Þróun á húsnæðismarkaði ólíkleg til að breytast Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. ágúst 2024 12:50 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Einar Vísbendingar eru um að tekið sé að draga sundur milli leigjenda á almennum markaði og þeirra sem leigja hjá óhagnaðardrifnum félögum. Samkvæmt nýrri skýrslu er ekki útlit fyrir að draga fari úr eftirspurnarspennu á húsnæðismarkaði í bráð. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá því að töluverð eftirspurnarspenna sé á húsnæðismarkaði. Fasteigna- og leiguverð hafi hækkað umfram verðbólgu, og markaðsleiga hafi ekki hækkað jafnmikið umfram verðbólgu í sjö ár. „Og við sjáum ekki vísbendingar um að þróunin muni snúast við neitt á næstunni,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS. Hóparnir fjarlægjast hvor annan Í skýrslunni kemur fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur, og miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð. Þegar leiguvísitala er mæld er aðeins litið til markaðsleigunnar. Þar er átt við leigusamninga um leiguíbúðir í eigu einstaklinga eða hagnaðardrifinna félaga. „En stór hluti af leigumarkaðnum er í leiguíbúðum sem eru reknar á félagslegum forsendum. Þarna erum við að tala um félagslegar leiguíbúðir og námsmannaíbúðir. Leiguverðið á þeim íbúðum fylgir öðrum lögmálum, og helst ekki oft í hendur við markaðsleigu.“ Á höfuðborgarsvæðinu sé um helmingur leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum. Svo stór hlutdeild valdi miklum mun á markaðsleigu og meðaltali leigugreiðslna. Því sé að draga í sundur milli kerfanna tveggja, þar sem fermetraverð félagslega reknu íbúðanna sé oft töluvert lægra. Þar skipti hækkandi húsnæðiskostnaður miklu um það hvernig leigusalar verðleggja eignir sínar, meðan óhagnaðardrifnu félögin fjármagni sig mögulega með hagkvæmari hætti og kostnaður þeirra hækki síður. „Það held ég að sé það sem veldur því að þessir tveir hópar eru að færast hvor frá öðrum,“ segir Jónas Atli. Húsnæðismál Kjaramál Leigumarkaður Tengdar fréttir Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá því að töluverð eftirspurnarspenna sé á húsnæðismarkaði. Fasteigna- og leiguverð hafi hækkað umfram verðbólgu, og markaðsleiga hafi ekki hækkað jafnmikið umfram verðbólgu í sjö ár. „Og við sjáum ekki vísbendingar um að þróunin muni snúast við neitt á næstunni,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS. Hóparnir fjarlægjast hvor annan Í skýrslunni kemur fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur, og miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð. Þegar leiguvísitala er mæld er aðeins litið til markaðsleigunnar. Þar er átt við leigusamninga um leiguíbúðir í eigu einstaklinga eða hagnaðardrifinna félaga. „En stór hluti af leigumarkaðnum er í leiguíbúðum sem eru reknar á félagslegum forsendum. Þarna erum við að tala um félagslegar leiguíbúðir og námsmannaíbúðir. Leiguverðið á þeim íbúðum fylgir öðrum lögmálum, og helst ekki oft í hendur við markaðsleigu.“ Á höfuðborgarsvæðinu sé um helmingur leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum. Svo stór hlutdeild valdi miklum mun á markaðsleigu og meðaltali leigugreiðslna. Því sé að draga í sundur milli kerfanna tveggja, þar sem fermetraverð félagslega reknu íbúðanna sé oft töluvert lægra. Þar skipti hækkandi húsnæðiskostnaður miklu um það hvernig leigusalar verðleggja eignir sínar, meðan óhagnaðardrifnu félögin fjármagni sig mögulega með hagkvæmari hætti og kostnaður þeirra hækki síður. „Það held ég að sé það sem veldur því að þessir tveir hópar eru að færast hvor frá öðrum,“ segir Jónas Atli.
Húsnæðismál Kjaramál Leigumarkaður Tengdar fréttir Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41