Staðan ekki jafnsvört og sumir vilji meina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2024 14:56 Icelandair flugvéla að lenda í Keflavík Vísir/Vilhelm Greinandi segir horfur hjá Icelandair ekki endilega jafnslæmar og umræðan virðist benda til. Félagið hafi flutt fleiri farþega á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Framtíðarhorfur ráðist einfaldlega af fjölda ferðamanna hingað til lands. Hlutabréfaverð Icelandair stendur nú í 0,87 krónum á hlut, var í 1,33 krónum í upphafi árs og stóð í tæpum níu krónum áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Greinandi segir fáar jákvæðar fréttir hafa borist af félaginu eða ferðaþjónustunni síðustu misserin. „En þær tölur sem fylgja félaginu eru kannski ekki alveg jafnsvartar og horft er til,“ segir Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum. Félagið hafi flutt fleiri farþega á árinu en á sama tíma á síðasta ári, en þó færri en væntingar hafi staðið til. „Helsti munurinn er sá að farþegaflutningar hafa verið meira í tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu.“ Slíkir farþegar greiði oft lægri gjöld á hvern floginn kílómetra. Innri og ytri þættir skipti máli Icelandair birti farþegatölur sínar fyrir júnímánuð í vikunni, en farþegum fækkaði um eitt prósent miðað við júní í fyrra. Þar af voru 31 prósent á leið til Íslands, 15 prósent frá Íslandi, 49 prósent voru tengifarþegar og 4 prósent ferðuðust innanlands. Eftirtektarverð breyting hefur orðið í skiptingu á milli markaða en tengifarþegum fjölgaði um 15 prósent í júní á meðan farþegum til landsins hefur fækkað. Fyrir framtíðina segir Sigurður mikilvægast að fá fleiri ferðamenn til landsins. Þar skipti margir þættir máli. „Bæði utanaðkomandi og markaðsstarf hjá félaginu, sem ég held að sé mjög gott miðað við hvernig þeir eru búnir að snúa farþegum í tengiflugin eftir að þeir hættu að koma til Íslands,“ segir Sigurður Óli. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Hlutabréfaverð Icelandair stendur nú í 0,87 krónum á hlut, var í 1,33 krónum í upphafi árs og stóð í tæpum níu krónum áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Greinandi segir fáar jákvæðar fréttir hafa borist af félaginu eða ferðaþjónustunni síðustu misserin. „En þær tölur sem fylgja félaginu eru kannski ekki alveg jafnsvartar og horft er til,“ segir Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum. Félagið hafi flutt fleiri farþega á árinu en á sama tíma á síðasta ári, en þó færri en væntingar hafi staðið til. „Helsti munurinn er sá að farþegaflutningar hafa verið meira í tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu.“ Slíkir farþegar greiði oft lægri gjöld á hvern floginn kílómetra. Innri og ytri þættir skipti máli Icelandair birti farþegatölur sínar fyrir júnímánuð í vikunni, en farþegum fækkaði um eitt prósent miðað við júní í fyrra. Þar af voru 31 prósent á leið til Íslands, 15 prósent frá Íslandi, 49 prósent voru tengifarþegar og 4 prósent ferðuðust innanlands. Eftirtektarverð breyting hefur orðið í skiptingu á milli markaða en tengifarþegum fjölgaði um 15 prósent í júní á meðan farþegum til landsins hefur fækkað. Fyrir framtíðina segir Sigurður mikilvægast að fá fleiri ferðamenn til landsins. Þar skipti margir þættir máli. „Bæði utanaðkomandi og markaðsstarf hjá félaginu, sem ég held að sé mjög gott miðað við hvernig þeir eru búnir að snúa farþegum í tengiflugin eftir að þeir hættu að koma til Íslands,“ segir Sigurður Óli.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira