Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2024 11:08 Dósir með nikótínpúðum er að finna í vösum fjölmargra ungra karlmanna. Ein könnun leiddi í ljós að þriðjungur þeirra á aldrinum 18-34 ára neytti slíkra púða daglega í fyrra. Vísir/Egill Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. Nikótínpúðar og rafrettur hafa almennt verið undanþegnar gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Nú boðar Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi fjármálaráðherra, breytingu þar á. Í bandorminum er lagt til að tekið verði upp tuttugu krónu gjald á hvert gramm nikótínvöru eins og púða sem seldir eru í dósum. Þá er lagt til fjörutíu króna gjald af hverjum millílítra af vökva í rafrettum. Gjaldið nær ekki til rafrettna sem eru flokkaðar sem lækningatæki né áfyllinga á slíkar rafrettur. Það nær heldur ekki til nikótínvara sem eru markaðssettar sem lyf og eru flokkaðar sem slík í lyfjalögum. Þar er átt við nikótíntyggjó og plástra sem seldir eru í apótekum. Verðhækkun á nikótínpúðadós með gjaldtökunni er áætluð þrjú hundruð krónur í greinargerð með frumvarpinu. Til samanburðar er þar nefnt að tóbaksgjald af einum pakka af vindlingum nemi 604 krónum. Gjaldið af rafrettuvökvanum hækkaði verðið á einnota rafrettu með tveimur millílítrum af vökva um áttatíu krónur. Vísað er til þess að notkun nikótínpúða hafi aukist hröðum skrefum á Íslandi undanfarin ár. Um þriðjungur ungra karlmanna notaði slíka púða daglega í fyrra en hlutfallið var fimmtungur árið 2020. Rafrettunotkun hafi einnig verið hlutfallslega mikil á meðal ungs fólks. Um sjö prósent fólks á aldrinum 18-34 ára reyki rafrettur daglega. Kallað hafi verið eftir því að stjórnvöld brygðust við útbreiddri notkun nikótínvara. Reglur um aldurtakmörk, sýnileikabann, bann við notkun og sölu á tilteknum stöðum hafi dugað skammt og notkunin aukist ár frá ári. Þörf hafi því verið á að grípa til frekari aðgerða til að sporna gegn neyslu barna og ungmenna á vörunum. Rafrettur Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Nikótínpúðar og rafrettur hafa almennt verið undanþegnar gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Nú boðar Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi fjármálaráðherra, breytingu þar á. Í bandorminum er lagt til að tekið verði upp tuttugu krónu gjald á hvert gramm nikótínvöru eins og púða sem seldir eru í dósum. Þá er lagt til fjörutíu króna gjald af hverjum millílítra af vökva í rafrettum. Gjaldið nær ekki til rafrettna sem eru flokkaðar sem lækningatæki né áfyllinga á slíkar rafrettur. Það nær heldur ekki til nikótínvara sem eru markaðssettar sem lyf og eru flokkaðar sem slík í lyfjalögum. Þar er átt við nikótíntyggjó og plástra sem seldir eru í apótekum. Verðhækkun á nikótínpúðadós með gjaldtökunni er áætluð þrjú hundruð krónur í greinargerð með frumvarpinu. Til samanburðar er þar nefnt að tóbaksgjald af einum pakka af vindlingum nemi 604 krónum. Gjaldið af rafrettuvökvanum hækkaði verðið á einnota rafrettu með tveimur millílítrum af vökva um áttatíu krónur. Vísað er til þess að notkun nikótínpúða hafi aukist hröðum skrefum á Íslandi undanfarin ár. Um þriðjungur ungra karlmanna notaði slíka púða daglega í fyrra en hlutfallið var fimmtungur árið 2020. Rafrettunotkun hafi einnig verið hlutfallslega mikil á meðal ungs fólks. Um sjö prósent fólks á aldrinum 18-34 ára reyki rafrettur daglega. Kallað hafi verið eftir því að stjórnvöld brygðust við útbreiddri notkun nikótínvara. Reglur um aldurtakmörk, sýnileikabann, bann við notkun og sölu á tilteknum stöðum hafi dugað skammt og notkunin aukist ár frá ári. Þörf hafi því verið á að grípa til frekari aðgerða til að sporna gegn neyslu barna og ungmenna á vörunum.
Rafrettur Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira