Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2024 11:59 Jakub Polkowski á þáverandi heimili sínu í Keflavík. vísir Einbýlishús að Hátúni 1 í Reykjanesbæ hefur verið auglýst til sölu á 83 milljónir króna. Húsið var keypt á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna eftir að það hafði verið tekið upp í skuldir ungs öryrkja. Húsið varð landsþekkt yfir nótt í júní í fyrra þegar greint var frá því að hús Jakubs Polkowski, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir króna, vegna vanskila Jakubs á húsnæðisgjöldum. Vissi ekki að hann þyrfti að borga gjöldin Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum Reykjanesbæjar ágúst í fyrra. Kaupandi hússins var útgerðarstjóri úr Sandgerði, sem var eindregið hvattur til þess að draga kaupin til baka. Hann sagðist í samtali við fréttastofu á sínum tíma ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann sagðist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði skömmu áður. Ágætisávöxtun á rúmu ári Svo virðist sem útgerðarstjórinn hafi haft rétt fyrir sér um að hann hafi gert góð kaup. Húsið að Hátúni 1 hefur nú verið auglýst til sölu á fasteignavef Vísis. Uppsett verð er 83 milljónir króna, áttatíu milljónum meira en kaupverðið fyrir rúmu ári síðan. Að sögn Hauks Andreassonar, fasteignasala sem er með húsið á skrá, er seljandinn sá sami og keypti húsið á uppboðinu á sínum tíma. Þá segir hann að ráðist hafi verið í talsverðar endurbætur á húsinu frá því að það var keypt. Af myndum í auglýsingunni og eldri myndum má sjá að til að mynda hefur verið skipt um eldhús í húsinu. Það er blaðamanni þó stórlega til efs að stórum hluta áttatíu milljóna hafi verið varið í endurbætur. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Fasteignamarkaður Reykjanesbær Tengdar fréttir Höfða mál á hendur ríkinu vegna útburðarins ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna útburðar Jakubs Polkowski, 23 ára gamals öryrkja í Reykjanesbæ. Formaður ÖBÍ segir málið fordæmisgefandi og vonast til þess að það verði víti til varnaðar fyrir sýslumenn. 18. ágúst 2023 16:54 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Kuba borinn út og ÖBÍ undirbýr skaðabótamál Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. 8. ágúst 2023 16:42 Mest lesið Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Viðskipti innlent Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Viðskipti innlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Fleiri fréttir Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sjá meira
Húsið varð landsþekkt yfir nótt í júní í fyrra þegar greint var frá því að hús Jakubs Polkowski, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir króna, vegna vanskila Jakubs á húsnæðisgjöldum. Vissi ekki að hann þyrfti að borga gjöldin Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum Reykjanesbæjar ágúst í fyrra. Kaupandi hússins var útgerðarstjóri úr Sandgerði, sem var eindregið hvattur til þess að draga kaupin til baka. Hann sagðist í samtali við fréttastofu á sínum tíma ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann sagðist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði skömmu áður. Ágætisávöxtun á rúmu ári Svo virðist sem útgerðarstjórinn hafi haft rétt fyrir sér um að hann hafi gert góð kaup. Húsið að Hátúni 1 hefur nú verið auglýst til sölu á fasteignavef Vísis. Uppsett verð er 83 milljónir króna, áttatíu milljónum meira en kaupverðið fyrir rúmu ári síðan. Að sögn Hauks Andreassonar, fasteignasala sem er með húsið á skrá, er seljandinn sá sami og keypti húsið á uppboðinu á sínum tíma. Þá segir hann að ráðist hafi verið í talsverðar endurbætur á húsinu frá því að það var keypt. Af myndum í auglýsingunni og eldri myndum má sjá að til að mynda hefur verið skipt um eldhús í húsinu. Það er blaðamanni þó stórlega til efs að stórum hluta áttatíu milljóna hafi verið varið í endurbætur.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Fasteignamarkaður Reykjanesbær Tengdar fréttir Höfða mál á hendur ríkinu vegna útburðarins ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna útburðar Jakubs Polkowski, 23 ára gamals öryrkja í Reykjanesbæ. Formaður ÖBÍ segir málið fordæmisgefandi og vonast til þess að það verði víti til varnaðar fyrir sýslumenn. 18. ágúst 2023 16:54 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Kuba borinn út og ÖBÍ undirbýr skaðabótamál Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. 8. ágúst 2023 16:42 Mest lesið Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Viðskipti innlent Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Viðskipti innlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Fleiri fréttir Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sjá meira
Höfða mál á hendur ríkinu vegna útburðarins ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna útburðar Jakubs Polkowski, 23 ára gamals öryrkja í Reykjanesbæ. Formaður ÖBÍ segir málið fordæmisgefandi og vonast til þess að það verði víti til varnaðar fyrir sýslumenn. 18. ágúst 2023 16:54
Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03
Kuba borinn út og ÖBÍ undirbýr skaðabótamál Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. 8. ágúst 2023 16:42