langtíma hagnaði og vexti. Við höfum unnið markvisst að mótun nýrrar stefnu Sýnar síðustu mánuði þar sem helstu drifkraftar eru skilvirkni, vöxtur og samvinna og lítum björtum augum til framtíðar.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira