Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 15:20 Fulltrúar Eflingar mótmæltu fyrir utan veitingastaðinn Ítalíu á Frakkastíg fimmtudagskvöldið 12. september 2024. Vísir/Magnús Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. Hópur á vegum Eflingar mótmælti meintum launaþjófnaði fyrir utan veitingastaðinn í síðasta mánuði. Síðan þá hefur sendiferðabíl á vegum stéttarfélagsins verið lagt fyrir utan veitingastaðinn sem á eru letraðar ásakanir um launaþjófnað, vinnuréttarbrot og skattsvik. Forsvarsmenn Eflingar höfnuðu því að fjarlægja bílinn þrátt fyrir að hópur núverandi starfsfólks Ítalíu hefði mótmælt við skrifstofur stéttarfélagsins á föstudag. Starfsfólkið sagðist óttast að missa störf sín á staðnum þar sem skilaboð Eflingar fældu frá viðskiptavini. Elvar Ingimarsson, eigandi Ítalíu, segir að staðurinn hafi verið lokaður frá því í síðustu viku á meðan farið sé yfir málið. Ekki sé ljóst hvort hann verði opnaður aftur en það verði þá að minnsta kosti ekki á Frakkastíg. Ekki sé búið að ákveða að loka staðnum varanlega og engum hafi enn verið sagt upp störfum. „Ég ætla bara að byrja á því að svara þessum ásökunum og sjá svo bara til með framhaldið,“ segir Elvar. Lögfræðingur hans hafi ítrekað við Eflingu að fá upplýsingar um á hvaða gögnum félagið byggi ásakanir sínar. „Við fáum engin svör. Samkvæmt okkar bókum erum við með þessa pappíra alla á hreinu.“ Segir starfsfólk enn eiga inni laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrti að Elvar hefði enn ekki greitt stórum hópi fólks laun og að hann skuldaði skattinum tugi milljóna króna á föstudag. Efling ætlaði þess vegna ekki að hætta herferð sinni gegn fyrirtækinu. Elvar hafnaði þessum ásökunum í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir helgi en viðurkenndi að greiðslur í lífeyrissjóði og stéttarfélög hefðu dregist. Fullyrti hann að unnið væri að því að lagfæra það. Veitingastaðir Stéttarfélög Kjaramál Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 4. október 2024 12:46 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Hópur á vegum Eflingar mótmælti meintum launaþjófnaði fyrir utan veitingastaðinn í síðasta mánuði. Síðan þá hefur sendiferðabíl á vegum stéttarfélagsins verið lagt fyrir utan veitingastaðinn sem á eru letraðar ásakanir um launaþjófnað, vinnuréttarbrot og skattsvik. Forsvarsmenn Eflingar höfnuðu því að fjarlægja bílinn þrátt fyrir að hópur núverandi starfsfólks Ítalíu hefði mótmælt við skrifstofur stéttarfélagsins á föstudag. Starfsfólkið sagðist óttast að missa störf sín á staðnum þar sem skilaboð Eflingar fældu frá viðskiptavini. Elvar Ingimarsson, eigandi Ítalíu, segir að staðurinn hafi verið lokaður frá því í síðustu viku á meðan farið sé yfir málið. Ekki sé ljóst hvort hann verði opnaður aftur en það verði þá að minnsta kosti ekki á Frakkastíg. Ekki sé búið að ákveða að loka staðnum varanlega og engum hafi enn verið sagt upp störfum. „Ég ætla bara að byrja á því að svara þessum ásökunum og sjá svo bara til með framhaldið,“ segir Elvar. Lögfræðingur hans hafi ítrekað við Eflingu að fá upplýsingar um á hvaða gögnum félagið byggi ásakanir sínar. „Við fáum engin svör. Samkvæmt okkar bókum erum við með þessa pappíra alla á hreinu.“ Segir starfsfólk enn eiga inni laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrti að Elvar hefði enn ekki greitt stórum hópi fólks laun og að hann skuldaði skattinum tugi milljóna króna á föstudag. Efling ætlaði þess vegna ekki að hætta herferð sinni gegn fyrirtækinu. Elvar hafnaði þessum ásökunum í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir helgi en viðurkenndi að greiðslur í lífeyrissjóði og stéttarfélög hefðu dregist. Fullyrti hann að unnið væri að því að lagfæra það.
Veitingastaðir Stéttarfélög Kjaramál Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 4. október 2024 12:46 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 4. október 2024 12:46