Indó lækkar líka vexti Árni Sæberg skrifar 3. október 2024 15:30 Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Vísir/Rúnar Sparisjóðurinn Indó hefur ákveðið að lækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki vexti sína þegar Seðlabankinnn gerir það, alveg eins og það er eðlilegt að hækka vexti þegar stýrivextir hækka. Í fréttatilkynningu frá Indó segir að vextir á á veltureikningum lækki um sem nemur lækkun Seðlabankans, eða um 0,25 prósentustig. Vextir á veltureikningi verði eftir breytinguna því 3,75 prósent. Vextir á sparibaukum lækki um 0,15 prósentustig, eða minna en sem nemur lækkun Seðlabankans. Vextir á sparibaukum verði því 8,10 prósent eftir breytinguna. Þessar breytingar taki gildi frá og með 3. desember í samræmi við ákvæði laga. Vextir á yfirdrætti lækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarlán sem séu með niðurgreiðsluplani verði því 14,25 prósent, en yfirdráttarlán án niðurgreiðsluplans yfir lánstímann verði 16,25 prósent. Fagna stýrivaxtalækkun „Við fögnum vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, líklega eins og flest gera. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki almennt sína vexti, rétt eins og eðlilegt er að þau hækki sína vexti þegar Seðlabankinn hækkar vexti. Þess vegna lækkum við vextina á veltureikningum og yfirdrætti um sömu prósentutölu og Seðlabankinn tilkynnti um í gær. Við hins vegar lækkum vexti á sparireikningum minna en sem nemur hækkun Seðlabankans,“ er haft eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó. Margt smátt gerir eitt stórt Starfsfólk Indó sé stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum og bjóða þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. „Við erum stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum okkar og bjóðum þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. Á sama tíma viljum við áfram aðstoða fólk við að greiða niður yfirdráttarlán sín með því að bjóða sérstaklega hagstæð kjör á þeim yfirdrætti sem fólk ákveður að borga jafnt og þétt niður. Við lækkum líka vexti á innlánum okkar, en styðjum við sparibaukana okkar með minni lækkun. Það er hluti af viðleitni okkar að efla sparibaukana okkar, sem hafa fengið frábærar viðtökur og eru sérstaklega gerð til að auðvelda fólki að spara enda gerir margt smátt eitt stórt.” Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Indó segir að vextir á á veltureikningum lækki um sem nemur lækkun Seðlabankans, eða um 0,25 prósentustig. Vextir á veltureikningi verði eftir breytinguna því 3,75 prósent. Vextir á sparibaukum lækki um 0,15 prósentustig, eða minna en sem nemur lækkun Seðlabankans. Vextir á sparibaukum verði því 8,10 prósent eftir breytinguna. Þessar breytingar taki gildi frá og með 3. desember í samræmi við ákvæði laga. Vextir á yfirdrætti lækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarlán sem séu með niðurgreiðsluplani verði því 14,25 prósent, en yfirdráttarlán án niðurgreiðsluplans yfir lánstímann verði 16,25 prósent. Fagna stýrivaxtalækkun „Við fögnum vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, líklega eins og flest gera. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki almennt sína vexti, rétt eins og eðlilegt er að þau hækki sína vexti þegar Seðlabankinn hækkar vexti. Þess vegna lækkum við vextina á veltureikningum og yfirdrætti um sömu prósentutölu og Seðlabankinn tilkynnti um í gær. Við hins vegar lækkum vexti á sparireikningum minna en sem nemur hækkun Seðlabankans,“ er haft eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó. Margt smátt gerir eitt stórt Starfsfólk Indó sé stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum og bjóða þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. „Við erum stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum okkar og bjóðum þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. Á sama tíma viljum við áfram aðstoða fólk við að greiða niður yfirdráttarlán sín með því að bjóða sérstaklega hagstæð kjör á þeim yfirdrætti sem fólk ákveður að borga jafnt og þétt niður. Við lækkum líka vexti á innlánum okkar, en styðjum við sparibaukana okkar með minni lækkun. Það er hluti af viðleitni okkar að efla sparibaukana okkar, sem hafa fengið frábærar viðtökur og eru sérstaklega gerð til að auðvelda fólki að spara enda gerir margt smátt eitt stórt.”
Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira