Við verðum að taka afstöðu NÚNA – Til að breyta framtíðinni okkar, því brotið fólk brýtur fólk! Steindór Þórarinsson skrifar 2. september 2024 15:00 Það hefur verið mikið talað um ofbeldisölduna sem hefur riðið yfir litla landið okkar á undanförnum misserum. Þegar ung stúlka missir lífið á menningarnótt, þá er það ekki bara sorglegt mál heldur er það vakning. Þetta er hróp á hjálp, hróp sem við verðum öll að hlusta á, sama hver staða okkar er í samfélaginu. Hvað er að gerast með unga fólkið okkar? Hvernig getum við, sem foreldrar, leiðbeinendur, og sem samfélag, brugðist við? Að læra á tilfinningar sínar, þeirra stærsta vopn Það er svo mikilvægt að skilja eitt: tilfinningar eru ekki óvinur okkar. Þær eru styrkur okkar, leiðarljós sem sýnir okkur hver við erum og hvað skiptir okkur máli. Þó að þær geti verið yfirþyrmandi, eins og reiði, sorg eða vonleysi, þá er það hvernig við veljum að bregðast við þeim sem mótar framtíð okkar. Það er ekkert veikleika merki að líða illa. Þvert á móti, það er merki um að þú ert mannlegur, lifandi, og með fullan rétt á að upplifa lífið í allri sinni fjölbreytni. Við þurfum að kenna unga fólkinu þetta, og skoða þetta í okkar eigin lífi. Ef þér líður illa, leitaðu hjálpar. Það er styrkur, ekki veikleiki. Við eigum það til að hugsa að við þurfum að taka okkur saman, að það sé eitthvað rangt við að finna fyrir tilfinningum, sérstaklega þegar þær eru sterkar. En það er algerlega rangt. Ef þú ert að berjast við tilfinningar sem þú átt erfitt með að stjórna, þá er fyrsta skrefið að viðurkenna þær. Að leita eftir hjálp er ekki veikleika merki, það er eitt af sterkustu skrefum sem þú getur tekið. Talaðu við einhvern – vin, fjölskyldumeðlim, fagmann – það er alltaf einhver til staðar sem er tilbúinn að hlusta. Við þurfum að sýna gott fordæmi og líta í eigin hegðun, en á sama tíma að koma þessu til unga fólksins líka! Foreldrar, verum vakandi – þetta er okkar ábyrgð líka Við verðum að horfast í augu við það að börnin okkar þurfa á okkur að halda meira en nokkru sinni fyrr. Þetta er ekki bara þeirra barátta, þetta er okkar allra barátta. Ef við lítum undan, þá erum við að leyfa hatrinu og ofbeldinu að ná rótum. Við verðum að vera til staðar fyrir börnin okkar, að hlusta á þau, skilja þau, og styðja þau í að finna styrk sinn og stað í lífinu. Þau þurfa ekki bara á reglunum okkar að halda, þau þurfa á kærleikanum okkar að halda. Við verðum að sýna þeim að tilfinningar eru eðlilegar og að það er í lagi að tala um þær. Samfélag – Stöndum saman í kærleika og samkennd Ef við ætlum að breyta þessari þróun, þá verðum við öll að taka höndum saman. Hatrið sem við sjáum blossa upp er aðeins spegilmynd af samfélaginu sem við höfum skapað. Við verðum að leggja áherslu á jákvæð gildi, að læra af mistökum okkar og horfa inn á við. Samkennd, kærleikur og umhyggja þetta eru ekki bara falleg orð, þau eru grunnstoðir heilbrigðs samfélags. Við þurfum að vera fyrirmyndir fyrir unga fólkið okkar. Ekki með ofbeldi eða hatri, heldur með því að sýna þeim leiðina til kærleika og virðingar. Það sem þú gerir skiptir máli. Hvernig þú talar við aðra, hvernig þú bregst við þegar þú sérð einhvern í erfiðleikum þetta er það sem mun móta framtíðina okkar. Það byrjar hjá þér, hjá okkur öllum. Ef við viljum sjá breytingu, þá verðum við sjálf að vera breytingin. Ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Að stinga einhvern, að beita ofbeldi, er ekki bara eitthvað sem gerist í augnablikinu. Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir geranda sem og fórnarlömb, fjölskyldur beggja aðila sem og fyrir allt samfélagið. Þetta er ekki bara ein afleiðing, heldur keðjuverkun sem getur skemmt líf fjölda fólks. Við verðum að hætta að horfa á þetta sem einangrað tilfelli og átta okkur á því að þetta er okkar ábyrgð. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og það er undir okkur komið að snúa þessari þróun við. Við getum breytt þessu, saman Við verðum að hætta að horfa í hina áttina. Við verðum að taka afstöðu NÚNA. Þetta er ekki eitthvað sem við getum sett á ís eða beðið með. Börnin okkar, framtíðin okkar, þurfa á okkur að halda. Það byrjar með okkur, og það byrjar með því að við lærum á tilfinningar okkar, tökum ábyrgð á gjörðum okkar og stöndum saman í kærleika og samkennd. Breytingin byrjar hér. Hún byrjar núna. Hún byrjar með þér. Lífið er dýrmætt, og saman getum við byggt upp samfélag þar sem það er metið að verðleikum. Verum sterk, verum hugrökk, og verum til staðar fyrir okkur sjálf, fyrir börnin okkar, og fyrir framtíðina. „Ef þú vilt breyta heiminum, farðu heim og elskaðu fjölskylduna þína.” Móðir Teresa Höfundur er ICF viðurkenndur markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikið talað um ofbeldisölduna sem hefur riðið yfir litla landið okkar á undanförnum misserum. Þegar ung stúlka missir lífið á menningarnótt, þá er það ekki bara sorglegt mál heldur er það vakning. Þetta er hróp á hjálp, hróp sem við verðum öll að hlusta á, sama hver staða okkar er í samfélaginu. Hvað er að gerast með unga fólkið okkar? Hvernig getum við, sem foreldrar, leiðbeinendur, og sem samfélag, brugðist við? Að læra á tilfinningar sínar, þeirra stærsta vopn Það er svo mikilvægt að skilja eitt: tilfinningar eru ekki óvinur okkar. Þær eru styrkur okkar, leiðarljós sem sýnir okkur hver við erum og hvað skiptir okkur máli. Þó að þær geti verið yfirþyrmandi, eins og reiði, sorg eða vonleysi, þá er það hvernig við veljum að bregðast við þeim sem mótar framtíð okkar. Það er ekkert veikleika merki að líða illa. Þvert á móti, það er merki um að þú ert mannlegur, lifandi, og með fullan rétt á að upplifa lífið í allri sinni fjölbreytni. Við þurfum að kenna unga fólkinu þetta, og skoða þetta í okkar eigin lífi. Ef þér líður illa, leitaðu hjálpar. Það er styrkur, ekki veikleiki. Við eigum það til að hugsa að við þurfum að taka okkur saman, að það sé eitthvað rangt við að finna fyrir tilfinningum, sérstaklega þegar þær eru sterkar. En það er algerlega rangt. Ef þú ert að berjast við tilfinningar sem þú átt erfitt með að stjórna, þá er fyrsta skrefið að viðurkenna þær. Að leita eftir hjálp er ekki veikleika merki, það er eitt af sterkustu skrefum sem þú getur tekið. Talaðu við einhvern – vin, fjölskyldumeðlim, fagmann – það er alltaf einhver til staðar sem er tilbúinn að hlusta. Við þurfum að sýna gott fordæmi og líta í eigin hegðun, en á sama tíma að koma þessu til unga fólksins líka! Foreldrar, verum vakandi – þetta er okkar ábyrgð líka Við verðum að horfast í augu við það að börnin okkar þurfa á okkur að halda meira en nokkru sinni fyrr. Þetta er ekki bara þeirra barátta, þetta er okkar allra barátta. Ef við lítum undan, þá erum við að leyfa hatrinu og ofbeldinu að ná rótum. Við verðum að vera til staðar fyrir börnin okkar, að hlusta á þau, skilja þau, og styðja þau í að finna styrk sinn og stað í lífinu. Þau þurfa ekki bara á reglunum okkar að halda, þau þurfa á kærleikanum okkar að halda. Við verðum að sýna þeim að tilfinningar eru eðlilegar og að það er í lagi að tala um þær. Samfélag – Stöndum saman í kærleika og samkennd Ef við ætlum að breyta þessari þróun, þá verðum við öll að taka höndum saman. Hatrið sem við sjáum blossa upp er aðeins spegilmynd af samfélaginu sem við höfum skapað. Við verðum að leggja áherslu á jákvæð gildi, að læra af mistökum okkar og horfa inn á við. Samkennd, kærleikur og umhyggja þetta eru ekki bara falleg orð, þau eru grunnstoðir heilbrigðs samfélags. Við þurfum að vera fyrirmyndir fyrir unga fólkið okkar. Ekki með ofbeldi eða hatri, heldur með því að sýna þeim leiðina til kærleika og virðingar. Það sem þú gerir skiptir máli. Hvernig þú talar við aðra, hvernig þú bregst við þegar þú sérð einhvern í erfiðleikum þetta er það sem mun móta framtíðina okkar. Það byrjar hjá þér, hjá okkur öllum. Ef við viljum sjá breytingu, þá verðum við sjálf að vera breytingin. Ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Að stinga einhvern, að beita ofbeldi, er ekki bara eitthvað sem gerist í augnablikinu. Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir geranda sem og fórnarlömb, fjölskyldur beggja aðila sem og fyrir allt samfélagið. Þetta er ekki bara ein afleiðing, heldur keðjuverkun sem getur skemmt líf fjölda fólks. Við verðum að hætta að horfa á þetta sem einangrað tilfelli og átta okkur á því að þetta er okkar ábyrgð. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og það er undir okkur komið að snúa þessari þróun við. Við getum breytt þessu, saman Við verðum að hætta að horfa í hina áttina. Við verðum að taka afstöðu NÚNA. Þetta er ekki eitthvað sem við getum sett á ís eða beðið með. Börnin okkar, framtíðin okkar, þurfa á okkur að halda. Það byrjar með okkur, og það byrjar með því að við lærum á tilfinningar okkar, tökum ábyrgð á gjörðum okkar og stöndum saman í kærleika og samkennd. Breytingin byrjar hér. Hún byrjar núna. Hún byrjar með þér. Lífið er dýrmætt, og saman getum við byggt upp samfélag þar sem það er metið að verðleikum. Verum sterk, verum hugrökk, og verum til staðar fyrir okkur sjálf, fyrir börnin okkar, og fyrir framtíðina. „Ef þú vilt breyta heiminum, farðu heim og elskaðu fjölskylduna þína.” Móðir Teresa Höfundur er ICF viðurkenndur markþjálfi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun