Við Hamingjusama fólkið vs. Þau óhamingjusömu Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 12:01 „Ég er með krabbamein. Ég er hamingjusöm.“ Þessar tvær fullyrðingar flutu inn í svefndrukkinn huga minn þar sem ég opnaði augun og teygði syfjulega úr mér einn kaldan janúarmorgun fyrir nokkrum árum, nokkrum dögum eftir greiningu. Þarna kom ég sjálfri mér á óvart, settist snöggt upp í rúminu og spurði sjálfa mig, steinhissa: „Hvernig get ég verið hamingjusöm ef ég er með krabbamein?“ Og þar með uppgötvaði ég að Hamingjan er ekki skilyrt við góða heilsu, nokkuð sem ég hafði ómeðvitað staðið í trú um fram að því. „Þú átt ekkert ef þú hefur ekki heilsuna“ er setning sem ég hef oft heyrt í gegnum tíðina og þótt meiningin sé í grunninn jákvæð getur hún snúist gegn þeim sem minnst mega við því, þeim sem ekki hafa fulla heilsu. Jú, við ættum flest að bera meiri virðingu fyrir líkama okkar og vera þakklátari fyrir góða heilsu því við áttum okkur sjaldnast á þeim forréttindum að lifa í hraustum líkama fyrr en og ef við töpum þeim – og þarna tala ég af reynslu. Heilsan er okkur öllum mikilvæg og já, það getur verið auðveldara að upplifa vellíðan þegar við erum heilsuhraust, en það er varasamt að skilyrða Hamingjuna við heilsuna. Því um leið og við gerum það setjum við samasemmerki milli vanheilsu og óhamingju og þá erum við, sem samfélag, komin í ógöngur. Hvað með fólk sem getur aldrei fengið fulla heilsu? Hvað með fólk með langvarandi og ólæknandi sjúkdóma, bæði líkamlega og andlega? Hvað með fólk með fötlun? Geta þau þá aldrei verið Hamingjusöm? Hvað með aldrað fólk sem horfir fram á þverrandi heilsu og getur aldrei orðið aftur jafnheilsuhraust og það eitt sinn var, erum við þá dæmd til að tapa Hamingjunni um leið og við verðum 67 ára? Hættan er sú að við sem samfélag förum að líta á þessa einstaklinga sem enn einn hópinn – hóp sem getur aldrei orðið hamingjusamur vegna heilsuleysis – og því hættum við að leggja eins mikið á okkur til að styðja við Hamingju þeirra. Við teljum feykinóg að sjá fyrir grunnþörfum aldraðra og öryrkja, en þykir annars tímasóun og óþarfa áreynsla að aðstoða þennan „hóp“ við að lifa Hamingjusömu lífi. Við hættum að leggja okkur fram því við sjáum ekki tilgang með því, þetta fólk geti hvort eð er aldrei orðið Hamingjusamt. En hver er undirstaða Hamingjunnar? Almennt er talað um þrjá mikilvæga stöpla til að viðhalda Hamingjunni. Að finnast við vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Að hafa tilgang og finnast vera þörf fyrir okkur. Að hafa góð félagsleg tengsl og eiga samskipti við annað fólk daglega. Takið eftir að ekki er minnst sérstaklega á heilsuna sem slíka í þessum þremur stöplum. Þú þarft ekki að vera ung og heilsuhraust til að geta tikkað í þessi box. En vissulega hjálpar góð heilsa til, hún er bara alls ekki skilyrði fyrir því að vera Hamingjusöm. Við þurfum því að vara okkur á því að útiloka stóran hluta samfélagsins frá Hamingjunni og gæta betur að hugsunarhætti okkar. Við getum öll verið Hamingjusöm og við eigum öll rétt á því að vera Hamingjusöm. Um leið og við samþykkjum þá hugsunarvillu að „sumir geti hvort eð er aldrei verið Hamingjusamir“ þá hættum við að reyna, hættum að sýna umhyggju, hættum að vera samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Ég er með krabbamein. Ég er hamingjusöm.“ Þessar tvær fullyrðingar flutu inn í svefndrukkinn huga minn þar sem ég opnaði augun og teygði syfjulega úr mér einn kaldan janúarmorgun fyrir nokkrum árum, nokkrum dögum eftir greiningu. Þarna kom ég sjálfri mér á óvart, settist snöggt upp í rúminu og spurði sjálfa mig, steinhissa: „Hvernig get ég verið hamingjusöm ef ég er með krabbamein?“ Og þar með uppgötvaði ég að Hamingjan er ekki skilyrt við góða heilsu, nokkuð sem ég hafði ómeðvitað staðið í trú um fram að því. „Þú átt ekkert ef þú hefur ekki heilsuna“ er setning sem ég hef oft heyrt í gegnum tíðina og þótt meiningin sé í grunninn jákvæð getur hún snúist gegn þeim sem minnst mega við því, þeim sem ekki hafa fulla heilsu. Jú, við ættum flest að bera meiri virðingu fyrir líkama okkar og vera þakklátari fyrir góða heilsu því við áttum okkur sjaldnast á þeim forréttindum að lifa í hraustum líkama fyrr en og ef við töpum þeim – og þarna tala ég af reynslu. Heilsan er okkur öllum mikilvæg og já, það getur verið auðveldara að upplifa vellíðan þegar við erum heilsuhraust, en það er varasamt að skilyrða Hamingjuna við heilsuna. Því um leið og við gerum það setjum við samasemmerki milli vanheilsu og óhamingju og þá erum við, sem samfélag, komin í ógöngur. Hvað með fólk sem getur aldrei fengið fulla heilsu? Hvað með fólk með langvarandi og ólæknandi sjúkdóma, bæði líkamlega og andlega? Hvað með fólk með fötlun? Geta þau þá aldrei verið Hamingjusöm? Hvað með aldrað fólk sem horfir fram á þverrandi heilsu og getur aldrei orðið aftur jafnheilsuhraust og það eitt sinn var, erum við þá dæmd til að tapa Hamingjunni um leið og við verðum 67 ára? Hættan er sú að við sem samfélag förum að líta á þessa einstaklinga sem enn einn hópinn – hóp sem getur aldrei orðið hamingjusamur vegna heilsuleysis – og því hættum við að leggja eins mikið á okkur til að styðja við Hamingju þeirra. Við teljum feykinóg að sjá fyrir grunnþörfum aldraðra og öryrkja, en þykir annars tímasóun og óþarfa áreynsla að aðstoða þennan „hóp“ við að lifa Hamingjusömu lífi. Við hættum að leggja okkur fram því við sjáum ekki tilgang með því, þetta fólk geti hvort eð er aldrei orðið Hamingjusamt. En hver er undirstaða Hamingjunnar? Almennt er talað um þrjá mikilvæga stöpla til að viðhalda Hamingjunni. Að finnast við vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Að hafa tilgang og finnast vera þörf fyrir okkur. Að hafa góð félagsleg tengsl og eiga samskipti við annað fólk daglega. Takið eftir að ekki er minnst sérstaklega á heilsuna sem slíka í þessum þremur stöplum. Þú þarft ekki að vera ung og heilsuhraust til að geta tikkað í þessi box. En vissulega hjálpar góð heilsa til, hún er bara alls ekki skilyrði fyrir því að vera Hamingjusöm. Við þurfum því að vara okkur á því að útiloka stóran hluta samfélagsins frá Hamingjunni og gæta betur að hugsunarhætti okkar. Við getum öll verið Hamingjusöm og við eigum öll rétt á því að vera Hamingjusöm. Um leið og við samþykkjum þá hugsunarvillu að „sumir geti hvort eð er aldrei verið Hamingjusamir“ þá hættum við að reyna, hættum að sýna umhyggju, hættum að vera samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun