Viðskipti innlent

Skúli í Subway sýknaður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan þrjú í dag.
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan þrjú í dag. Vísir/Vilhelm

Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við skyndibitastaðinn Subway, var í dag sýknaður af ákæru fyrir millifærslur af bankareikningi félags sem stefndi í gjaldþrot. Tveir til viðbótar voru sýknaðir af ákæru héraðssaksóknara í málinu.

Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Hann ætlar að skoða dóminn og í framhaldi verður tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar.

Um er að ræða félagið EK1923 sem hét áður Eggert Kristjánsson ehf. heildsala. Skúli keypti félagið sem var um tíma heildsala fyrir veitingastaði Skúla. Voru Skúli og tveir framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla ákærðir fyrir að rýra efnahag EK1923 með því að taka peninga úr félaginu í aðdraganda gjaldþrots.

Um var að ræða tvær millifærslur og framsal á kröfu á fyrri hluta ársins 2016 en félagið var úrskurðað gjaldþrota í september 2016. Námu millifærslurnar tugum milljóna króna.

Sveinn Andri Sveinsson var skiptastjóri EK1923 og hefur hann höfðað fjölda riftunarmála gegn félögum Skúla auk þess að vísa málum til héraðssaksóknara. Þá hafa þeir Skúli tekist á um málið í fjölmiðlum.


Tengdar fréttir

Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi

Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.