Adidas og Ye sættast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. október 2024 20:32 Adidas og Ye hafa náð sáttasamkomulagi um að ljúka málaferlum sem staðið hafa yfir þeirra á milli í tvö ár. Yeezy skórnir voru ein vinsælasta vara þýska fatarisans þegar þeir slitu samstarfi við rapparann. Getty Þýski íþróttavoruframleiðandinn Adidas og rapparinn Ye, áður Kanye West, hafa náð sáttum eftir að hafa staðið í málaferlum síðan Adidas sleit samstarfi við rapparann árið 2022. Adidas sleit samstarfinu vegna endurtekinnar særandi hegðunar og furðulegra ummæla Ye. Rapparinn hafði þá farið mikinn á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, þar sem hann lét allt flakka og spúði gyðingahatri. Fyrr á árinu hafði Ye einnig verið iðinn við að viðra umdeildar og ögrandi skoðanir eins og honum einum er lagið. Hann sætti mikilli gagnrýni þegar hann klæddist bol með áletruninni „White lives matter“ á tískusýningu í París. Rapparinn fullyrti að Black lives matter hreyfingin hefði verið svik og svaraði gagnrýninni á sig með þeim hætti að verið væri að rífa niður svartan mann fyrir að hafa aðra pólitíska skoðun. Engar greiðslur í sáttasamkomulaginu Bjorn Gulden forstjóri Adidas neitaði að tjá sig um samkomulagið að öðru leyti en að engir peningar væru í spilinu. „Báðir aðilar halda bara áfram,“ sagði hann. Yeezy skórnir sem Ye gerði með Adidas höfðu notið gífurlegra vinsælda, og kostaði parið af þeim marga tugi þúsunda íslenskra króna. Adidas hætti að selja skóna á sínum tíma en seldi hluta af lagernum á síðasta ári á afsláttarverði. Fyrir rúmum mánuði síðan hélt Ye tónleika í Seul í Kóreu, og þá fékk hann tónleikagesti til að öskra með sér „Fuck Adidas!“ aftur og aftur. @censored_vidz #Ye starts a "fuck adidas" chant with his audience in #Korea. #fy #fypage #fypシ゚viral #trending #worldstar #ye #kanyewest #adidas #yeezy ♬ original sound - DAILY CLIPS📲 Mál Kanye West Tíska og hönnun Bandaríkin Tengdar fréttir Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. 9. október 2022 22:58 Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Sjá meira
Adidas sleit samstarfinu vegna endurtekinnar særandi hegðunar og furðulegra ummæla Ye. Rapparinn hafði þá farið mikinn á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, þar sem hann lét allt flakka og spúði gyðingahatri. Fyrr á árinu hafði Ye einnig verið iðinn við að viðra umdeildar og ögrandi skoðanir eins og honum einum er lagið. Hann sætti mikilli gagnrýni þegar hann klæddist bol með áletruninni „White lives matter“ á tískusýningu í París. Rapparinn fullyrti að Black lives matter hreyfingin hefði verið svik og svaraði gagnrýninni á sig með þeim hætti að verið væri að rífa niður svartan mann fyrir að hafa aðra pólitíska skoðun. Engar greiðslur í sáttasamkomulaginu Bjorn Gulden forstjóri Adidas neitaði að tjá sig um samkomulagið að öðru leyti en að engir peningar væru í spilinu. „Báðir aðilar halda bara áfram,“ sagði hann. Yeezy skórnir sem Ye gerði með Adidas höfðu notið gífurlegra vinsælda, og kostaði parið af þeim marga tugi þúsunda íslenskra króna. Adidas hætti að selja skóna á sínum tíma en seldi hluta af lagernum á síðasta ári á afsláttarverði. Fyrir rúmum mánuði síðan hélt Ye tónleika í Seul í Kóreu, og þá fékk hann tónleikagesti til að öskra með sér „Fuck Adidas!“ aftur og aftur. @censored_vidz #Ye starts a "fuck adidas" chant with his audience in #Korea. #fy #fypage #fypシ゚viral #trending #worldstar #ye #kanyewest #adidas #yeezy ♬ original sound - DAILY CLIPS📲
Mál Kanye West Tíska og hönnun Bandaríkin Tengdar fréttir Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. 9. október 2022 22:58 Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Sjá meira
Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. 9. október 2022 22:58
Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01
Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58