Skúli í Subway boðar hópmálsókn gegn Sveini Andra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 07:46 Sveinn Andri fékk um 170 milljónir greiddar fyrir vinnu sína sem skiptastjóri þrotabús EK1923 ehf. Vísir/Vilhelm Lögmaður Skúla Gunnars Sigfússonar athafnamanns hefur gert kröfu á hendur Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni, um greiðslu á því sem út af stóð af kröfum félaga í eigu Skúla Gunnars við gjaldþrotaskipti þrotabús EK1923 ehf., sem jafnframt var í eigu hans. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu en það er nýjasti liðurinn í áralangri deilu Skúla Gunnars, sem jafnan er kenndur við Subway, og Sveins Andra. Krafan er byggð á matsgerð dómkvadds matsmanns, sem telur að Sveinn Andri hafi sem skiptastjóri áðurnefnds þrotabús skrifað á sig of margar vinnustundir og innheimt of hátt tímagjald. Kostnaður við skipti félagsins nam tæplega 200 milljónum króna en þóknun Sveins Andra nam 170 milljónum. Í matsgerðinni, sem skilað var í júní, kemur fram að hæfileg þóknun til skiptastjóra hefði átt að nema 74 til 78 milljónum króna, tæplega 100 milljónum minna en Sveinn Andri fékk. Þá hefði fjöldi vinnustunda eins átt að nema 1.600 til 1.900 klukkustundir en tæplega 3.450 vinnustundir voru skráðar við slit á búinu. Skúli Gunnar fór fram á að dómkvaddur matsmaður tæki störf Sveins Andra út. Er það mat lögmanns Skúla að hægt hefði verið að gera upp skuldir búsins og skila því til fyrri eigenda. Jafnframt kemur fram í frétt Morgunblaðsins að lögmaðurinn hafi sent öðrum kröfuhöfum bréf og þeim boðið að taka þátt í málarekstri gegn Sveini Andra. Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Skúli í Subway sýknaður Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við skyndibitastaðinn Subway, var í dag sýknaður af ákæru fyrir millifærslur af bankareikningi félags sem stefndi í gjaldþrot. Tveir til viðbótar voru sýknaðir af ákæru héraðssaksóknara í málinu. 12. janúar 2021 15:54 Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu en það er nýjasti liðurinn í áralangri deilu Skúla Gunnars, sem jafnan er kenndur við Subway, og Sveins Andra. Krafan er byggð á matsgerð dómkvadds matsmanns, sem telur að Sveinn Andri hafi sem skiptastjóri áðurnefnds þrotabús skrifað á sig of margar vinnustundir og innheimt of hátt tímagjald. Kostnaður við skipti félagsins nam tæplega 200 milljónum króna en þóknun Sveins Andra nam 170 milljónum. Í matsgerðinni, sem skilað var í júní, kemur fram að hæfileg þóknun til skiptastjóra hefði átt að nema 74 til 78 milljónum króna, tæplega 100 milljónum minna en Sveinn Andri fékk. Þá hefði fjöldi vinnustunda eins átt að nema 1.600 til 1.900 klukkustundir en tæplega 3.450 vinnustundir voru skráðar við slit á búinu. Skúli Gunnar fór fram á að dómkvaddur matsmaður tæki störf Sveins Andra út. Er það mat lögmanns Skúla að hægt hefði verið að gera upp skuldir búsins og skila því til fyrri eigenda. Jafnframt kemur fram í frétt Morgunblaðsins að lögmaðurinn hafi sent öðrum kröfuhöfum bréf og þeim boðið að taka þátt í málarekstri gegn Sveini Andra.
Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Skúli í Subway sýknaður Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við skyndibitastaðinn Subway, var í dag sýknaður af ákæru fyrir millifærslur af bankareikningi félags sem stefndi í gjaldþrot. Tveir til viðbótar voru sýknaðir af ákæru héraðssaksóknara í málinu. 12. janúar 2021 15:54 Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Skúli í Subway sýknaður Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við skyndibitastaðinn Subway, var í dag sýknaður af ákæru fyrir millifærslur af bankareikningi félags sem stefndi í gjaldþrot. Tveir til viðbótar voru sýknaðir af ákæru héraðssaksóknara í málinu. 12. janúar 2021 15:54
Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent