Samið um 800 íbúðir á Ásbrú Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2024 14:46 Samningurinn handsalaður í dag. Kadeco Alls verða byggðar 800 íbúðir á Ásbrú auk uppbyggingar samfélagslegra innviða, almenningsrýmis og nýrra bygginga undir þjónustu fyrir íbúa. Samningur þess efnis milli Kadeco, Reykjanesbæjar og ríkisins um uppbyggingu á Ásbrú var undirritaður í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kadeco. Þar segir að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum hafi aukist mikið og aðstæður á Ásbrú geri það að verkum að þar sé hægt að byggja hraðar upp sjálfbært íbúðahverfi en víða annars staðar. „Á Ásbrú er fjölbreytt samfélag sem mun styrkjast enn frekar með uppbyggingu nýrra íbúða og innviða. Markmið samningsins er meðal annars að mæta aukinni eftirspurn eftir húsnæði, skapa fyrirsjáanleika og að hefja skipulega þéttingu og þróun byggðar á Ásbrú.“ Samkomulagið var undirritað í Andrews Theater á Ásbrú af Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra, Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, formanni bæjarstjórnar og starfandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ, og Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. „Við ætlum að hraða uppbyggingu og mæta húsnæðisskorti á íbúðamarkaði. Uppbygging á Ásbrú er bæði spennandi og þarft verkefni og það er mikið fagnaðarefni að við höfum skrifað undir samkomulag um næstu skref. Á svæðinu er allt til staðar sem íbúðahverfi þarf til að þar haldi áfram að byggjast upp blómleg byggð og með þessari uppbyggingu verður hægt að leggja meira í samfélagslega innviði. Með því að nýta núverandi innviði svæðisins getum við hraðað framkvæmdum og komið til móts við íbúðaskort sem er ákjósanlegt fyrir alla aðila,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. „Við fögnum þeim samningi sem var undirritaður hér í dag en hann markar tímamót í þróun Ásbrúarhverfisins til framtíðar. Við höfum lagt áherslu á mikilvægi samvinnu ríkisins og sveitarfélagsins þegar mótuð er sameiginleg framtíðarsýn fyrir hverfið og hér erum við formlega lögð af stað í þá vegferð. Á Ásbrú eru gríðarleg tækifæri og við hlökkum mikið til að sjá hverfið halda áfram að vaxa og blómstra,“ segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs og starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Samningurinn nú kemur í kjölfar útboðs á 150 íbúða uppbyggingu á svokölluðum Suðurbrautarreit á Ásbrú en þar stendur til að byggja lágreist, gönguvænt og barnvænt hverfi í hjarta Ásbrúar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll. Reykjanesbær Húsnæðismál Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kadeco. Þar segir að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum hafi aukist mikið og aðstæður á Ásbrú geri það að verkum að þar sé hægt að byggja hraðar upp sjálfbært íbúðahverfi en víða annars staðar. „Á Ásbrú er fjölbreytt samfélag sem mun styrkjast enn frekar með uppbyggingu nýrra íbúða og innviða. Markmið samningsins er meðal annars að mæta aukinni eftirspurn eftir húsnæði, skapa fyrirsjáanleika og að hefja skipulega þéttingu og þróun byggðar á Ásbrú.“ Samkomulagið var undirritað í Andrews Theater á Ásbrú af Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra, Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, formanni bæjarstjórnar og starfandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ, og Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. „Við ætlum að hraða uppbyggingu og mæta húsnæðisskorti á íbúðamarkaði. Uppbygging á Ásbrú er bæði spennandi og þarft verkefni og það er mikið fagnaðarefni að við höfum skrifað undir samkomulag um næstu skref. Á svæðinu er allt til staðar sem íbúðahverfi þarf til að þar haldi áfram að byggjast upp blómleg byggð og með þessari uppbyggingu verður hægt að leggja meira í samfélagslega innviði. Með því að nýta núverandi innviði svæðisins getum við hraðað framkvæmdum og komið til móts við íbúðaskort sem er ákjósanlegt fyrir alla aðila,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. „Við fögnum þeim samningi sem var undirritaður hér í dag en hann markar tímamót í þróun Ásbrúarhverfisins til framtíðar. Við höfum lagt áherslu á mikilvægi samvinnu ríkisins og sveitarfélagsins þegar mótuð er sameiginleg framtíðarsýn fyrir hverfið og hér erum við formlega lögð af stað í þá vegferð. Á Ásbrú eru gríðarleg tækifæri og við hlökkum mikið til að sjá hverfið halda áfram að vaxa og blómstra,“ segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs og starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Samningurinn nú kemur í kjölfar útboðs á 150 íbúða uppbyggingu á svokölluðum Suðurbrautarreit á Ásbrú en þar stendur til að byggja lágreist, gönguvænt og barnvænt hverfi í hjarta Ásbrúar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.
Reykjanesbær Húsnæðismál Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun