Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. ágúst 2024 07:41 Ójafnvægi hefur aukist á milli framboðs og eftirspurnar á leigumarkaði. vísir/vilhelm Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurnin hefur aukist töluvert en til samanburðar var einn í virkri leit fyrir hvern nýjan leigusamning í byrjun þessa árs. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur. Miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stór hluti leiguíbúða séu í eigu óhagnaðardrifinna leigufélaga. Á meðan markaðsleiga hafi hækkað hratt á undanförnum misserum hafi meðalleigufjárhæð lækkað á föstu verðlagi á höfuðborgarsvæðinu. Hafa ber hugfast í því efni að leiguvísitalan byggir á leigusamningum um hefðbundnar íbúðir sem eru í eigu einstaklinga og fyrirtækja sem rekin eru í hagnaðarskyni. Á höfuðborgarsvæðinu er rétt tæpur helmingur (47%) leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana „Meðalleigufjárhæð á höfuðborgarsvæðinu í júlí var 233 þúsund krónur og hefur hún lækkað úr 238 þúsund krónum á einu ári samkvæmt gögnum úr Leiguskrá. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var meðalleigan 228 þúsund krónur í júlí en var 225 þúsund krónur í júlí á síðasta ári.“ 19 prósent selst á yfirverði Í skýrslunni kemur fram að fasteignamarkaðurinn hafi verið líflegur á nýliðnum ársfjórðungi. Að teknu tilliti til uppkaupa Fasteignafélagsins Þórkötlu hafi kaupsamningar ekki verið fleiri á öðrum ársfjórðungi að undanskildum árunum 2007 og 2021. „Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 19 prósent eigna yfir ásettu verði í júní en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent. Íbúðaverð heldur einnig áfram að hækka umfram verðlag, en í júlí síðastliðnum hækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,8 prósent á milli mánaða.“ Fram kemur að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á fyrri hluta ársins, en hlutdeild þeirra í sögulegu samhengi sé enn lág. „Áhrif hárra vaxta gætir hér en fjölgun íbúða í eigu einstaklinga sem eiga eina íbúð hefur dregist hratt saman á síðustu árum á sama tíma og viðbótaríbúðir hafi auknum mæli runnið til stærri íbúðaeigenda.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurnin hefur aukist töluvert en til samanburðar var einn í virkri leit fyrir hvern nýjan leigusamning í byrjun þessa árs. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur. Miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stór hluti leiguíbúða séu í eigu óhagnaðardrifinna leigufélaga. Á meðan markaðsleiga hafi hækkað hratt á undanförnum misserum hafi meðalleigufjárhæð lækkað á föstu verðlagi á höfuðborgarsvæðinu. Hafa ber hugfast í því efni að leiguvísitalan byggir á leigusamningum um hefðbundnar íbúðir sem eru í eigu einstaklinga og fyrirtækja sem rekin eru í hagnaðarskyni. Á höfuðborgarsvæðinu er rétt tæpur helmingur (47%) leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana „Meðalleigufjárhæð á höfuðborgarsvæðinu í júlí var 233 þúsund krónur og hefur hún lækkað úr 238 þúsund krónum á einu ári samkvæmt gögnum úr Leiguskrá. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var meðalleigan 228 þúsund krónur í júlí en var 225 þúsund krónur í júlí á síðasta ári.“ 19 prósent selst á yfirverði Í skýrslunni kemur fram að fasteignamarkaðurinn hafi verið líflegur á nýliðnum ársfjórðungi. Að teknu tilliti til uppkaupa Fasteignafélagsins Þórkötlu hafi kaupsamningar ekki verið fleiri á öðrum ársfjórðungi að undanskildum árunum 2007 og 2021. „Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 19 prósent eigna yfir ásettu verði í júní en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent. Íbúðaverð heldur einnig áfram að hækka umfram verðlag, en í júlí síðastliðnum hækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,8 prósent á milli mánaða.“ Fram kemur að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á fyrri hluta ársins, en hlutdeild þeirra í sögulegu samhengi sé enn lág. „Áhrif hárra vaxta gætir hér en fjölgun íbúða í eigu einstaklinga sem eiga eina íbúð hefur dregist hratt saman á síðustu árum á sama tíma og viðbótaríbúðir hafi auknum mæli runnið til stærri íbúðaeigenda.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira