Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2024 15:01 Lewis Hamilton hefur verið afar sigursæll í Formúlu 1 Vísir/Getty Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Bretinn Lewis Hamilton, mun klára tímabilið með Mercedes. Þetta staðfestir liðið eftir að hávær orðrómur fór á kreik um að leiðir myndu skilja fyrir lok tímabilsins. Hamilton, sem er einn sigursælasti ökuþór Formúlu 1 mótaraðarinnar og hefur notið mikillar velgengni hjá Mercedes, gengur til liðs við Ferrari eftir yfirstandandi tímabil. Hins vegar hafði frammistaða hans íá heppnishelgi í Brasilíu um síðastliðna helgi komið af stað orðrómi þess efnis að hann myndi yfirgefa liðið fyrir lok tímabilsins nú þegar að þrjár keppnishelgar eru eftir. Slök frammistaða í Brasilíu sem og samskipti Hamilton við lið sitt eftir keppni á sunnudeginum urðu til þess að slíkur orðrómur fór á kreik. Hamilton lauk keppni í tíunda sæti í kappakstri sunnudagsins en daginn áður hafði hann lokið leik í ellefta sæti í sprettkeppninni. Hann var niðurlútur, Hamilton, að lokinni keppnishelginni. „Þetta var hörmuleg keppnishelgi,“ sagði Hamilton í gegnum samskiptarás Mercedes liðsins eftir kappaksturinn í Brasilíu. „Bíllinn hefur aldre verið verri. Takk samt sem áður fyrir ykkar framlag. Við reyndum og þið gerðuð ykkar besta á þjónustusvæðinu. Ef þetta er í síðasta sinn sem ég fæ að láta reyna á þetta þá er synd að þetta endi svona. Þetta var ekki frábært en ég er þakklátur fyrir ykkur.“ Þá lét Hamilton hafa það eftir sér í samtali við Sky Sports í kjölfarið að í stað þess að taka þátt í síðustu þremur keppnishelgum tímabilsins þá myndi hann glaður fara og taka sér frí. Hins vegar hefur það nú verið staðfest af nokkrum veitum að Mercedes hafi staðfest að Hamilton sé ekki á förum fyrir lok tímabilsins. Hann verði einn af ökumönnum liðsins á keppnishelgunum í Las Vegas, Katar og Abu Dhabi. Akstursíþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hamilton, sem er einn sigursælasti ökuþór Formúlu 1 mótaraðarinnar og hefur notið mikillar velgengni hjá Mercedes, gengur til liðs við Ferrari eftir yfirstandandi tímabil. Hins vegar hafði frammistaða hans íá heppnishelgi í Brasilíu um síðastliðna helgi komið af stað orðrómi þess efnis að hann myndi yfirgefa liðið fyrir lok tímabilsins nú þegar að þrjár keppnishelgar eru eftir. Slök frammistaða í Brasilíu sem og samskipti Hamilton við lið sitt eftir keppni á sunnudeginum urðu til þess að slíkur orðrómur fór á kreik. Hamilton lauk keppni í tíunda sæti í kappakstri sunnudagsins en daginn áður hafði hann lokið leik í ellefta sæti í sprettkeppninni. Hann var niðurlútur, Hamilton, að lokinni keppnishelginni. „Þetta var hörmuleg keppnishelgi,“ sagði Hamilton í gegnum samskiptarás Mercedes liðsins eftir kappaksturinn í Brasilíu. „Bíllinn hefur aldre verið verri. Takk samt sem áður fyrir ykkar framlag. Við reyndum og þið gerðuð ykkar besta á þjónustusvæðinu. Ef þetta er í síðasta sinn sem ég fæ að láta reyna á þetta þá er synd að þetta endi svona. Þetta var ekki frábært en ég er þakklátur fyrir ykkur.“ Þá lét Hamilton hafa það eftir sér í samtali við Sky Sports í kjölfarið að í stað þess að taka þátt í síðustu þremur keppnishelgum tímabilsins þá myndi hann glaður fara og taka sér frí. Hins vegar hefur það nú verið staðfest af nokkrum veitum að Mercedes hafi staðfest að Hamilton sé ekki á förum fyrir lok tímabilsins. Hann verði einn af ökumönnum liðsins á keppnishelgunum í Las Vegas, Katar og Abu Dhabi.
Akstursíþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira