Sker úr um hvort veitingamaður hafi mátt borga fyrir kókið Árni Sæberg skrifar 28. maí 2024 12:47 Hæstiréttur tekur málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarleyfisbeiðni Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf., CCEP, í máli þrotabús veitingamannsins Einars Sturlu Möinichen á hendur félaginu. Landsréttur taldi Einar Sturlu ekki hafa mátt greiða CCEP 29 milljóna króna viðskiptaskuldi korter í gjaldþrot. Í dómi Landsréttar segir að þrotabú Einars Sturlu hafi höfðað málið og krafist riftunar greiðslu að fjárhæð rúmlega 29 milljóna króna af bankareikningi hans þann 1. nóvember 2019, sem innt var af hendi til CCEP. Borgaði feita skuld Landsréttur hafi talið að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hafi verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Ítarlega var fjallað um dóm Landsréttar í fréttinni hér að neðan: Engin dómaframkvæmd um skyldu til að kanna gjaldfærni Í ákvörðun Hæstaréttar segir að CCEP hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi en í því reyni á túlkun og beitingu greinar laga um gjaldþrotaskipt og fleira sem varðar heimild til riftunar á ráðstöfunum þrotamanns. Þá væru engin dæmi í dómaframkvæmd um sérstaka athafnaskyldu móttakanda greiðslu til að kanna stöðu þrotamanns við álíka aðstæður. Þessu til viðbótar reyni á réttmæti þess að innheimta skuld fyrirtækis hjá aðila sem gengist hafi undir sjálfskuldarábyrgð á greiðslu hennar. Slíkar ábyrgðir tíðkist í viðskiptum og miklu skipti að skýrt sé hvaða skyldur hvíli á skuldareiganda við álíka aðstæður. CCEP hafi einnig vísað til þess að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þess. Þá vísi félagið til þess að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng og að ekki hafi verið tekin fullnægjandi afstaða til málsástæðna í dómi Landsréttar. Í ákvörðunarorði segir að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi um skýringu fyrrgreindar greinar laga um gjaldþrotaskipti og fleira. Dómsmál Gjaldþrot Veitingastaðir Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Í dómi Landsréttar segir að þrotabú Einars Sturlu hafi höfðað málið og krafist riftunar greiðslu að fjárhæð rúmlega 29 milljóna króna af bankareikningi hans þann 1. nóvember 2019, sem innt var af hendi til CCEP. Borgaði feita skuld Landsréttur hafi talið að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hafi verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Ítarlega var fjallað um dóm Landsréttar í fréttinni hér að neðan: Engin dómaframkvæmd um skyldu til að kanna gjaldfærni Í ákvörðun Hæstaréttar segir að CCEP hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi en í því reyni á túlkun og beitingu greinar laga um gjaldþrotaskipt og fleira sem varðar heimild til riftunar á ráðstöfunum þrotamanns. Þá væru engin dæmi í dómaframkvæmd um sérstaka athafnaskyldu móttakanda greiðslu til að kanna stöðu þrotamanns við álíka aðstæður. Þessu til viðbótar reyni á réttmæti þess að innheimta skuld fyrirtækis hjá aðila sem gengist hafi undir sjálfskuldarábyrgð á greiðslu hennar. Slíkar ábyrgðir tíðkist í viðskiptum og miklu skipti að skýrt sé hvaða skyldur hvíli á skuldareiganda við álíka aðstæður. CCEP hafi einnig vísað til þess að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þess. Þá vísi félagið til þess að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng og að ekki hafi verið tekin fullnægjandi afstaða til málsástæðna í dómi Landsréttar. Í ákvörðunarorði segir að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi um skýringu fyrrgreindar greinar laga um gjaldþrotaskipti og fleira.
Dómsmál Gjaldþrot Veitingastaðir Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira