Þrálát verðbólga mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2024 08:34 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri mun kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar á blaðamannafundi klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með honum hér á Vísi. Vísir/Vilhelm Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum þar sem eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig en vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar segir að umsvif á fasteignamarkaði hafi aukist og fólksfjölgun, tekjuvöxtur og afleiðingar eldsumbrota hafi ýtt undir eftirspurn. Að sama skapi sé töluverður vöxtur í útlánum til byggingarfyrirtækja og fasteignafélaga auk þess sem vinnuafl í byggingariðnaði hafi farið vaxandi. „Skuldahlutföll einkageirans hafa lækkað síðustu misseri og eru lág í sögulegu samhengi. Eiginfjárstaða heimila með fasteignalán hefur haldið áfram að styrkjast en greiðslubyrði lánþega hefur þyngst. Hækkun raunvaxta hefur þrengt að ráðstöfunartekjum heimila og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Útlit er fyrir að þessara áhrifa gæti enn frekar á næstu misserum. Á móti vegur að eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja í flestum atvinnugreinum er sterk,“ segir í yfirlýsingunni. Teikn á lofti Nefndin telur teikn vera á lofti um að tekið sé hægja á efnahagslífinu samhliða hækkun raunvaxta. Þyngri greiðslubyrði lána ásamt hægari vexti efnahagsumsvifa auki líkur á greiðsluerfiðleikum. „Til að viðhalda viðnámsþrótti bankanna hefur fjármálastöðugleikanefnd ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%. Nefndin telur sterka eiginfjárstöðu mikilvæga við ríkjandi aðstæður. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi rekstraröryggis í greiðslumiðlun. Huga þarf heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, m.a. með samhæfingu viðbragða á fjármálamarkaði vegna rekstraratvika, viðbúnaðaræfingum og netöryggisprófunum. Fjármálastöðugleikanefnd lítur svo á að samþykkt frumvarps um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands hvað varðar rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem nú liggur fyrir Alþingi muni efla öryggi og styrkja viðnámsþrótt. Nefndin mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Gera grein fyrir yfirlýsingunni klukkan 9:30 Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar hefst klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Arnór Sighvatsson, settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar segir að umsvif á fasteignamarkaði hafi aukist og fólksfjölgun, tekjuvöxtur og afleiðingar eldsumbrota hafi ýtt undir eftirspurn. Að sama skapi sé töluverður vöxtur í útlánum til byggingarfyrirtækja og fasteignafélaga auk þess sem vinnuafl í byggingariðnaði hafi farið vaxandi. „Skuldahlutföll einkageirans hafa lækkað síðustu misseri og eru lág í sögulegu samhengi. Eiginfjárstaða heimila með fasteignalán hefur haldið áfram að styrkjast en greiðslubyrði lánþega hefur þyngst. Hækkun raunvaxta hefur þrengt að ráðstöfunartekjum heimila og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Útlit er fyrir að þessara áhrifa gæti enn frekar á næstu misserum. Á móti vegur að eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja í flestum atvinnugreinum er sterk,“ segir í yfirlýsingunni. Teikn á lofti Nefndin telur teikn vera á lofti um að tekið sé hægja á efnahagslífinu samhliða hækkun raunvaxta. Þyngri greiðslubyrði lána ásamt hægari vexti efnahagsumsvifa auki líkur á greiðsluerfiðleikum. „Til að viðhalda viðnámsþrótti bankanna hefur fjármálastöðugleikanefnd ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%. Nefndin telur sterka eiginfjárstöðu mikilvæga við ríkjandi aðstæður. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi rekstraröryggis í greiðslumiðlun. Huga þarf heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, m.a. með samhæfingu viðbragða á fjármálamarkaði vegna rekstraratvika, viðbúnaðaræfingum og netöryggisprófunum. Fjármálastöðugleikanefnd lítur svo á að samþykkt frumvarps um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands hvað varðar rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem nú liggur fyrir Alþingi muni efla öryggi og styrkja viðnámsþrótt. Nefndin mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Gera grein fyrir yfirlýsingunni klukkan 9:30 Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar hefst klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Arnór Sighvatsson, settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira