Verðskrá Lufthansa hækkar vegna nýs umhverfisgjalds Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júní 2024 16:59 Á næsta ári mun Lufthansa leggja sérstakt umhverfisgjald á alla selda flugmiða innan Evrópu. EPA/Armando babani Þýska flugsamsteypan Lufthansa, eitt stærsta flugfélag heims, hefur ákveðið að leggja sérstakt umhverfisgjald á selda flugmiða félagsins innan Evrópu. Þetta er gert til að mæta auknum kostnaði sem kemur til vegna umhverfismarkmiða Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í frétt þýska miðilsins Tagesschau. Þar segir að nýja umhverfisgjaldið verði lagt á öll flug frá og með 1. janúar 2025. Gjaldið verður lagt á öll flug á vegum Lufthansa-samsteypunnar sem fljúga frá öllum 27 löndum Evrópusambandsins, ásamt Bretlandi, Noregi og Sviss. Umhverfisgjaldið verður mishátt, eftir því hve langt flugið er. Kostnaður verður frá einni evru allt að sjötíu og tveimur evrum. Umhverfisgjaldið verður tilgreint sérstaklega í kostnaðarsundurliðun þegar verið er að bóka flugið, að undanskildum flugum frá Eurowings. Þar verður aðeins heildarverð flugmiðans til sýnis, eins og verið hefur. Eurowings er í eigu Lufthansa. Mæta kostnaði frá Evrópusambandinu Fram kemur að ætlunin með gjaldinu sé að mæta kostnaði sem kemur til meðal annars vegna reglugerða Evrópusambandsins sem lúta að umhverfismálum. Þar er um að ræða kröfur um að flugfélögin fari í auknum mæli að nota umhverfisvænna eldsneyti eins og kerosene. Fjárfestingar sem Lufthansa þurfi að ráðast í vegna þessa hljóði upp á marga millarja evra, og ekkert annað sé í stöðunni en að hækka verðin. Þá stendur einnig til að breyta viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir, en flugfélög hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun Evrópusambandsins er að fríum losunarheimildum til flugélaga fækki verulega á næstu árum. Í tilkynningu Lufthansa kemur fram að fram að þessu hafi félagið haft valmöguleika fyrir viðskiptavini að greiða aukagjald til kolefnisjöfnunar. Aðeins hafi um fjögur prósent viðskiptavinanna kosið að greiða það gjald, en það muni þó áfram standa til boða. Fréttir af flugi Evrópusambandið Skattar og tollar Þýskaland Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt þýska miðilsins Tagesschau. Þar segir að nýja umhverfisgjaldið verði lagt á öll flug frá og með 1. janúar 2025. Gjaldið verður lagt á öll flug á vegum Lufthansa-samsteypunnar sem fljúga frá öllum 27 löndum Evrópusambandsins, ásamt Bretlandi, Noregi og Sviss. Umhverfisgjaldið verður mishátt, eftir því hve langt flugið er. Kostnaður verður frá einni evru allt að sjötíu og tveimur evrum. Umhverfisgjaldið verður tilgreint sérstaklega í kostnaðarsundurliðun þegar verið er að bóka flugið, að undanskildum flugum frá Eurowings. Þar verður aðeins heildarverð flugmiðans til sýnis, eins og verið hefur. Eurowings er í eigu Lufthansa. Mæta kostnaði frá Evrópusambandinu Fram kemur að ætlunin með gjaldinu sé að mæta kostnaði sem kemur til meðal annars vegna reglugerða Evrópusambandsins sem lúta að umhverfismálum. Þar er um að ræða kröfur um að flugfélögin fari í auknum mæli að nota umhverfisvænna eldsneyti eins og kerosene. Fjárfestingar sem Lufthansa þurfi að ráðast í vegna þessa hljóði upp á marga millarja evra, og ekkert annað sé í stöðunni en að hækka verðin. Þá stendur einnig til að breyta viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir, en flugfélög hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun Evrópusambandsins er að fríum losunarheimildum til flugélaga fækki verulega á næstu árum. Í tilkynningu Lufthansa kemur fram að fram að þessu hafi félagið haft valmöguleika fyrir viðskiptavini að greiða aukagjald til kolefnisjöfnunar. Aðeins hafi um fjögur prósent viðskiptavinanna kosið að greiða það gjald, en það muni þó áfram standa til boða.
Fréttir af flugi Evrópusambandið Skattar og tollar Þýskaland Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent