Eftirfylgni og hagrænir hvatar í loftslagsmálum Sigurpáll Ingibergsson skrifar 12. september 2024 08:32 Eftirfylgni Fókus á eftirfylgni á loftslagsaðgerðir fyrirtækja er engin hér á landi. Fyrirtæki á Íslandi bera ábyrgð á 89% af beinni kolefnislosun Íslands. Stærstu losunarfyrirtækin sem menga meira en 20 þúsund tonn af CO2 eru 22 að tölu og bera ábyrgð á tveim þriðju af losuninni. Stjórnvöld og hagaðilar víða um heim hafa beint sjónum sínum á ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna. Í Ástralíu hafa stjórnvöld sett kröfur á fyrirtæki sem losa meira en 25 þúsund tonn CO2 og hafa aðgerðasinnar í auknu mæli ákært stóru fyrirtækin. Íslensk fyrirtæki ásamt hagaðilum hafa hafið herferð um draga Ísland úr Parísarsamningnum og á Sjálfbærnidegi Landsbankans fluttu fjórir forstjórar tölu og kvörtuðu undan íþyngjandi regluverki. Þau vilja halda áfram á sömu braut á sama tíma og hvert hitamet í heiminum er slegið. Það er sannarlega tilefni til að hafa áhyggur af úrtölutón í umræðunni um loftslagsmál. Í Sjálfbærnivísi PwC 2040 voru 50 stærstu fyrirtæki Íslands kortlögð. Niðurstaðan var verri en úr verstu Pisa könnun, en aðeins eitt fyrirtæki náði að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Það er ljóst að við náum engum engum lögbundnum markmiðum um samdrátt í losun með þessari frammistöðu. Stjórnvöld hafa verið allt of hliðholl atvinnulífinu og myndað skjaldborg um fyrirtækin. Hagnaður fyrir skatta hjá fyrirtækjunum var rúmlega 250 milljarðar árið 2022. Þau menga á daginn og grilla á kvöldin. Það er margt sem stjórnvöld geta gert. Eitt öflugt tól er að bæta eftirfylgni með loftslagsaðgerðum fyrirtækjanna. Ferlið er einfalt: Loftslagsmarkmið – Loftslagsaðgerðir og eftirfylgni stjórnvalda Neyðarlög Til að ná árangri þá þurfa stjórnvöld að setja neyðarlög á þessi 22 fyrirtæki sem eiga 2/3 af losun landsins og setja í gjörgæslu. Skyldi þau til að gefa út staðfestar kolefnislosunartölur fyrir öll losunarsvið og fylgja Science Based Targets aðferðafræðinni. Þau þurfa að setja sér raunhæf markmið og metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Í eftirfylgni þurfa stjórnvöld að spyrja þriggja spurninga í anda agile aðferðafræðinnar: Hvað ætlið þið að gera í dag í loftslagsmálum? Hvað gerðu þig í gær í loftslagsmálum? Eru einhverjar hindranir? Setja þarf í neyðarlögin lagaheimildir til að svifta fyrirtæki leyfum, starfsleyfi eða veiðileyfum svíkist þau undan því að bera ábyrgð. Hagrænir hvatar Nauðsynlegt er að beita mengunarbótareglunni á alla geira atvinnulífsins. Bæði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa ítrekað bent á að hagrænir hvatar, skattar og gjöld, á mengun séu skilvirkasta leiðin til að ná markmiðum í umhverfismálum. Á morgun fimmtudag, verður haldið í Norræna húsinu málþing: Ábyrgð stórfyrirtækja: Hagrænir hvatar til að draga úr hamfarahlýnun. Þar sem undirritaður verður með erindi. Þar verður einnig komið inn á þessi mál og Jesper Sölver Schou frá danska loftslagsráðinu mun segja frá metnaðarfullri loftslagsáætlun Dana. Einnig mun Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brim segja frá vegferð fyrirtækisins. Að lokum mun öflugt fólk taka þátt í pallborðsumræðum. Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Eftirfylgni Fókus á eftirfylgni á loftslagsaðgerðir fyrirtækja er engin hér á landi. Fyrirtæki á Íslandi bera ábyrgð á 89% af beinni kolefnislosun Íslands. Stærstu losunarfyrirtækin sem menga meira en 20 þúsund tonn af CO2 eru 22 að tölu og bera ábyrgð á tveim þriðju af losuninni. Stjórnvöld og hagaðilar víða um heim hafa beint sjónum sínum á ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna. Í Ástralíu hafa stjórnvöld sett kröfur á fyrirtæki sem losa meira en 25 þúsund tonn CO2 og hafa aðgerðasinnar í auknu mæli ákært stóru fyrirtækin. Íslensk fyrirtæki ásamt hagaðilum hafa hafið herferð um draga Ísland úr Parísarsamningnum og á Sjálfbærnidegi Landsbankans fluttu fjórir forstjórar tölu og kvörtuðu undan íþyngjandi regluverki. Þau vilja halda áfram á sömu braut á sama tíma og hvert hitamet í heiminum er slegið. Það er sannarlega tilefni til að hafa áhyggur af úrtölutón í umræðunni um loftslagsmál. Í Sjálfbærnivísi PwC 2040 voru 50 stærstu fyrirtæki Íslands kortlögð. Niðurstaðan var verri en úr verstu Pisa könnun, en aðeins eitt fyrirtæki náði að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Það er ljóst að við náum engum engum lögbundnum markmiðum um samdrátt í losun með þessari frammistöðu. Stjórnvöld hafa verið allt of hliðholl atvinnulífinu og myndað skjaldborg um fyrirtækin. Hagnaður fyrir skatta hjá fyrirtækjunum var rúmlega 250 milljarðar árið 2022. Þau menga á daginn og grilla á kvöldin. Það er margt sem stjórnvöld geta gert. Eitt öflugt tól er að bæta eftirfylgni með loftslagsaðgerðum fyrirtækjanna. Ferlið er einfalt: Loftslagsmarkmið – Loftslagsaðgerðir og eftirfylgni stjórnvalda Neyðarlög Til að ná árangri þá þurfa stjórnvöld að setja neyðarlög á þessi 22 fyrirtæki sem eiga 2/3 af losun landsins og setja í gjörgæslu. Skyldi þau til að gefa út staðfestar kolefnislosunartölur fyrir öll losunarsvið og fylgja Science Based Targets aðferðafræðinni. Þau þurfa að setja sér raunhæf markmið og metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Í eftirfylgni þurfa stjórnvöld að spyrja þriggja spurninga í anda agile aðferðafræðinnar: Hvað ætlið þið að gera í dag í loftslagsmálum? Hvað gerðu þig í gær í loftslagsmálum? Eru einhverjar hindranir? Setja þarf í neyðarlögin lagaheimildir til að svifta fyrirtæki leyfum, starfsleyfi eða veiðileyfum svíkist þau undan því að bera ábyrgð. Hagrænir hvatar Nauðsynlegt er að beita mengunarbótareglunni á alla geira atvinnulífsins. Bæði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa ítrekað bent á að hagrænir hvatar, skattar og gjöld, á mengun séu skilvirkasta leiðin til að ná markmiðum í umhverfismálum. Á morgun fimmtudag, verður haldið í Norræna húsinu málþing: Ábyrgð stórfyrirtækja: Hagrænir hvatar til að draga úr hamfarahlýnun. Þar sem undirritaður verður með erindi. Þar verður einnig komið inn á þessi mál og Jesper Sölver Schou frá danska loftslagsráðinu mun segja frá metnaðarfullri loftslagsáætlun Dana. Einnig mun Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brim segja frá vegferð fyrirtækisins. Að lokum mun öflugt fólk taka þátt í pallborðsumræðum. Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun