„Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2024 19:17 Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Vísir/Sigurjón Vaxtastuðningur upp að tvö hundruð þúsund krónum á mann stendur fólki nú til boða, til að bregðast við hækkandi vaxtabyrðum húsnæðislána. Fjármálaráðgjafi segir almennt best að ráðstafa fjármunum beint inn á höfðustól lána. Það sé þó ekki algilt. Vaxtastuðningurinn er hluti af framlagi ríkisins til kjarasamninga og ætlað að koma til móts við fólk sem fundið hefur fyrir aukinni vaxtabyrði. Ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá styrkinn, en hann er reiknaður samkvæmt forsendum sem fyrir liggja í skattframtali, og er ráðstafað í gegnum vefsíðu Skattsins. Í fréttinni í spilaranum hér að neðan er gerð heiðarleg tilraun til þess að útskýra nánar hvernig réttur hvers og eins til vaxtastuðnings er reiknaður út: Stuðningurinn getur mest verið 150 þúsund hjá einstaklingum, 200 þúsund hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund hjá hjónum, en upphæðin tekur mið af tekjum fólks. Fólk í fyrstu tveimur hópunum má hafa haft allt að sex milljónir í laun, áður en frádrátturinn dettur inn. Eftir það dragast fjögur prósent af hverri krónu umfram milljónirnar sex. Fyrir fólkið í síðasta hópnum kemur sami frádráttur inn eftir samanlagðar tekjur upp á 9,6 milljónir. Frádrátturinn tekur einnig mið af eignum fólks, en á vefsíðu Skattsins segir: Frá stofninum dragast 0,5% af nettó eign sem er umfram 18.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 28.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Og, ef frádráttur er svo mikill að stuðningurinn reiknast lægri en fimm þúsund krónur, þá fellur hann niður. Oftast best að borga beint inn á lánið Fjármálaráðgjafi segir fólk standa frammi fyrir vali um hvort stuðningurinn fari beint inn á húsnæðislán, eða í einstaka afborgun. „Ég segi að yfirleitt viljum við nú, ef við fáum einhverja peninga í hendurnar, leggja þá beint inn á höfuðstól láns, til þess að lækka lánið. Það er svo mikill ávinningur í því. Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur. Það sem þú hafðir greitt niður mun aldrei bera neina vexti, aldrei neina verðtryggingu. Það er farið og það er hundrað prósent öruggt,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Hins vegar geti aðstæður kallað á að fólk nýtti stuðninginn frekar í einstaka afborgun. „Erfiður yfirdráttur, slæmar visa-skuldir, slæmar raðgreiðslur; eitthvað sem er mjög erfitt að ná, vegna greiðslu af íbúðaláni. Hugsanlega væri þá hægt að nýta þennan vaxtastuðning inn á afborganir, í þessum eina mánuði, ef samsvarandi upphæð er þá notuð til þess að vinna á ennþá verri lánum.“ Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Vaxtastuðningurinn er hluti af framlagi ríkisins til kjarasamninga og ætlað að koma til móts við fólk sem fundið hefur fyrir aukinni vaxtabyrði. Ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá styrkinn, en hann er reiknaður samkvæmt forsendum sem fyrir liggja í skattframtali, og er ráðstafað í gegnum vefsíðu Skattsins. Í fréttinni í spilaranum hér að neðan er gerð heiðarleg tilraun til þess að útskýra nánar hvernig réttur hvers og eins til vaxtastuðnings er reiknaður út: Stuðningurinn getur mest verið 150 þúsund hjá einstaklingum, 200 þúsund hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund hjá hjónum, en upphæðin tekur mið af tekjum fólks. Fólk í fyrstu tveimur hópunum má hafa haft allt að sex milljónir í laun, áður en frádrátturinn dettur inn. Eftir það dragast fjögur prósent af hverri krónu umfram milljónirnar sex. Fyrir fólkið í síðasta hópnum kemur sami frádráttur inn eftir samanlagðar tekjur upp á 9,6 milljónir. Frádrátturinn tekur einnig mið af eignum fólks, en á vefsíðu Skattsins segir: Frá stofninum dragast 0,5% af nettó eign sem er umfram 18.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 28.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Og, ef frádráttur er svo mikill að stuðningurinn reiknast lægri en fimm þúsund krónur, þá fellur hann niður. Oftast best að borga beint inn á lánið Fjármálaráðgjafi segir fólk standa frammi fyrir vali um hvort stuðningurinn fari beint inn á húsnæðislán, eða í einstaka afborgun. „Ég segi að yfirleitt viljum við nú, ef við fáum einhverja peninga í hendurnar, leggja þá beint inn á höfuðstól láns, til þess að lækka lánið. Það er svo mikill ávinningur í því. Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur. Það sem þú hafðir greitt niður mun aldrei bera neina vexti, aldrei neina verðtryggingu. Það er farið og það er hundrað prósent öruggt,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Hins vegar geti aðstæður kallað á að fólk nýtti stuðninginn frekar í einstaka afborgun. „Erfiður yfirdráttur, slæmar visa-skuldir, slæmar raðgreiðslur; eitthvað sem er mjög erfitt að ná, vegna greiðslu af íbúðaláni. Hugsanlega væri þá hægt að nýta þennan vaxtastuðning inn á afborganir, í þessum eina mánuði, ef samsvarandi upphæð er þá notuð til þess að vinna á ennþá verri lánum.“
Frá stofninum dragast 0,5% af nettó eign sem er umfram 18.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 28.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki.
Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent