Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2024 15:01 Lewis Hamilton hefur verið afar sigursæll í Formúlu 1 Vísir/Getty Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Bretinn Lewis Hamilton, mun klára tímabilið með Mercedes. Þetta staðfestir liðið eftir að hávær orðrómur fór á kreik um að leiðir myndu skilja fyrir lok tímabilsins. Hamilton, sem er einn sigursælasti ökuþór Formúlu 1 mótaraðarinnar og hefur notið mikillar velgengni hjá Mercedes, gengur til liðs við Ferrari eftir yfirstandandi tímabil. Hins vegar hafði frammistaða hans íá heppnishelgi í Brasilíu um síðastliðna helgi komið af stað orðrómi þess efnis að hann myndi yfirgefa liðið fyrir lok tímabilsins nú þegar að þrjár keppnishelgar eru eftir. Slök frammistaða í Brasilíu sem og samskipti Hamilton við lið sitt eftir keppni á sunnudeginum urðu til þess að slíkur orðrómur fór á kreik. Hamilton lauk keppni í tíunda sæti í kappakstri sunnudagsins en daginn áður hafði hann lokið leik í ellefta sæti í sprettkeppninni. Hann var niðurlútur, Hamilton, að lokinni keppnishelginni. „Þetta var hörmuleg keppnishelgi,“ sagði Hamilton í gegnum samskiptarás Mercedes liðsins eftir kappaksturinn í Brasilíu. „Bíllinn hefur aldre verið verri. Takk samt sem áður fyrir ykkar framlag. Við reyndum og þið gerðuð ykkar besta á þjónustusvæðinu. Ef þetta er í síðasta sinn sem ég fæ að láta reyna á þetta þá er synd að þetta endi svona. Þetta var ekki frábært en ég er þakklátur fyrir ykkur.“ Þá lét Hamilton hafa það eftir sér í samtali við Sky Sports í kjölfarið að í stað þess að taka þátt í síðustu þremur keppnishelgum tímabilsins þá myndi hann glaður fara og taka sér frí. Hins vegar hefur það nú verið staðfest af nokkrum veitum að Mercedes hafi staðfest að Hamilton sé ekki á förum fyrir lok tímabilsins. Hann verði einn af ökumönnum liðsins á keppnishelgunum í Las Vegas, Katar og Abu Dhabi. Akstursíþróttir Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hamilton, sem er einn sigursælasti ökuþór Formúlu 1 mótaraðarinnar og hefur notið mikillar velgengni hjá Mercedes, gengur til liðs við Ferrari eftir yfirstandandi tímabil. Hins vegar hafði frammistaða hans íá heppnishelgi í Brasilíu um síðastliðna helgi komið af stað orðrómi þess efnis að hann myndi yfirgefa liðið fyrir lok tímabilsins nú þegar að þrjár keppnishelgar eru eftir. Slök frammistaða í Brasilíu sem og samskipti Hamilton við lið sitt eftir keppni á sunnudeginum urðu til þess að slíkur orðrómur fór á kreik. Hamilton lauk keppni í tíunda sæti í kappakstri sunnudagsins en daginn áður hafði hann lokið leik í ellefta sæti í sprettkeppninni. Hann var niðurlútur, Hamilton, að lokinni keppnishelginni. „Þetta var hörmuleg keppnishelgi,“ sagði Hamilton í gegnum samskiptarás Mercedes liðsins eftir kappaksturinn í Brasilíu. „Bíllinn hefur aldre verið verri. Takk samt sem áður fyrir ykkar framlag. Við reyndum og þið gerðuð ykkar besta á þjónustusvæðinu. Ef þetta er í síðasta sinn sem ég fæ að láta reyna á þetta þá er synd að þetta endi svona. Þetta var ekki frábært en ég er þakklátur fyrir ykkur.“ Þá lét Hamilton hafa það eftir sér í samtali við Sky Sports í kjölfarið að í stað þess að taka þátt í síðustu þremur keppnishelgum tímabilsins þá myndi hann glaður fara og taka sér frí. Hins vegar hefur það nú verið staðfest af nokkrum veitum að Mercedes hafi staðfest að Hamilton sé ekki á förum fyrir lok tímabilsins. Hann verði einn af ökumönnum liðsins á keppnishelgunum í Las Vegas, Katar og Abu Dhabi.
Akstursíþróttir Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti