Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. ágúst 2024 20:32 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. Lágvöruverðsverslunin Prís opnaði á laugardaginn, og boðaði harða samkeppni við lágvöruverðsverslanir á borð við Krónuna og Bónus. Á þriðjudag greindi verðlagseftirlit ASÍ svo frá því að verð á matvöru hefði lækkað í mánuðinum, í fyrsta sinn frá undirritun kjarasamninga í mars, og að sú þróun hafi verið vel á veg komin fyrir opnun Prís, sem væri þó með lægra vöruverð en hinar tvær verslanirnar í 96 prósent tilfella. Formaður Neytendasamtakanna tekur aukinni samkeppni fagnandi. „Og það er alveg ljóst að miðað við viðtökurnar hefur þeim tekist að lækka vöruverð ansi mikið, og fólk virðist flykkjast í búðina til að fá matvöru á lægra vöruverði,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fái upplýsingar frá verðlagseftirliti ASÍ, sem sjái aðrar verslanir fylgja eftir komu Prís með því að lækka verð hjá sér. „Sem er gott, og öllum neytendum til hagsbóta. Því hinar verslanirnar hafa nú lofað því að vera með sama verð um allt land. Innkoma Prís hefur ekki bara áhrif á höfuðborgarsvæðið, heldur ætti að hafa áhrif á verðlækkun um allt land.“ Gott svigrúm virðist hafa verið til verðlækkana. „En hvatinn kom ekki fyrr en Prís kom á markað, og það er eitthvað sem við hljótum að fagna.“ Útlit sé fyrir að á samkeppninni slakni með tímanum. „Það lítur þannig út að verslanirnar sem hafa verið fyrir á markaði, hafi haft með sér nokkurs konar þögult samkomulag um að hafa þetta eins og þetta er. Þess vegna er svo gott að það komi einhver nýr inn á markaðinn af miklu afli, til þess að lækka vöruverðið,“ segir Breki. Verslun Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Lágvöruverðsverslunin Prís opnaði á laugardaginn, og boðaði harða samkeppni við lágvöruverðsverslanir á borð við Krónuna og Bónus. Á þriðjudag greindi verðlagseftirlit ASÍ svo frá því að verð á matvöru hefði lækkað í mánuðinum, í fyrsta sinn frá undirritun kjarasamninga í mars, og að sú þróun hafi verið vel á veg komin fyrir opnun Prís, sem væri þó með lægra vöruverð en hinar tvær verslanirnar í 96 prósent tilfella. Formaður Neytendasamtakanna tekur aukinni samkeppni fagnandi. „Og það er alveg ljóst að miðað við viðtökurnar hefur þeim tekist að lækka vöruverð ansi mikið, og fólk virðist flykkjast í búðina til að fá matvöru á lægra vöruverði,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fái upplýsingar frá verðlagseftirliti ASÍ, sem sjái aðrar verslanir fylgja eftir komu Prís með því að lækka verð hjá sér. „Sem er gott, og öllum neytendum til hagsbóta. Því hinar verslanirnar hafa nú lofað því að vera með sama verð um allt land. Innkoma Prís hefur ekki bara áhrif á höfuðborgarsvæðið, heldur ætti að hafa áhrif á verðlækkun um allt land.“ Gott svigrúm virðist hafa verið til verðlækkana. „En hvatinn kom ekki fyrr en Prís kom á markað, og það er eitthvað sem við hljótum að fagna.“ Útlit sé fyrir að á samkeppninni slakni með tímanum. „Það lítur þannig út að verslanirnar sem hafa verið fyrir á markaði, hafi haft með sér nokkurs konar þögult samkomulag um að hafa þetta eins og þetta er. Þess vegna er svo gott að það komi einhver nýr inn á markaðinn af miklu afli, til þess að lækka vöruverðið,“ segir Breki.
Verslun Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28
Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf