Golf

„Loksins koma já­­kvæðar fréttir frá Grinda­­vík“

Aron Guðmundsson skrifar
Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur.
Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur. Vísir/Arnar Halldórsson

Fengist hefur leyfi til þess að opna Húsa­­tófta­­völl við Grinda­­vík á nýjan leik eftir mikla ó­vissu­tíma sökum jarð­hræringa á Reykja­nes­skaga. Kylfingar eru nú byrjaðir að flykkjast á völlinn á ný. „Loksins ein­hverjar já­­kvæðar fréttir frá Grinda­­vík,“ segir fram­­kvæmda­­stjóri Golf­­klúbbs Grinda­víkur.

Þetta er ein­stakt sam­fé­lag. Sér­stak­lega vil ég nefna fólkið í golf­klúbbnum hérna. Rosa­lega gott fólk sem maður finnur til með. Þetta sem við eigum hér er þó alla­vegana ljós punktur í til­verunni fyrir þetta fólk.

Helgi Dan Steinsson

Hjá Golf­klúbbi Grinda­víkur hefur Helgi Dan Steins­son marga hatta. Hann er fram­kvæmda­stjóri klúbbsins, vallar­stjóri Húsa­tófta­vallar og sinnir um leið golf­kennslu. Hann líkt og margir gleðst yfir opnun vallarins.

Klippa: Loksins að koma jákvæðar fréttir úr Grindavík

„Til­finningin er góð. Ekki bara fyrir kylfinga úr Grinda­vík, heldur allt sam­fé­lagið. Það eru loksins að koma ein­hverjar já­kvæðar fréttir frá Grinda­vík. Það hefur verið vöntun á þeim undan­farnar vikur og mánuði,“ segir Helgi Dan í sam­tali við Vísi en sökum jarð­hræringanna á Reykja­nes­skaga hefur mikil ó­vissa um­lukið starf Golf­klúbbs Grinda­víkur og Húsa­tófta­völl.

Þessir spræku kylfingar eru reglulegir gestir á Húsatóftavelli og voru á miðjum hring þegar að fréttastofu bar að garði. Talið upp frá vinstri eru þetta þau Edvard Júlíusson einn af stofnmeðlimum Golfklúbbs Grindavíkur, Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson og Sveinn ÍsakssonVísir/Arnar Halldórsson

„Við sem sagt fengum grænt ljós á að opna völlinn á sunnu­daginn síðast­liðinn. Það kom ör­lítið aftan að okkur. Við áttum ekki alveg von á þessum fréttum á sunnu­dags­morgni en við opnuðum hins vegar völlinn sam­dægurs. Það voru um fimm­tíu kylfingar sem léku hring á vellinum þann dag í blíð­skapar­veðri.“

„Veðrið hefur verið mjög gott undan­farna daga og á eftir að verða, held ég, alveg frá­bært um komandi helgi. Við erum með langa helgi, sau­tjándi júní á mánu­daginn. Ég á bara von á því að það verði kjaft­fullur völlur hjá okkur um helgina.“

Völlurinn tekinn út oft á dag

Þau sem standa að Golf­klúbbi Grinda­víkur hafa gengið í gegnum krefjandi mánuði.

„Þetta hefur verið vinna. Eins og allir vita hefur verið erfitt á þessu svæði. Við fengum teymi frá verk­fræði­stofu til að jarð­vegsskanna völlinn. Í kjöl­farið á því fengum við leyfi til þess að opna völlinn fyrir ofan Nes­veg hjá okkur. Það er því hægt að leika þrettán holur af á­tján núna. Við ætlum að keyra á því í sumar.“

Yfirlitsmynd af þeim Hlutatóftsvallar sem er opinn. Lengra frá, fyrir neðan Nesveginn svokallaða má sjá þann hluta vallarins sem er lokaður.Vísir/Arnar Halldórsson

Þá er miklu eftir­liti sinnt með sjálfum vellinum og um­hverfi hans í ljósi jarð­hræringanna á Reykja­nes­skaga.

Hvernig geti þið tryggt það að fólk sé ekki í hættu við að koma hingað á Húsa­tófta­völl og leika golf hjá ykkur?

„Við erum með virkt eftir­lit. Ég og mitt starfs­fólk. Við skoðum völlinn dag­lega, oft á dag, og erum með mæla á tækjunum okkar sem mælir gas í loftinu. Svo erum við með virka rýmingar- og við­bragðs­á­ætlun við öllu sem að getur mögu­lega gerst. 

Fólk fær þessar reglur þegar að það skráir sig á rás­tíma hjá okkur. Þá fer það ekkert á milli mála hvað er ætlast til af þeim sem koma hingað til okkar að spila golf. Það er enginn í hættu hérna dags dag­lega. Maður veit svo sem aldrei hvað getur gerst en vonum að sem flestir sjái sér fært um að koma og heim­sækja okkur.“

Hluti vallarins lokaður

Það hefur á ýmsu gengið í gegnum tíðina á Húsa­tófta­velli. Í janúar árið 2022 gekk sjávar­grjót upp á land, líkt og hafði gerst tveimur árum áður og olli miklum skemmdum á vellinum. Þá hafa orðið smá­vægi­legar sprungu­skemmdir sökum jarð­hræringarnar á Reykjanesskaga. Núna er völlurinn hins vegar iða­grænn og fagur og staðan góð á þeim hluta vallarins sem heimilt er að spila á að sögn Helga.

„Það eru skemmdir á hluta vallarins og þeim svæðum hefur verið lokað. Það er sem sagt á þeim hluta vallarins sem er hér fyrir neðan Nes­veginn. Þar erum við með holur þrettán til sau­tján. Eins og staðan er núna er engum hleypt inn á það svæði. Við ætlum bara að gefa okkur góðan tíma í að skoða þau mál öll­sömul, fara í nauð­syn­legar lag­færingar á þeim holum og mögu­lega opna þær seinna í sumar eða jafn­vel bara á næsta ári.“

Tryggir félagsmenn

Það er önnur staða sem blasir við Golf­klúbbi Grinda­víkur nú en fyrir nokkrum árum.

„Í fyrra voru skráðir hjá okkur um 360 með­limir. Í dag eru þeir um 220 talsins. Það hafa því orðið ein­hver af­föll. Eins og staðan er núna búa sára­fáir í Grinda­vík. Okkar sterki hópur hefur hins vegar haldið tryggð við golf­klúbbinn og borgað sín fé­lags­gjöld. Ef að enginn borgaði fé­lags­gjöld þá væri engin starf­semi hér í dag. Við þökkum þessu fólki fyrir að standa þétt við bakið á golf­klúbbnum í þessu erfiða ár­ferði.

Golfklúbbur Vestmannaeyja er einn þeirra klúbba sem stendur þétt við bakið á félagsmönnum Golfklúbbs Grindavíkur og fá þeir góðar móttökur á Vestmannaeyjavelli.Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Við fórum í það að eiga sam­töl við golf­klúbba hér í næsta ná­grenni við okkur og fengum strax góð svör frá klúbbum sem vildu styðja við bakið á okkur. Golf­klúbbar á borð við þá sem eru á Suður­nesjum, í Sand­gerði sem og Golf­klúbbur Vest­manna­eyja sem hleypa öllum okkar með­limum endur­gjalds­laust á sinn völl í sumar.

Þeim golf­klúbbum færum við miklar þakkir. Svo eru aðrir golf­klúbbar sem hafa verið að bjóða okkar með­limum vallar­gjald á lægra verði. Okkar fé­lags­menn geta því spilað í okkar ná­granna­sveitar­fé­lögum fyrir sann­gjarnt verð. Ef við hefðum ekki farið í þetta þá værum við senni­lega ekki starfandi hér í dag.“

Framtíðin óljós

En hvernig horfir þú á fram­haldið ef við lítum fram yfir sumar þessa árs?

„Veistu það að ég hrein­lega veit það ekki. Við erum búin að opna völlinn núna og svo verður fram­haldið bara svo­lítið að ráðast. Vill fólk koma og spila hjá okkur? Ég veit það ekki. Vonandi. Vegna þess að völlurinn er frá­bær. Ég held að það sé ekki hægt á mörgum golf­völlum að horfa á eld­gos á meðan að maður er að spila golf. Þetta er svo­lítið ein­stakt. Við verðum bara að bíða og sjá. Tíminn leiðir þetta allt saman í ljós.“

En ef við tölum bara að­eins um þetta frá per­sónu­legu sjónar­horni þínu? Verandi að starfa hérna á vellinum núna og sjá fólk flykkjast hingað aftur að til þess að spila golf á þessum krefjandi tímum. Það hlýtur að vekja upp góðar til­finningar hjá þér?

„Já al­gjör­lega. Fyrir mig per­sónu­lega er þetta starfið mitt hérna. Þó að ég sé ekki Grind­víkingur, búi ekki í Grinda­vík, þá hef ég sterkar til­finningar til bæjar­fé­lagsins. Margir af mínum bestu vinum eru búnir að ganga í gegnum alls konar raunir núna í vetur. 

Þetta er ein­stakt sam­fé­lag. Sér­stak­lega vil ég nefna fólkið í golf­klúbbnum hérna. Rosa­lega gott fólk sem maður finnur til með. Þetta sem við eigum hér er þó alla­vegana ljós punktur í til­verunni fyrir þetta fólk,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×