Southampton vann á Wembey og spilar í úr­vals­deildinni á næsta tíma­bili

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Southampton kreisti út 1-0 sigur gegn Leeds í dag og tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. 
Southampton kreisti út 1-0 sigur gegn Leeds í dag og tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.  Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Southampton tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili með 1-0 sigri gegn Leeds á Wembley í dag.

Það var auðvitað mikið undir og leikurinn fór hratt af stað. Bæði lið föst fyrir og gáfu ekki þumlung eftir í baráttunni. Leeds átti hættulegri færi fyrst um sinn en Southampton komst yfir á 24. mínútu.

Góður spilkafli galopnaði vörn Leeds, Flynn Downes fann Will Smallbone í góðu plássi á miðsvæðinu, hann stakk inn fyrir á Adam Armstrong sem rétt slapp við rangstöðu, þrumaði þvert yfir markið og boltinn söng í netinu.

Marki yfir þurfti Southampton að gera breytingar á liði sínu þegar David Brooks meiddist á 35. mínútu, Samuel Edozie kom inn í hans stað.

Eftir harkalegan fyrri hálfleik gat dómarinn ekki haldið gula spjaldinu á vasanum lengur og lyfti því þrisvar á loft síðustu fimm mínútur fyrir hálfleikshlé.

Adam Armstrong fékk svo frábært tækifæri til að tvöfalda forystu Southampton á 45. mínútu eftir klóka aukaspyrnu en markmaður Leeds varði vel.

Seinni hálfleikur bauð báðum liðum álitlegar stöður en það var fátt um algjör dauðafæri. Southampton lagðist til baka undir lokin og hélt í forystuna, Leeds til mikillar óánægju enda gekk þeim illa að opna vörnina.

Allt þar til á 90. mínútu þegar Dan James spilaði sig í gegn en skot hans small af slánni og út.

Southampton hélt til enda og kreisti út 1-0 sigur. Þeir munu því leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira