Hvað geta íslenskir stjórnmálamenn lært af nýlegum breskum þingkosningum? Jun Þór Morikawa skrifar 8. júlí 2024 08:01 Við höfum nýlega orðið vitni að sögulegum stórsigri Verkamannaflokksins í bresku þingkosningunum. Íhaldsflokkurinn hefur beðið mikinn ósigur. Íslenskar alþingiskosningar verða á næsta ári, árið 2025. Þeir þingmenn sem stefna að því að tryggja sér sæti í þingkosningunum á næsta ári geta dregið lærdóm af því sem nú gerðist í Bretlandi nýverið. Helsta orsökin sem ég tel fyrir stórkostlegum ósigri Íhaldsflokksins er sú að kjósendur brugðust reiðir við hinni sjálfsánægðu ríkisstjórn sem hætti að hlusta á fólk. Íhaldsflokkurinn hefur stjórnað landinu síðan 2010 og hefur haldið áfram að sigra í þremur þingkosningum í röð 2015, 2017 og 2019, á meðan Brexit var stór hluti af stjórnmálastefnu þeirra. En að mínu mati, þegar fólk verður vant því að hafa vald, mun það byrja að missa eðlilega tilfinningu fyrir því hvernig venjulegt fólk lifir og hvað því er að mestu umhugað hversdagslega. “Partygate" var dæmigert dæmi og fylgt eftir með misbresti á fjárhagsáætlun svokallaða "Mini-Budget" ríkisstjórnar Liz Truss. "Partygate" er pólitískt hneyksli um veislur sem voru haldnar af starfsmönnum Íhaldsflokksins, þar á meðal Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra. Veislurnar fóru fram í COVID-19 heimsfaraldrinum 2020 og 2021, þegar strangar lýðheilsutakmarkanir voru. Þessar veislur áttu sér stað í Downingstræti 10 og öðrum ríkisbyggingum. Covid reglur voru brotnar í hjarta ríkisstjórnarinnar sem neyddi þjóðina til að fara að þeim. "Mini-Budget" fjárhagsáætlun Liz Truss var hönnuð til að efla hagvöxt með stórfelldum skattalækkunum, sem yrði greitt fyrir með því að hækka ríkisskuldir Bretlands sem leiddi til hruns á markaði. Milljónir manna glíma nú enn við hærri afborganir húsnæðislána eftir hörmulega stefnu Truss. Að mínu mati er íhaldsstjórnin farin að taka pólitísk völd, sem kjósendur gáfu, sem sjálfsögðum hlut og orðin algjörlega andvaralaus. Íhaldsflokkurinn hefur hagað sér eins og elíta sem varð áhugalaus um þjáningar venjulegs fólks, þ.e. hækkandi framfærslukostnað, há verðbólga, löng bið í heilbrigðiskerfinu o.s.frv. Þrátt fyrir að enginn beinn samanburður sé á milli breskra stjórnmála og íslenskra stjórnmála, þá er eitthvað sem íslenskir þingmenn geta lært af kosningunum í Bretlandi að þessu sinni. Í nýlegu viðtali var Bjarni Ben spurður út í sögulegt lágt fylgi við sinn eigin flokk. Hann sagði "Ég þekki ekki neinar skýringar á þessari tilteknu könnun, þær geta verið misjafnar og maður þarf líka að horfa á skekkjumörkin. En við erum auðvitað ekkert ánægð með svona mælingar og þurfum að fara að huga að því hvernig við getum lyft okkur aftur upp fyrir kosningar.“ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-27-ekki-anaegdur-en-ekki-ad-ihuga-stodu-sina-416614 Ég held að svarið hans hafi verið sjálfskýrandi, vanmetandi eða verið áhugalaust um áhyggjur venjulegs fólks ef kosningar væru ekki í nánd. Að mínu mati er það líka eðlileg tilhneiging að kenna sitjandi stjórnvöldum um vegna þess að kjósendur eru ekki eins vel settir og þeir vilja vera, vegna verðbólgu, hækkandi framfærslukostnaðar, málefna innflytjenda o.s.frv. Sennilega ef ríkur og voldugur, áhrifamikill stjórnmálamaðurinn eins og hann les þessa grein, myndi hann vísa henni á bug sem ómerkilegri skoðun sem var skrifuð af manneskju sem bara kvartar. En það gæti einmitt verið ástæðan fyrir því að flokkur hans myndi tapa kosningunum eins og Íhaldsflokkurinn tapaði að þessu sinni. Þetta gæti líka verið tækifæri fyrir stjórnmálamann eins og Kristrúnu Frostadóttur, en flokkur hennar nýtur leiðandi fylgis í dag meðal kjósenda. Ég sá að hún var að fagna kosningasigri Keir Starmer https://www.visir.is/g/20242593417d/kristrun-fagnadi-med-starmer-mikill-innblastur-fyrir-okkur- Ef hún vill færa flokk sinn úr stjórnarandstöðu í stjórnarflokk í næstu kosningum eins og Keir Starmer gerði, ætti hún að kalla fólk til starfa, safna fylgi og styrkja það með því að tala við venjulegt fólk og hlusta á raunir þess og fá heildarmynd af því hvað mikill meirihluti fólks hefur í huga og svara því hvernig hún myndi koma á breytingum frá miðjunni á meðan efri elítu stjórnarflokkurinn hefur tilhneigingu til að vanmeta rödd venjulegs fólks. Höfundur er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og er nú skráður meistaranemi í MT Kennaranámi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Við höfum nýlega orðið vitni að sögulegum stórsigri Verkamannaflokksins í bresku þingkosningunum. Íhaldsflokkurinn hefur beðið mikinn ósigur. Íslenskar alþingiskosningar verða á næsta ári, árið 2025. Þeir þingmenn sem stefna að því að tryggja sér sæti í þingkosningunum á næsta ári geta dregið lærdóm af því sem nú gerðist í Bretlandi nýverið. Helsta orsökin sem ég tel fyrir stórkostlegum ósigri Íhaldsflokksins er sú að kjósendur brugðust reiðir við hinni sjálfsánægðu ríkisstjórn sem hætti að hlusta á fólk. Íhaldsflokkurinn hefur stjórnað landinu síðan 2010 og hefur haldið áfram að sigra í þremur þingkosningum í röð 2015, 2017 og 2019, á meðan Brexit var stór hluti af stjórnmálastefnu þeirra. En að mínu mati, þegar fólk verður vant því að hafa vald, mun það byrja að missa eðlilega tilfinningu fyrir því hvernig venjulegt fólk lifir og hvað því er að mestu umhugað hversdagslega. “Partygate" var dæmigert dæmi og fylgt eftir með misbresti á fjárhagsáætlun svokallaða "Mini-Budget" ríkisstjórnar Liz Truss. "Partygate" er pólitískt hneyksli um veislur sem voru haldnar af starfsmönnum Íhaldsflokksins, þar á meðal Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra. Veislurnar fóru fram í COVID-19 heimsfaraldrinum 2020 og 2021, þegar strangar lýðheilsutakmarkanir voru. Þessar veislur áttu sér stað í Downingstræti 10 og öðrum ríkisbyggingum. Covid reglur voru brotnar í hjarta ríkisstjórnarinnar sem neyddi þjóðina til að fara að þeim. "Mini-Budget" fjárhagsáætlun Liz Truss var hönnuð til að efla hagvöxt með stórfelldum skattalækkunum, sem yrði greitt fyrir með því að hækka ríkisskuldir Bretlands sem leiddi til hruns á markaði. Milljónir manna glíma nú enn við hærri afborganir húsnæðislána eftir hörmulega stefnu Truss. Að mínu mati er íhaldsstjórnin farin að taka pólitísk völd, sem kjósendur gáfu, sem sjálfsögðum hlut og orðin algjörlega andvaralaus. Íhaldsflokkurinn hefur hagað sér eins og elíta sem varð áhugalaus um þjáningar venjulegs fólks, þ.e. hækkandi framfærslukostnað, há verðbólga, löng bið í heilbrigðiskerfinu o.s.frv. Þrátt fyrir að enginn beinn samanburður sé á milli breskra stjórnmála og íslenskra stjórnmála, þá er eitthvað sem íslenskir þingmenn geta lært af kosningunum í Bretlandi að þessu sinni. Í nýlegu viðtali var Bjarni Ben spurður út í sögulegt lágt fylgi við sinn eigin flokk. Hann sagði "Ég þekki ekki neinar skýringar á þessari tilteknu könnun, þær geta verið misjafnar og maður þarf líka að horfa á skekkjumörkin. En við erum auðvitað ekkert ánægð með svona mælingar og þurfum að fara að huga að því hvernig við getum lyft okkur aftur upp fyrir kosningar.“ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-27-ekki-anaegdur-en-ekki-ad-ihuga-stodu-sina-416614 Ég held að svarið hans hafi verið sjálfskýrandi, vanmetandi eða verið áhugalaust um áhyggjur venjulegs fólks ef kosningar væru ekki í nánd. Að mínu mati er það líka eðlileg tilhneiging að kenna sitjandi stjórnvöldum um vegna þess að kjósendur eru ekki eins vel settir og þeir vilja vera, vegna verðbólgu, hækkandi framfærslukostnaðar, málefna innflytjenda o.s.frv. Sennilega ef ríkur og voldugur, áhrifamikill stjórnmálamaðurinn eins og hann les þessa grein, myndi hann vísa henni á bug sem ómerkilegri skoðun sem var skrifuð af manneskju sem bara kvartar. En það gæti einmitt verið ástæðan fyrir því að flokkur hans myndi tapa kosningunum eins og Íhaldsflokkurinn tapaði að þessu sinni. Þetta gæti líka verið tækifæri fyrir stjórnmálamann eins og Kristrúnu Frostadóttur, en flokkur hennar nýtur leiðandi fylgis í dag meðal kjósenda. Ég sá að hún var að fagna kosningasigri Keir Starmer https://www.visir.is/g/20242593417d/kristrun-fagnadi-med-starmer-mikill-innblastur-fyrir-okkur- Ef hún vill færa flokk sinn úr stjórnarandstöðu í stjórnarflokk í næstu kosningum eins og Keir Starmer gerði, ætti hún að kalla fólk til starfa, safna fylgi og styrkja það með því að tala við venjulegt fólk og hlusta á raunir þess og fá heildarmynd af því hvað mikill meirihluti fólks hefur í huga og svara því hvernig hún myndi koma á breytingum frá miðjunni á meðan efri elítu stjórnarflokkurinn hefur tilhneigingu til að vanmeta rödd venjulegs fólks. Höfundur er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og er nú skráður meistaranemi í MT Kennaranámi
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun