Guðmundur hrærður eftir tíðindi morgunsins Aron Guðmundsson skrifar 21. júní 2024 12:48 Guðmundur Guðmundsson mun stýra liði Fredericia í Meistaradeildinni í handbolta á næsta tímabili Vísir Fredericia, danska úrvalsdeildarfélagið í handbolta, sem þjálfað er af Guðmundi Guðmundssyni, mun taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Þetta varð ljóst í morgun en í samtali við Vísi segist Guðmundur hrærður yfir fréttunum. Verður þetta í fyrsta sinn sem félagið tekur þátt á þessu stigi Evrópuhandboltans en Fredericia hefur verið að gera frábæra hluti undir stjórn Guðmundar síðastliðin tvö tímabil sem hafa skilað heim brons- og nú silfurverðlaunum dönsku úrvalsdeildarinnar. Í stuttu samtali við Vísi í morgun tjáði Guðmundur blaðamanni að hann væri hrærður yfir fréttum dagsins en fyrir nokkrum dögum var Guðmundur í ítarlegu viðtali þar sem að hann fór yfir tímann hingað til hjá Fredericia og tjáði sig þá einnig um möguleikann á því að Fredericia myndi spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Guðmundur leyfði sér allan tímann að vera bjartsýnn fyrir hönd Fredericia gagnvart því að Meistaradeildarsætið myndi skila sér. Eitthvað sem yrði stórkostlegt fyrir félagið. Eitthvað sem er orðið að raunum frá og með morgninum. „Mjög stórt skref. Ég verð að segja það,“ segir Guðmundur um Meistaradeildarsæti. „Það er mjög spennandi að taka þátt í þeirri keppni. Það er mikið álag sem fylgir því að taka þátt í svoleiðis keppni. Margir leikir sem bætast við. En það verður algjört ævintýri.“ Algjört handboltaæði hefur gripið bæjarfélagið Fredericia á nýjan leik en handboltalið bæjarins þótti á sínum tíma eitt besta lið Danmerkur og stefnir nú hraðbyri í að verða það aftur. Danski handboltinn Tengdar fréttir „Held ég sé að verða betri þjálfari með hverju árinu sem líður“ Eftir frábært tímabil og silfurverðlaun hefur Guðmundur Guðmundsson framlengt samning sinn hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia í handbolta. Ákvörðun sem var honum ekki erfið því gengið hefur afburða vel hjá liðinu undir hans stjórn. Guðmundur segist hvergi nærri hættur. 20. júní 2024 10:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Verður þetta í fyrsta sinn sem félagið tekur þátt á þessu stigi Evrópuhandboltans en Fredericia hefur verið að gera frábæra hluti undir stjórn Guðmundar síðastliðin tvö tímabil sem hafa skilað heim brons- og nú silfurverðlaunum dönsku úrvalsdeildarinnar. Í stuttu samtali við Vísi í morgun tjáði Guðmundur blaðamanni að hann væri hrærður yfir fréttum dagsins en fyrir nokkrum dögum var Guðmundur í ítarlegu viðtali þar sem að hann fór yfir tímann hingað til hjá Fredericia og tjáði sig þá einnig um möguleikann á því að Fredericia myndi spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Guðmundur leyfði sér allan tímann að vera bjartsýnn fyrir hönd Fredericia gagnvart því að Meistaradeildarsætið myndi skila sér. Eitthvað sem yrði stórkostlegt fyrir félagið. Eitthvað sem er orðið að raunum frá og með morgninum. „Mjög stórt skref. Ég verð að segja það,“ segir Guðmundur um Meistaradeildarsæti. „Það er mjög spennandi að taka þátt í þeirri keppni. Það er mikið álag sem fylgir því að taka þátt í svoleiðis keppni. Margir leikir sem bætast við. En það verður algjört ævintýri.“ Algjört handboltaæði hefur gripið bæjarfélagið Fredericia á nýjan leik en handboltalið bæjarins þótti á sínum tíma eitt besta lið Danmerkur og stefnir nú hraðbyri í að verða það aftur.
Danski handboltinn Tengdar fréttir „Held ég sé að verða betri þjálfari með hverju árinu sem líður“ Eftir frábært tímabil og silfurverðlaun hefur Guðmundur Guðmundsson framlengt samning sinn hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia í handbolta. Ákvörðun sem var honum ekki erfið því gengið hefur afburða vel hjá liðinu undir hans stjórn. Guðmundur segist hvergi nærri hættur. 20. júní 2024 10:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
„Held ég sé að verða betri þjálfari með hverju árinu sem líður“ Eftir frábært tímabil og silfurverðlaun hefur Guðmundur Guðmundsson framlengt samning sinn hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia í handbolta. Ákvörðun sem var honum ekki erfið því gengið hefur afburða vel hjá liðinu undir hans stjórn. Guðmundur segist hvergi nærri hættur. 20. júní 2024 10:30
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni