Innherji

Fé­lag Róberts fékk um þrjá milljarða með sölu á breytan­legum bréfum á Al­vot­ech

Hörður Ægisson skrifar
Fjárfestingafélag í aðaleigu Róbert Wessman hefur núna í annað sinn á nokkrum mánuðum minnkað stöðu sína í breytanlegum bréfum á Alvotech.
Fjárfestingafélag í aðaleigu Róbert Wessman hefur núna í annað sinn á nokkrum mánuðum minnkað stöðu sína í breytanlegum bréfum á Alvotech. Vísir/Vilhelm

Fjárfestingafélag í aðaleigu Róberts Wessman, forstjóra og stjórnarformanns Alvotech, hefur klárað sölu á hluta af breytanlegum bréfum sínum á líftæknilyfjafyrirtækið fyrir samtals um þrjá milljarða króna. Þrátt fyrir uppfærða afkomuspá Alvotech ásamt jákvæðum viðbrögðum frá erlendum greinendum hefur það ekki skilað sér í hækkun á hlutabréfaverði félagsins.


Tengdar fréttir

Al­vot­ech í mót­vindi þegar eftir­spurn inn­lendra fjár­festa mettaðist

Gæfan hefur snúist hratt gegn hlutabréfafjárfestum í Alvotech sem hafa séð bréfin lækka um þriðjung eftir að félagið náði hinum langþráða áfanga að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Enn er beðið eftir að fyrirtækið ljúki stórum sölusamningum vestanhafs og væntingar um innkomu nýrra erlendra fjárfesta á kaupendahliðina hafa ekki gengið eftir. Skarpt verðfall síðustu viðskiptadaga framkallaði veðköll á skuldsetta fjárfesta en á sama tíma og búið er að þurrka út stóran hluta af hækkun ársins hafa erlendir greinendur tekið vel í uppfærða afkomuáætlun Alvotech og hækkað verðmöt sín á félagið.

Líf­eyris­sjóðir keyptu breytan­leg bréf á Al­vot­ech fyrir um þrjá milljarða

Rúmlega fjörutíu fjárfestar, meðal annars að stórum hluta íslenskir lífeyrissjóðir, komu að kaupum á breytanlegum skuldabréfum útgefnum af Alvotech upp á samtals meira en níu milljarða króna í lokuðu útboði sem kláraðist um liðna helgi. Með þeirri fjármögnun, ásamt einnig fjárfestingu lyfjarisans Teva fyrir jafnvirði um fimm milljarða í skuldabréfum með breytirétti í hlutafé Alvotech, hefur íslenska líftæknilyfjafélagið tryggt rekstur og áframhaldandi fjárfestingar í þróun hliðstæðulyfja vel inn á næsta ár.

Japanskur fyrirtækjarisi fjárfestir í Al­vot­ech fyrir níu milljarða

Japanska fjárfestingafélagið Mitsui & Co, sem er hluti af einni stærstu fyrirtækjasamsteypu heims, hefur keypt breytanleg skuldabréf Alvotech að fjárhæð 62,75 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna, af félagi sem er að stórum hluta í eigu Róbert Wessman, forstjóra Alvotech. Stærsti hluthafi Mitsui er fjárfestingafélag Warrens Buffett en fjárfestingin í Alvotech kemur einum degi áður en líftæknilyfjafyrirtækið gerir ráð fyrir að fá niðurstöðu frá bandaríska lyfjaeftirlitinu vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir gigtarlyfið Humira.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×