Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 60-54 | Kvöddu Ljónagryfjuna með sigri Stefán Marteinn skrifar 1. október 2024 21:05 Njarðvík byrjar Bónus deild kvenna með góðum sigri. Vísir/Diego Njarðvíkingar kvöddu í kvöld heimavöll sinn til margra ára, Ljónagryfjuna, með stæl þegar Grindavík kom í heimsókn í 1. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta. Unnu heimakonur sex stiga sigur en Grindvíkingar hleyptu mikilli spennu í leikin í 4. leikhluta. Það var lið Grindavíkur sem byrjaði leikinn betur og settu þær þriggja stiga körfu strax í fyrstu sókn. Grindavík leiddu lengst af í fyrsta leikhluta er allt þar til það kviknaði á Brittany Dinkins í liði Njarðvíkur. Þegar rétt rúmlega tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta jafnaði Brittany Dinkins leikinn af vítalínunni fyrir Njarðvík. Það var eins og það hefði kviknað í henni því hún skoraði síðustu tólf stigin áður en leikhlutinn var úti og Njarðvík leiddi eftir fyrsta leikhluta 19-13. Í öðrum leikhluta var nánast það sama uppi á teningnum. Grindavík réði ekkert við Brittany Dinkins sem nánast gat gert það sem hún vildi. Grindavík náðu að minnka muninn niður í fimm stig 25-20 en þá tók lið Njarðvíkur við sér aftur og náði að fara með muninn upp í ellefu stig fyrir hálfleik og leiddu í hlé 33-22. Brittany Dinkins fór þar fremst fyrir sínu liði með 20 stig skoruð. Njarðvík byrjaði þriðja leikhlutann vel og héldu áfram að auka við forskot sitt. Fleiri fóru að taka þátt í sóknarleiknum og þetta leit mjög vel út fyrir Njarðvík. Grindavík gafst hins vegar ekki upp og héldu áfram að saxa á forskot Njarðvíkur. Hægt og rólega byrjuðu þær að naga niður forskotið og þegar þriðji leikhluti var úti var munurinn einungis níu stig 49-40. Grindavík hleypti gríðarlegri spennu í leikinn með flottri byrjun í fjórða leikhluta og náðu að minnka muninn í eitt stig og fengu færi til þess að snúa leiknum sér í vil en vantaði bara örlítið upp á. Njarðvík gerðu gríðarlega vel og sóttu mikilvæg stig í restina og náðu að lokum að landa flottum sex stiga sigri 60-54. Atvik leiksins Það sem lagði grunninn að sigri Njarðvíkur var þetta áhlaup sem þær fengu frá Brittany Dinkins undir lok fyrsta leikhluta og inn í annan leikhluta. Ég get einnig nefnt körfuna sem Emilie Hesseldal setti undir lok leiks sem fyllti Njarðvíkurliðið sjálfstrausti og kramdi að einhverju leyti von Grindavíkur um endurkomu. Dinkins lék með Keflavík á sínum tíma en er nú komin í grænt.Vísir/Andri Marinó Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins var hreint stórkostleg í fyrri hálfleik þar sem hún setti 20 stig og var allt í öllu sóknarlega hjá Njarðvík. Var hins vegar ekki alveg sami kraftur í seinni hálfleik en endaði engu að síður með 31 stig og tók 12 fráköst sem var mest allra í leiknum á báðum vígstöðum. Hjá Grindavík var það Hulda Björk Ólafsdóttir sem var atkvæðamest með 13 stig. Katarzyna Trzeciak var virkilega öflug á mikilvægum tímapunktum fyrir Grindavík og var með 11 stig og reif niður 9 fráköst að auki. Hulda Björk er uppalin í Grindavík.Vísir/Bára Dröfn Dómarinn Jakob Árni Ísleifsson, Jón Þór Eyþórsson og Jón Svan Sverrisson sáu um að dæma þennan leik. Komu nokkur vafa atriði í kvöld sem fékk þjálfara beggja liða upp á tærnar en heilt yfir var þetta bara ágætis frammistaða. Þeir höfðu ekki úrslitaáhrif í kvöld. Stemmningin og umgjörð Það var vel mætt í stúkuna enda ekki við öðru að búast þegar kveðja átti Ljónagryfjuna. Gríðarlega ánægjulegt að sjá Njarðvíkinga og Grindvíkinga fjölmenna hér í kvöld að styðja sín lið áfram. „Þýðir ekkert að koðna niður og þora ekki að vera til“ Þorleifur Ólafsson.Vísir/Diego „Svekktur með það hvernig við byrjum leikinn. Mér fannst það sem við leggjum upp með fyrir leikinn ekki framkvæmt. Seinni hálfleikurinn miklu betri og við vinnum seinni hálfleikinn en svo kannski of djúp hola sem að við vorum búnar að grafa okkur ofan í og erfitt að ná því,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leik. Grindavík áttu ekki sinn besta dag í fyrri hálfleiknum og það var eitthvað sem var ekki alveg að smella hjá þeim. „Bara hreyfa boltann og gera þetta saman. Fyrstu tvær mínúturnar voru fínar en svo vorum við ekki að setja nógu oft upp sem varð til þess að við vorum ekki í góðu jafnvægi til baka. Við vorum að verjast illa en varnarlega 60 stig á mót Njarðvík er ekkert alslæmt og Brittany með 31 stig sem er allt of mikið. Eigum við ekki bara að segja að hún hafi gert útslagið? Hún gat búið til fyrir sjálfa sig og skorað körfur sem að gerði útslagið.“ Grindavík fékk tækifæri til þess að snúa leiknum sér í hag í fjórða leikhluta en náðu ekki að klára sóknirnar sem hefðu gefið þeim yfirhöndina en hvað vantaði? „Bara að vera kannski töffarar einhvernveginn. Njarðvík kláraði þetta bara á því að vera harðari fyrir og vera ákveðnari. Ef maður horfir á það að ég var ósáttur við einhverja 3-4 dóma hérna undir restina en í svona leik þá er dómarinn ekkert að gera útslagið. Við drulluðum á okkur í fyrri hálfleik og að mínu mati finnst mér við vera betri en Njarðvík. Njarðvík eru virkilega góðar og gerðu það sem þær kunna að gera vel og spiluðu saman en við vorum okkar eigin óvinir og gerðum ekki það sem við vorum búnar að leggja upp með og gerðum ekki það sem við erum góðar í.“ „Já kannski en það er ekkert mikið sem við erum að leggja upp með og þetta var ekkert flókið. Þær þurfa bara að vera einbeittari í því að mæta og gera það sem við erum búnar að æfa og það sem við erum að leggja upp með og gera það rétt. Þú lítur rosalega vel út á æfingum en svo þegar þú kemur í leiki þá þýðir ekkert að koðna niður og þora ekki að vera til.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Tengdar fréttir „Okkur fannst það skylda að klára með sigri“ Njaðvík tóku á móti Grindavík í kveðjuleik Ljónagryfjunnar þegar 1. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það var ekki mikið sem benti til þess framan af að þetta yrði spennu leikur en annað kom á daginn þegar Njarðvík sigraði Grindavík 60-54. 1. október 2024 21:57 Ljónagryfjan kvödd í kvöld Njarðvíkingar ætla að kveðja sinn fornfræga heimavöll, Ljónagryfjuna, í kvöld þegar keppni í Bónus-deild kvenna í körfubolta hefst. 1. október 2024 15:03
Njarðvíkingar kvöddu í kvöld heimavöll sinn til margra ára, Ljónagryfjuna, með stæl þegar Grindavík kom í heimsókn í 1. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta. Unnu heimakonur sex stiga sigur en Grindvíkingar hleyptu mikilli spennu í leikin í 4. leikhluta. Það var lið Grindavíkur sem byrjaði leikinn betur og settu þær þriggja stiga körfu strax í fyrstu sókn. Grindavík leiddu lengst af í fyrsta leikhluta er allt þar til það kviknaði á Brittany Dinkins í liði Njarðvíkur. Þegar rétt rúmlega tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta jafnaði Brittany Dinkins leikinn af vítalínunni fyrir Njarðvík. Það var eins og það hefði kviknað í henni því hún skoraði síðustu tólf stigin áður en leikhlutinn var úti og Njarðvík leiddi eftir fyrsta leikhluta 19-13. Í öðrum leikhluta var nánast það sama uppi á teningnum. Grindavík réði ekkert við Brittany Dinkins sem nánast gat gert það sem hún vildi. Grindavík náðu að minnka muninn niður í fimm stig 25-20 en þá tók lið Njarðvíkur við sér aftur og náði að fara með muninn upp í ellefu stig fyrir hálfleik og leiddu í hlé 33-22. Brittany Dinkins fór þar fremst fyrir sínu liði með 20 stig skoruð. Njarðvík byrjaði þriðja leikhlutann vel og héldu áfram að auka við forskot sitt. Fleiri fóru að taka þátt í sóknarleiknum og þetta leit mjög vel út fyrir Njarðvík. Grindavík gafst hins vegar ekki upp og héldu áfram að saxa á forskot Njarðvíkur. Hægt og rólega byrjuðu þær að naga niður forskotið og þegar þriðji leikhluti var úti var munurinn einungis níu stig 49-40. Grindavík hleypti gríðarlegri spennu í leikinn með flottri byrjun í fjórða leikhluta og náðu að minnka muninn í eitt stig og fengu færi til þess að snúa leiknum sér í vil en vantaði bara örlítið upp á. Njarðvík gerðu gríðarlega vel og sóttu mikilvæg stig í restina og náðu að lokum að landa flottum sex stiga sigri 60-54. Atvik leiksins Það sem lagði grunninn að sigri Njarðvíkur var þetta áhlaup sem þær fengu frá Brittany Dinkins undir lok fyrsta leikhluta og inn í annan leikhluta. Ég get einnig nefnt körfuna sem Emilie Hesseldal setti undir lok leiks sem fyllti Njarðvíkurliðið sjálfstrausti og kramdi að einhverju leyti von Grindavíkur um endurkomu. Dinkins lék með Keflavík á sínum tíma en er nú komin í grænt.Vísir/Andri Marinó Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins var hreint stórkostleg í fyrri hálfleik þar sem hún setti 20 stig og var allt í öllu sóknarlega hjá Njarðvík. Var hins vegar ekki alveg sami kraftur í seinni hálfleik en endaði engu að síður með 31 stig og tók 12 fráköst sem var mest allra í leiknum á báðum vígstöðum. Hjá Grindavík var það Hulda Björk Ólafsdóttir sem var atkvæðamest með 13 stig. Katarzyna Trzeciak var virkilega öflug á mikilvægum tímapunktum fyrir Grindavík og var með 11 stig og reif niður 9 fráköst að auki. Hulda Björk er uppalin í Grindavík.Vísir/Bára Dröfn Dómarinn Jakob Árni Ísleifsson, Jón Þór Eyþórsson og Jón Svan Sverrisson sáu um að dæma þennan leik. Komu nokkur vafa atriði í kvöld sem fékk þjálfara beggja liða upp á tærnar en heilt yfir var þetta bara ágætis frammistaða. Þeir höfðu ekki úrslitaáhrif í kvöld. Stemmningin og umgjörð Það var vel mætt í stúkuna enda ekki við öðru að búast þegar kveðja átti Ljónagryfjuna. Gríðarlega ánægjulegt að sjá Njarðvíkinga og Grindvíkinga fjölmenna hér í kvöld að styðja sín lið áfram. „Þýðir ekkert að koðna niður og þora ekki að vera til“ Þorleifur Ólafsson.Vísir/Diego „Svekktur með það hvernig við byrjum leikinn. Mér fannst það sem við leggjum upp með fyrir leikinn ekki framkvæmt. Seinni hálfleikurinn miklu betri og við vinnum seinni hálfleikinn en svo kannski of djúp hola sem að við vorum búnar að grafa okkur ofan í og erfitt að ná því,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leik. Grindavík áttu ekki sinn besta dag í fyrri hálfleiknum og það var eitthvað sem var ekki alveg að smella hjá þeim. „Bara hreyfa boltann og gera þetta saman. Fyrstu tvær mínúturnar voru fínar en svo vorum við ekki að setja nógu oft upp sem varð til þess að við vorum ekki í góðu jafnvægi til baka. Við vorum að verjast illa en varnarlega 60 stig á mót Njarðvík er ekkert alslæmt og Brittany með 31 stig sem er allt of mikið. Eigum við ekki bara að segja að hún hafi gert útslagið? Hún gat búið til fyrir sjálfa sig og skorað körfur sem að gerði útslagið.“ Grindavík fékk tækifæri til þess að snúa leiknum sér í hag í fjórða leikhluta en náðu ekki að klára sóknirnar sem hefðu gefið þeim yfirhöndina en hvað vantaði? „Bara að vera kannski töffarar einhvernveginn. Njarðvík kláraði þetta bara á því að vera harðari fyrir og vera ákveðnari. Ef maður horfir á það að ég var ósáttur við einhverja 3-4 dóma hérna undir restina en í svona leik þá er dómarinn ekkert að gera útslagið. Við drulluðum á okkur í fyrri hálfleik og að mínu mati finnst mér við vera betri en Njarðvík. Njarðvík eru virkilega góðar og gerðu það sem þær kunna að gera vel og spiluðu saman en við vorum okkar eigin óvinir og gerðum ekki það sem við vorum búnar að leggja upp með og gerðum ekki það sem við erum góðar í.“ „Já kannski en það er ekkert mikið sem við erum að leggja upp með og þetta var ekkert flókið. Þær þurfa bara að vera einbeittari í því að mæta og gera það sem við erum búnar að æfa og það sem við erum að leggja upp með og gera það rétt. Þú lítur rosalega vel út á æfingum en svo þegar þú kemur í leiki þá þýðir ekkert að koðna niður og þora ekki að vera til.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Tengdar fréttir „Okkur fannst það skylda að klára með sigri“ Njaðvík tóku á móti Grindavík í kveðjuleik Ljónagryfjunnar þegar 1. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það var ekki mikið sem benti til þess framan af að þetta yrði spennu leikur en annað kom á daginn þegar Njarðvík sigraði Grindavík 60-54. 1. október 2024 21:57 Ljónagryfjan kvödd í kvöld Njarðvíkingar ætla að kveðja sinn fornfræga heimavöll, Ljónagryfjuna, í kvöld þegar keppni í Bónus-deild kvenna í körfubolta hefst. 1. október 2024 15:03
„Okkur fannst það skylda að klára með sigri“ Njaðvík tóku á móti Grindavík í kveðjuleik Ljónagryfjunnar þegar 1. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það var ekki mikið sem benti til þess framan af að þetta yrði spennu leikur en annað kom á daginn þegar Njarðvík sigraði Grindavík 60-54. 1. október 2024 21:57
Ljónagryfjan kvödd í kvöld Njarðvíkingar ætla að kveðja sinn fornfræga heimavöll, Ljónagryfjuna, í kvöld þegar keppni í Bónus-deild kvenna í körfubolta hefst. 1. október 2024 15:03
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Íslenski boltinn
Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fram - Vestri 2-4 | Andri Rúnar með sýningu í sigri Vestra Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Íslenski boltinn
Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fram - Vestri 2-4 | Andri Rúnar með sýningu í sigri Vestra Íslenski boltinn