Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2024 08:01 Gömlu liðsfélagarnir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon að gaza. stöð 2 sport Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Þór vann Njarðvík í 1. umferð Bónus deildarinnar á meðan Valur tapaði fyrir Stjörnunni. Íslandsmeistararnir töpuðu einnig fyrir Keflavík í Meistarakeppni KKÍ og geta því tapað sínum þriðja leik í röð í kvöld. „Nafnið sem ég fann á þennan leik er: Hvað nú leikurinn? Þórsararnir byrja öll tímabil sem miðjulið, einhvern veginn. Þeir fá aldrei að vera með í þessu efsta mengi með þeim sem eru taldir líklegastir til að vinna titilinn. Þeir eru alltaf í þessum miðjuhóp og einu skrefi frá því að komast upp,“ sagði Pavel í upphitunarþættinum. „Þeir unnu frábæran sigur á Njarðvík í 1. umferð, eru að fara á útivöll til Íslandsmeistaranna og hvað nú? Sigur gæti sent mjög stór skilaboð á deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Valur - Þór Þ. Pavel fór svo yfir það sem er í húfi fyrir Íslandsmeistara Vals. „Valsarar eru búnir að tapa einhverjum leikjum og hafa í sannleika sagt ekki litið neitt frábærlega út. Íslandsmeistarar með fullt af væntingum á herðum sínum og hvað nú? Sigur í þessum leik gæti róað hlutina ansi vel niður fyrir þá,“ sagði Pavel. „Það eru margir hákarlar að synda í kringum þá, sem eru tilbúnir að taka við af þeim, og það er mikilvægt fyrir þá núna að bægja þeim frá; segja þeim að láta okkur í friði. Við segjum það bara til að selja þennan leik. Það er mikið undir fyrir bæði lið.“ Upphitunarþáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira
Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Þór vann Njarðvík í 1. umferð Bónus deildarinnar á meðan Valur tapaði fyrir Stjörnunni. Íslandsmeistararnir töpuðu einnig fyrir Keflavík í Meistarakeppni KKÍ og geta því tapað sínum þriðja leik í röð í kvöld. „Nafnið sem ég fann á þennan leik er: Hvað nú leikurinn? Þórsararnir byrja öll tímabil sem miðjulið, einhvern veginn. Þeir fá aldrei að vera með í þessu efsta mengi með þeim sem eru taldir líklegastir til að vinna titilinn. Þeir eru alltaf í þessum miðjuhóp og einu skrefi frá því að komast upp,“ sagði Pavel í upphitunarþættinum. „Þeir unnu frábæran sigur á Njarðvík í 1. umferð, eru að fara á útivöll til Íslandsmeistaranna og hvað nú? Sigur gæti sent mjög stór skilaboð á deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Valur - Þór Þ. Pavel fór svo yfir það sem er í húfi fyrir Íslandsmeistara Vals. „Valsarar eru búnir að tapa einhverjum leikjum og hafa í sannleika sagt ekki litið neitt frábærlega út. Íslandsmeistarar með fullt af væntingum á herðum sínum og hvað nú? Sigur í þessum leik gæti róað hlutina ansi vel niður fyrir þá,“ sagði Pavel. „Það eru margir hákarlar að synda í kringum þá, sem eru tilbúnir að taka við af þeim, og það er mikilvægt fyrir þá núna að bægja þeim frá; segja þeim að láta okkur í friði. Við segjum það bara til að selja þennan leik. Það er mikið undir fyrir bæði lið.“ Upphitunarþáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira
Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31