Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. október 2024 12:18 Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. Starfsmenn flugfélagsins Play komu saman á sérstökum fundi klukkan tíu í dag til að bregðast við nýjustu vendingum hjá félaginu sem voru tilkynntar í gær. Flugfélagið mun gera umfangsmiklar breytingar á rekstri sínum en vélum og starfsfólki verður fækkað og umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið. Félagið dregur verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Komi ekki á óvart Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og ráðgjafi með áratugareynslu úr heimi flugferða, segir í samtali við fréttastofu að útspil Play komi honum ekki á óvart og að þetta sé augljóslega gert til að reyna bjarga rekstri félagsins. „Það er alveg augljóst mál að félagið er búið að vera tapa peningum og eigendur hafa þurft að setja peninga inn. Ef ég skil upplýsingar þeirra rétt þá er afkoman á þessu ári verri en þeir ætluðu og þá segir það sig sjálft að þá eflaust þarf að bæta við meira fjármagni. Þannig þeir hljóta að vera stilla upp í rekstrarmódel sem að myndi vera þannig að það væri hægt að biðja eigendur um að koma að.“ Óneitanlega annað en lagt var upp með Jón segir erfitt að segja til um hvort að breytingarnar verði til þess að bjarga rekstrinum en ítrekar að hann vonist til þess að um heillaskref sé að ræða fyrir flugfélagið. „Íslensk flugrekstrarfyrirtæki snúast um tvennt, annars vegar leiðarkerfisfélög eins og Icelandair hefur verið og margir hafa reynt. WOW og svo Play byrja á því að reyna vera þessi félög sem fljúga til og frá Íslandi og svo áfram til Ameríku með tengifarþega. Þetta getur verið erfiður og dýr markaður að fara inn á. Það hefur verið mjög árangursríkur rekstur hjá mörgum félögum sem eru íslensk sem hafa farið í þetta. Sem eru með blandaðan markað og leigumarkað og hafa verið að gera góða hluti á erlendum mörkuðum. Það eru eflaust tækifæri í því en það er óneitanlega aðeins annað en lagt var upp með þar sem þetta átti upphaflega að vera leiðarkefisflugfélag.“ Erfitt að segja hvort ráðist verði í uppsagnir Forstjóri Play sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann vonist til þess að fækkun á starfsfólki eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu. Jón tekur fram að tíminn muni leiða í ljós hvernig það fari fram. „Það kom nú ekki alveg skýrt fram um hvaða tímasetningar væri að ræða. Það kom fram að þetta myndi taka einhvern tíma. Eðlileg starfsmannavelta væri þá að ráða aðra inn í staðinn eða hvort það þurfi að verða einhverjar leiðinlegar uppsagnir. Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Það fer allt eftir hvaða tímaramma er verið að tala um.“ Gengi Play hefur fallið um tæplega 22 prósent það sem af er degi. Play Fréttir af flugi Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Starfsmenn flugfélagsins Play komu saman á sérstökum fundi klukkan tíu í dag til að bregðast við nýjustu vendingum hjá félaginu sem voru tilkynntar í gær. Flugfélagið mun gera umfangsmiklar breytingar á rekstri sínum en vélum og starfsfólki verður fækkað og umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið. Félagið dregur verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Komi ekki á óvart Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og ráðgjafi með áratugareynslu úr heimi flugferða, segir í samtali við fréttastofu að útspil Play komi honum ekki á óvart og að þetta sé augljóslega gert til að reyna bjarga rekstri félagsins. „Það er alveg augljóst mál að félagið er búið að vera tapa peningum og eigendur hafa þurft að setja peninga inn. Ef ég skil upplýsingar þeirra rétt þá er afkoman á þessu ári verri en þeir ætluðu og þá segir það sig sjálft að þá eflaust þarf að bæta við meira fjármagni. Þannig þeir hljóta að vera stilla upp í rekstrarmódel sem að myndi vera þannig að það væri hægt að biðja eigendur um að koma að.“ Óneitanlega annað en lagt var upp með Jón segir erfitt að segja til um hvort að breytingarnar verði til þess að bjarga rekstrinum en ítrekar að hann vonist til þess að um heillaskref sé að ræða fyrir flugfélagið. „Íslensk flugrekstrarfyrirtæki snúast um tvennt, annars vegar leiðarkerfisfélög eins og Icelandair hefur verið og margir hafa reynt. WOW og svo Play byrja á því að reyna vera þessi félög sem fljúga til og frá Íslandi og svo áfram til Ameríku með tengifarþega. Þetta getur verið erfiður og dýr markaður að fara inn á. Það hefur verið mjög árangursríkur rekstur hjá mörgum félögum sem eru íslensk sem hafa farið í þetta. Sem eru með blandaðan markað og leigumarkað og hafa verið að gera góða hluti á erlendum mörkuðum. Það eru eflaust tækifæri í því en það er óneitanlega aðeins annað en lagt var upp með þar sem þetta átti upphaflega að vera leiðarkefisflugfélag.“ Erfitt að segja hvort ráðist verði í uppsagnir Forstjóri Play sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann vonist til þess að fækkun á starfsfólki eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu. Jón tekur fram að tíminn muni leiða í ljós hvernig það fari fram. „Það kom nú ekki alveg skýrt fram um hvaða tímasetningar væri að ræða. Það kom fram að þetta myndi taka einhvern tíma. Eðlileg starfsmannavelta væri þá að ráða aðra inn í staðinn eða hvort það þurfi að verða einhverjar leiðinlegar uppsagnir. Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Það fer allt eftir hvaða tímaramma er verið að tala um.“ Gengi Play hefur fallið um tæplega 22 prósent það sem af er degi.
Play Fréttir af flugi Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira