Búið að afvopna neytendur Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2024 20:22 Hanna Katrín Friðriksson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Ívar Fannar Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. Í mars voru ný umdeild búvörulög samþykkt á þingi. Breytingartillagan var lögð fram af þáverandi matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, og gaf bændum undanþágu frá samkeppnislögum. Tillagan var send til atvinnuveganefndar þar sem Þórarinn Ingi Pétursson fer með formennsku. Þar sat einnig Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem nú er matvælaráðherra. Frumvarpið var gjörbreytt þegar það kom úr nefndinni og leyfði kjötafurðarstöðvum að sameinast án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Það var gagnrýnt af fjölmörgum. Nú, fjórum mánuðum eftir samþykkt nýtti fyrsta fyrirtækið sér nýju lögin. Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska. 43 prósent þess er í eigu Búsældar en Þórarinn Ingi á þar 0,6 prósenta hlut ásamt konu sinni. Þórarinn segir eignarhald sitt alltaf hafa legið fyrir. „Ég get ekki séð það með nokkru einasta móti hvernig í ósköpunum það á að vera tortryggilegt. Vissulega er ég bóndi og þekki ágætlega til en allt annað, ég vísa þeirri umræðu til föðurhúsanna,“ segir Þórarinn. Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm Hjónin eiga eftir að ákveða hvort þau selji eignarhlut sinn til KS. Eign hans hafi ekki haft áhrif á störfin. „Mér er ekki kunnugt um að þessar umræður hafi verið komnar af stað þegar við vorum að vinna frumvarpið,“ segir Þórarinn. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í atvinnuveganefnd, segir ámælisvert að félögin renni saman án skoðunar samkeppnisyfirvalda. „Það er búið að taka vopnið, ég myndi ekki segja vopnið frá Samkeppniseftirlitinu heldur það er búið að taka vopnið frá neytendum og raunverulega frá bændum því það er engin greiningarvinna á bak við þetta, hvort þetta muni verða þeim til hagsbóta,“ segir Hanna. Hún vonast til að lögin verði endurskoðuð. „Ef við ætlum að fara að kippa ákvæðum samkeppnislaga, þessu gríðarlega sterka tóli sem við eigum fyrir almenning, úr sambandi fyrir eitthvað sem er ekki endilega ágætt. Þá erum við á rangri leið,“ segir Hanna Katrín. Skagafjörður Matvælaframleiðsla Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Í mars voru ný umdeild búvörulög samþykkt á þingi. Breytingartillagan var lögð fram af þáverandi matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, og gaf bændum undanþágu frá samkeppnislögum. Tillagan var send til atvinnuveganefndar þar sem Þórarinn Ingi Pétursson fer með formennsku. Þar sat einnig Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem nú er matvælaráðherra. Frumvarpið var gjörbreytt þegar það kom úr nefndinni og leyfði kjötafurðarstöðvum að sameinast án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Það var gagnrýnt af fjölmörgum. Nú, fjórum mánuðum eftir samþykkt nýtti fyrsta fyrirtækið sér nýju lögin. Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska. 43 prósent þess er í eigu Búsældar en Þórarinn Ingi á þar 0,6 prósenta hlut ásamt konu sinni. Þórarinn segir eignarhald sitt alltaf hafa legið fyrir. „Ég get ekki séð það með nokkru einasta móti hvernig í ósköpunum það á að vera tortryggilegt. Vissulega er ég bóndi og þekki ágætlega til en allt annað, ég vísa þeirri umræðu til föðurhúsanna,“ segir Þórarinn. Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm Hjónin eiga eftir að ákveða hvort þau selji eignarhlut sinn til KS. Eign hans hafi ekki haft áhrif á störfin. „Mér er ekki kunnugt um að þessar umræður hafi verið komnar af stað þegar við vorum að vinna frumvarpið,“ segir Þórarinn. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í atvinnuveganefnd, segir ámælisvert að félögin renni saman án skoðunar samkeppnisyfirvalda. „Það er búið að taka vopnið, ég myndi ekki segja vopnið frá Samkeppniseftirlitinu heldur það er búið að taka vopnið frá neytendum og raunverulega frá bændum því það er engin greiningarvinna á bak við þetta, hvort þetta muni verða þeim til hagsbóta,“ segir Hanna. Hún vonast til að lögin verði endurskoðuð. „Ef við ætlum að fara að kippa ákvæðum samkeppnislaga, þessu gríðarlega sterka tóli sem við eigum fyrir almenning, úr sambandi fyrir eitthvað sem er ekki endilega ágætt. Þá erum við á rangri leið,“ segir Hanna Katrín.
Skagafjörður Matvælaframleiðsla Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent