Taka flugið til Tyrklands Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2024 10:17 Fyrsta flug Play til Antalya verður farið 15. apríl á næsta ári. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Þar segir að Antalya bjóði upp á heillandi blöndu af sögu, menningu og náttúru, sem geri borgina að einum af aðaláfangastöðunum við Miðjarðahafið. „Þar er hægt að ganga um götur Kaleici-hverfisins og virða fyrir sér byggingarstíl frá tímum Ottómana á sama tíma og hægt er að skoða spennandi verslanir og bregða sér á sjarmerandi kaffihús. Þeir sem sækja í afslöppun munu eiga góðar stundir á Konyaalti og Lara-ströndunum. Náttúruunnendur geta einnig virt fyrir sér Düden-fossana og hina fornu borg Termessos sem veitir mikilvæga innsýn í sögu Tyrklands. Antalya er einnig frábær áfangastaður fyrir kylfinga en í hálftíma fjarlægð frá borginni er bærinn Belek sem er frægur fyrir golfvelli sína sem eru á heimsmælikvarða. Í Antalya má einnig finna skemmtigarðinn The Land of Legends sem er einn af þeim stærstu og glæsilegustu í Tyrklandi. Þar má finna vatnsrennibrautir, rússíbana, sýningar, verslanir og veitingastaði,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play að Antalya sé einstaklega áhugaverður áfangastaður sem muni vafalaust laða að marga Íslendinga á næsta ári. „Borgin mun heilla jafnt þá sem hafa áhuga á sögu og menningu Tyrklands sem og þá sem vilja magnaða sólarlandaupplifun. Við höfum það að markmiði að bjóða eina flottustu sólarlandaáætlun sem völ er á og styrkjum hana enn frekar með þessum frábæra áfangastað,” segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Ferðalög Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Þar segir að Antalya bjóði upp á heillandi blöndu af sögu, menningu og náttúru, sem geri borgina að einum af aðaláfangastöðunum við Miðjarðahafið. „Þar er hægt að ganga um götur Kaleici-hverfisins og virða fyrir sér byggingarstíl frá tímum Ottómana á sama tíma og hægt er að skoða spennandi verslanir og bregða sér á sjarmerandi kaffihús. Þeir sem sækja í afslöppun munu eiga góðar stundir á Konyaalti og Lara-ströndunum. Náttúruunnendur geta einnig virt fyrir sér Düden-fossana og hina fornu borg Termessos sem veitir mikilvæga innsýn í sögu Tyrklands. Antalya er einnig frábær áfangastaður fyrir kylfinga en í hálftíma fjarlægð frá borginni er bærinn Belek sem er frægur fyrir golfvelli sína sem eru á heimsmælikvarða. Í Antalya má einnig finna skemmtigarðinn The Land of Legends sem er einn af þeim stærstu og glæsilegustu í Tyrklandi. Þar má finna vatnsrennibrautir, rússíbana, sýningar, verslanir og veitingastaði,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play að Antalya sé einstaklega áhugaverður áfangastaður sem muni vafalaust laða að marga Íslendinga á næsta ári. „Borgin mun heilla jafnt þá sem hafa áhuga á sögu og menningu Tyrklands sem og þá sem vilja magnaða sólarlandaupplifun. Við höfum það að markmiði að bjóða eina flottustu sólarlandaáætlun sem völ er á og styrkjum hana enn frekar með þessum frábæra áfangastað,” segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Ferðalög Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira