Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. október 2024 12:18 Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. Starfsmenn flugfélagsins Play komu saman á sérstökum fundi klukkan tíu í dag til að bregðast við nýjustu vendingum hjá félaginu sem voru tilkynntar í gær. Flugfélagið mun gera umfangsmiklar breytingar á rekstri sínum en vélum og starfsfólki verður fækkað og umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið. Félagið dregur verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Komi ekki á óvart Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og ráðgjafi með áratugareynslu úr heimi flugferða, segir í samtali við fréttastofu að útspil Play komi honum ekki á óvart og að þetta sé augljóslega gert til að reyna bjarga rekstri félagsins. „Það er alveg augljóst mál að félagið er búið að vera tapa peningum og eigendur hafa þurft að setja peninga inn. Ef ég skil upplýsingar þeirra rétt þá er afkoman á þessu ári verri en þeir ætluðu og þá segir það sig sjálft að þá eflaust þarf að bæta við meira fjármagni. Þannig þeir hljóta að vera stilla upp í rekstrarmódel sem að myndi vera þannig að það væri hægt að biðja eigendur um að koma að.“ Óneitanlega annað en lagt var upp með Jón segir erfitt að segja til um hvort að breytingarnar verði til þess að bjarga rekstrinum en ítrekar að hann vonist til þess að um heillaskref sé að ræða fyrir flugfélagið. „Íslensk flugrekstrarfyrirtæki snúast um tvennt, annars vegar leiðarkerfisfélög eins og Icelandair hefur verið og margir hafa reynt. WOW og svo Play byrja á því að reyna vera þessi félög sem fljúga til og frá Íslandi og svo áfram til Ameríku með tengifarþega. Þetta getur verið erfiður og dýr markaður að fara inn á. Það hefur verið mjög árangursríkur rekstur hjá mörgum félögum sem eru íslensk sem hafa farið í þetta. Sem eru með blandaðan markað og leigumarkað og hafa verið að gera góða hluti á erlendum mörkuðum. Það eru eflaust tækifæri í því en það er óneitanlega aðeins annað en lagt var upp með þar sem þetta átti upphaflega að vera leiðarkefisflugfélag.“ Erfitt að segja hvort ráðist verði í uppsagnir Forstjóri Play sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann vonist til þess að fækkun á starfsfólki eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu. Jón tekur fram að tíminn muni leiða í ljós hvernig það fari fram. „Það kom nú ekki alveg skýrt fram um hvaða tímasetningar væri að ræða. Það kom fram að þetta myndi taka einhvern tíma. Eðlileg starfsmannavelta væri þá að ráða aðra inn í staðinn eða hvort það þurfi að verða einhverjar leiðinlegar uppsagnir. Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Það fer allt eftir hvaða tímaramma er verið að tala um.“ Gengi Play hefur fallið um tæplega 22 prósent það sem af er degi. Play Fréttir af flugi Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Starfsmenn flugfélagsins Play komu saman á sérstökum fundi klukkan tíu í dag til að bregðast við nýjustu vendingum hjá félaginu sem voru tilkynntar í gær. Flugfélagið mun gera umfangsmiklar breytingar á rekstri sínum en vélum og starfsfólki verður fækkað og umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið. Félagið dregur verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Komi ekki á óvart Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og ráðgjafi með áratugareynslu úr heimi flugferða, segir í samtali við fréttastofu að útspil Play komi honum ekki á óvart og að þetta sé augljóslega gert til að reyna bjarga rekstri félagsins. „Það er alveg augljóst mál að félagið er búið að vera tapa peningum og eigendur hafa þurft að setja peninga inn. Ef ég skil upplýsingar þeirra rétt þá er afkoman á þessu ári verri en þeir ætluðu og þá segir það sig sjálft að þá eflaust þarf að bæta við meira fjármagni. Þannig þeir hljóta að vera stilla upp í rekstrarmódel sem að myndi vera þannig að það væri hægt að biðja eigendur um að koma að.“ Óneitanlega annað en lagt var upp með Jón segir erfitt að segja til um hvort að breytingarnar verði til þess að bjarga rekstrinum en ítrekar að hann vonist til þess að um heillaskref sé að ræða fyrir flugfélagið. „Íslensk flugrekstrarfyrirtæki snúast um tvennt, annars vegar leiðarkerfisfélög eins og Icelandair hefur verið og margir hafa reynt. WOW og svo Play byrja á því að reyna vera þessi félög sem fljúga til og frá Íslandi og svo áfram til Ameríku með tengifarþega. Þetta getur verið erfiður og dýr markaður að fara inn á. Það hefur verið mjög árangursríkur rekstur hjá mörgum félögum sem eru íslensk sem hafa farið í þetta. Sem eru með blandaðan markað og leigumarkað og hafa verið að gera góða hluti á erlendum mörkuðum. Það eru eflaust tækifæri í því en það er óneitanlega aðeins annað en lagt var upp með þar sem þetta átti upphaflega að vera leiðarkefisflugfélag.“ Erfitt að segja hvort ráðist verði í uppsagnir Forstjóri Play sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann vonist til þess að fækkun á starfsfólki eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu. Jón tekur fram að tíminn muni leiða í ljós hvernig það fari fram. „Það kom nú ekki alveg skýrt fram um hvaða tímasetningar væri að ræða. Það kom fram að þetta myndi taka einhvern tíma. Eðlileg starfsmannavelta væri þá að ráða aðra inn í staðinn eða hvort það þurfi að verða einhverjar leiðinlegar uppsagnir. Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Það fer allt eftir hvaða tímaramma er verið að tala um.“ Gengi Play hefur fallið um tæplega 22 prósent það sem af er degi.
Play Fréttir af flugi Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira