Tölum endilega íslensku, takk Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 24. júlí 2024 12:01 Um þessar mundir eiga sér íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða stað á Ísafirði. Námskeið í íslensku sem annað mál eins og gefur að skilja. Árlegur viðburður. Íbúar Ísafjarðar ættu orðið að þekkja það íslenskuþyrsta fólk sem námskeiðin sækir. Fólk sem oft og tíðum auðnast að læra ansi skaplega íslensku á mjög skömmum tíma og leiðir okkur fyrir sjónir að það er ALLS ENGINN ógjörningur að læra málið ef maður fær tækifæri til þess og leggur sig fram. Það tekur samt vissulega tíma og kostar nokkra fyrirhöfn að læra tungumál. Öll tungumál. Það er ekki hrist fram úr erminni. Er ágætt að því sé haldið til haga. Raunar er eitt námskeið, byrjendanámskeið, þegar um garð gengið. Gekk það með ágætum. Sérstaklega voru nemendurnir, sem komu víðsvegar að, búsettir erlendis sem og á Íslandi, ánægðir með þá staðreynd að hægt var að ganga að íslensku vísri. Meira og minna. Það er nefnilega deginum ljósara að ef ekki gefst tækifæri til að nota það sem maður lærir í kennslustund er til lítils að læra nokkuð hvað tungumál áhrærir. Ísafjörður er nefnilega íslenskuvænn staður. Allavega í samanburði við margan staðinn. Illu heilli geta nefnilega margir þeir sem læra íslensku sem annað mál, hvort sem þeir búa erlendis eða hérlendis, ekki alltaf gengið að tækifærum til að brúka málið sem vísum. Mismikið er og lagt upp úr því að íslenska sé samskiptamálið enda þarf ákveðna færni (færni sem vissulega má æfa) til að notast við málið undir sem flestum kringumstæðum ef markmiðið er að gera sig skiljanlegan og að stuðla að notkun málsins hjá þeim sem það læra. Oft þarf að leggja sig í líma við að nota málið með öllum tiltækum ráðum (taka ekki auðveldu leiðina, ensku). Þetta er óendanlega mikilvægt þegar kemur að máltileinkun fólks og skapar hvata og setur pressu á fólk að nota málið. Já, það er í lagi að setja pressu, það er í lagi að gera kröfu um íslenskunotkun svo framarlega sem það sé ekki gert með fasistakveðju á lofti heldur brosið að vopni og með það að markmiði að hjálpa fólki að ná tökum á málinu. Athugum einnig að þetta á ekki síst við þjónustustörf. Það er mjög mikilvægt að þar sé íslenska notuð. Það er ekki endilega mikilvægt fyrir þá sem hafa íslensku að móðurmáli, þótt auðvitað sé það raunalegt þegar íslenska er ekki í boði á veitingahúsum, kaffihúsum eða bakaríum o.s.frv. Móðurmálshafar geta líkast til bjargað sér í þeim efnum. Það er verra fyrir þá sem læra málið því oft og tíðum eru þessir staðir eina tækifæri fólks til að æfa sig í daglegri notkun málsins. Og þegar það tækifæri er ekki til staðar er illt í efni og fer þá lítið fyrir daglegum hvata og málörvun. Tungumál á að lærast í samfélaginu, tólin fá fólk í kennslustund, en æfingin þarf að fara fram úti við. En hvað um það. Í þessum skrifuðu orðum eru tvö námskeið í gangi, byrjendanámskeið og námskeið fyrir lengra komna. Í næstu viku hefjast tvö námskeið fyrir lengra komna. 12. ágúst byrjar svo byrjendanámskeið sem varir í viku. Mikið í gangi, fullt af íslenskuþyrstu fólki. Og við hjá Háskólasetri Vestfjarða viljum endilega hvetja ykkur öll til að taka vel á móti því fólki sem hingað er komið til að tileinka sér íslensku. Það gerum við best með því að tala við það íslensku og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera það skilmerkilega. Ætti það auðvitað barasta að gilda alment séð og hvar sem er á Íslandi. Kannski er svo málið ekki alltaf hvað sé sagt, heldur hvernig. Höfundur er verkefnastjóri íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða og Gefum íslensku séns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ísafjarðarbær Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eiga sér íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða stað á Ísafirði. Námskeið í íslensku sem annað mál eins og gefur að skilja. Árlegur viðburður. Íbúar Ísafjarðar ættu orðið að þekkja það íslenskuþyrsta fólk sem námskeiðin sækir. Fólk sem oft og tíðum auðnast að læra ansi skaplega íslensku á mjög skömmum tíma og leiðir okkur fyrir sjónir að það er ALLS ENGINN ógjörningur að læra málið ef maður fær tækifæri til þess og leggur sig fram. Það tekur samt vissulega tíma og kostar nokkra fyrirhöfn að læra tungumál. Öll tungumál. Það er ekki hrist fram úr erminni. Er ágætt að því sé haldið til haga. Raunar er eitt námskeið, byrjendanámskeið, þegar um garð gengið. Gekk það með ágætum. Sérstaklega voru nemendurnir, sem komu víðsvegar að, búsettir erlendis sem og á Íslandi, ánægðir með þá staðreynd að hægt var að ganga að íslensku vísri. Meira og minna. Það er nefnilega deginum ljósara að ef ekki gefst tækifæri til að nota það sem maður lærir í kennslustund er til lítils að læra nokkuð hvað tungumál áhrærir. Ísafjörður er nefnilega íslenskuvænn staður. Allavega í samanburði við margan staðinn. Illu heilli geta nefnilega margir þeir sem læra íslensku sem annað mál, hvort sem þeir búa erlendis eða hérlendis, ekki alltaf gengið að tækifærum til að brúka málið sem vísum. Mismikið er og lagt upp úr því að íslenska sé samskiptamálið enda þarf ákveðna færni (færni sem vissulega má æfa) til að notast við málið undir sem flestum kringumstæðum ef markmiðið er að gera sig skiljanlegan og að stuðla að notkun málsins hjá þeim sem það læra. Oft þarf að leggja sig í líma við að nota málið með öllum tiltækum ráðum (taka ekki auðveldu leiðina, ensku). Þetta er óendanlega mikilvægt þegar kemur að máltileinkun fólks og skapar hvata og setur pressu á fólk að nota málið. Já, það er í lagi að setja pressu, það er í lagi að gera kröfu um íslenskunotkun svo framarlega sem það sé ekki gert með fasistakveðju á lofti heldur brosið að vopni og með það að markmiði að hjálpa fólki að ná tökum á málinu. Athugum einnig að þetta á ekki síst við þjónustustörf. Það er mjög mikilvægt að þar sé íslenska notuð. Það er ekki endilega mikilvægt fyrir þá sem hafa íslensku að móðurmáli, þótt auðvitað sé það raunalegt þegar íslenska er ekki í boði á veitingahúsum, kaffihúsum eða bakaríum o.s.frv. Móðurmálshafar geta líkast til bjargað sér í þeim efnum. Það er verra fyrir þá sem læra málið því oft og tíðum eru þessir staðir eina tækifæri fólks til að æfa sig í daglegri notkun málsins. Og þegar það tækifæri er ekki til staðar er illt í efni og fer þá lítið fyrir daglegum hvata og málörvun. Tungumál á að lærast í samfélaginu, tólin fá fólk í kennslustund, en æfingin þarf að fara fram úti við. En hvað um það. Í þessum skrifuðu orðum eru tvö námskeið í gangi, byrjendanámskeið og námskeið fyrir lengra komna. Í næstu viku hefjast tvö námskeið fyrir lengra komna. 12. ágúst byrjar svo byrjendanámskeið sem varir í viku. Mikið í gangi, fullt af íslenskuþyrstu fólki. Og við hjá Háskólasetri Vestfjarða viljum endilega hvetja ykkur öll til að taka vel á móti því fólki sem hingað er komið til að tileinka sér íslensku. Það gerum við best með því að tala við það íslensku og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera það skilmerkilega. Ætti það auðvitað barasta að gilda alment séð og hvar sem er á Íslandi. Kannski er svo málið ekki alltaf hvað sé sagt, heldur hvernig. Höfundur er verkefnastjóri íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða og Gefum íslensku séns
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar