Innherji

Kvik­a stendur vel að vígi sam­an­bor­ið við hina bank­an­a þeg­ar krepp­ir að

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Ármann Þorvaldsson er  forstjóri Kviku.
Ármann Þorvaldsson er  forstjóri Kviku. Aðsend

Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu.


Tengdar fréttir

Meir­­i hall­­i á ut­­­an­­­rík­­­is­v­­ið­­­skipt­­­um en vænst var en töl­­­urn­­­ar eru ó­­­á­b­­ygg­­­i­­­leg­­­ar

Vöru- og þjónustujöfnuður á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið óhagstæðari í nokkur ár. Það má einkum reka til loðnubrests, minni útflutnings á áli og umtalsverðum innflutningi á fjárfestingarvörum. „Vaxandi vöruskiptahalli er því vonandi ekki alslæmur,“ segir hagfræðingur um síðast nefnda atriðið en nefnir að umræddar hagtölur séu um þessar mundir ekki nógu ábyggylegar vegna. Borið hafi á að ferðaþjónustufyrirtæki hafi fært sig til erlendra færsluhirða að undanförnu. Sala þeirra birtist því ekki í útflutningstölum Hagstofunnar.

Bankarnir gætu þurft að hækka út­lána­kjör til að vega upp tapaðar vaxta­tekjur

Ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka fasta vaxtalausa bindiskyldu í því skyni að láta lánastofnanir bera hluta af kostnaði sem fylgir gjaldeyrisforðanum mun að óbreyttu þýða tapaðar vaxtatekjur fyrir bankana, að sögn hagfræðings, sem bendir á að Seðlabankinn hafi sjálfur mikinn hag af stórum forða. Aðgerðin styður við peningalegt aðhald en áframhaldandi vöxtur í peningamagni er til marks um að umsvifin séu enn mikil í hagkerfinu. 

Gæti hall­­að und­­an fæti hjá Ari­­on á næst­­a ári því við­v­ör­­un­­ar­­ljós blikk­­a

Greinandi gerir ráð fyrir „hraustlegri“ virðisrýrnun útlána hjá Arion banka á næsta ári og spáir því að hún verði meiri en í síðasta verðmati. Það blikka viðvörunarljós sem munu grafa undan gengis- og verðstöðugleika hér á landi. Verðmatsgengi Arion lækkaði um nærri fimm prósent frá síðasta mati en er engu að síður 44 prósentum yfir markaðsgengi.

Fjár­fest­ar leit­a í er­lend fast­eign­a­fé­lög en selj­a þau ís­lensk­u

Gengi fasteignafélaga erlendis hefur hækkað upp á síðkastið. Aukin óvissa í heims- og efnahagsmálum hefur leitt til þess að fjárfestar erlendis hafa leitað á örugg mið og í stöðug arðgreiðslufélög eins og fasteignafélögin. „Á sama tíma eru fasteignafélögin á Íslandi seld sem aldrei fyrr. Enn og aftur eru því fasteignafélögin á meðal vanmetnustu félaga,“ segir í hlutabréfagreiningu en fyrirtæki á markaði hér heima eru að jafnaði undirverðlögð um 38 prósent.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×