AGS leggur til skattahækkanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2024 11:53 Magnus Saxegaard formaður sendinefndar AGS. vísir/Sigurjón Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til að stjórnvöld hækki tiltekna skatta og dragi úr aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Ákvarðanir um útgjöld eigi að vera í höndum ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Í nýrri úttekt sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að efnahagshorfur séu heilt á litið góðar þrátt fyrir ýmsa áhættuþætti. Aukin eldvirni á Reykjanesskaga gæti til dæmis valdið efnahagslegum skaða og einnig ófyrirséð útgjaldaauking í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Til að ná settum markmiðum í fjármálaáætlun gæti reynst þörf á frekari aðhaldsaðgerðum og leggur sendinefndin til að stjórnvöld íhugi nokkra kosti; Fækki vörum og þjónustu sem eru í neðra þrepi virðisaukaskatts, dragi úr skattastyrkjum og hækki skatt á söluhagnað af fasteignum þar sem fólk býr ekki. Þá segir einnig að stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða eigi að ná markmiðum loftslagsáætlunar Íslands. Íhuga eigi hækkun á kolefnisgjaldi, til dæmis með því að hækka kolefnisskatta í atvinnugreinum með tiltölulega lága skatta á losun. Styttist í að hægt verði að lækka vexti Aðhald peningastefnunnar er sagt hæfilegt til að ná tökum á verðbólgunni en að óbreyttu styttist í að hægt verði að lækka vexti, segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndarinnar. „Ég tel að á seinni helmingi ársins gæti verið svigrúm til að lækka vexti en það veltur á þróun verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir Magnus en það rýmar við spár greiningaraðila sem hafa reiknað með að vaxtalækkunarferli hefjist í haust. Frá kynningarfundi á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga í vetur.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld dragi úr aðkomu að kjarasamningum Nýgerðir kjarasamningar til fjögurra ára eru sagðir stórt skref í rétta átt á íslenskum vinnumarkaði og styðja við efnahagslegan stöðugleika. Framlag stjórnvalda hafi verið nauðsynlegt til að tryggja samkomulagið en með tímanum sé æskilegt að draga úr hlutverki hins opinbera í kjarasamningum. „Það sem við eigum við með því er að það er mikilvægt að ríkisstjórnin og Alþingi ákvarði í hvað peningum er varið. En til að ná því fram þarf að byggja upp traust á milli aðila vinnumarkaðarins og það er ferli sem mun taka einhvern tíma. Ég held að kjarasamningar þessa árs séu mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Í nýrri úttekt sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að efnahagshorfur séu heilt á litið góðar þrátt fyrir ýmsa áhættuþætti. Aukin eldvirni á Reykjanesskaga gæti til dæmis valdið efnahagslegum skaða og einnig ófyrirséð útgjaldaauking í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Til að ná settum markmiðum í fjármálaáætlun gæti reynst þörf á frekari aðhaldsaðgerðum og leggur sendinefndin til að stjórnvöld íhugi nokkra kosti; Fækki vörum og þjónustu sem eru í neðra þrepi virðisaukaskatts, dragi úr skattastyrkjum og hækki skatt á söluhagnað af fasteignum þar sem fólk býr ekki. Þá segir einnig að stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða eigi að ná markmiðum loftslagsáætlunar Íslands. Íhuga eigi hækkun á kolefnisgjaldi, til dæmis með því að hækka kolefnisskatta í atvinnugreinum með tiltölulega lága skatta á losun. Styttist í að hægt verði að lækka vexti Aðhald peningastefnunnar er sagt hæfilegt til að ná tökum á verðbólgunni en að óbreyttu styttist í að hægt verði að lækka vexti, segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndarinnar. „Ég tel að á seinni helmingi ársins gæti verið svigrúm til að lækka vexti en það veltur á þróun verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir Magnus en það rýmar við spár greiningaraðila sem hafa reiknað með að vaxtalækkunarferli hefjist í haust. Frá kynningarfundi á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga í vetur.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld dragi úr aðkomu að kjarasamningum Nýgerðir kjarasamningar til fjögurra ára eru sagðir stórt skref í rétta átt á íslenskum vinnumarkaði og styðja við efnahagslegan stöðugleika. Framlag stjórnvalda hafi verið nauðsynlegt til að tryggja samkomulagið en með tímanum sé æskilegt að draga úr hlutverki hins opinbera í kjarasamningum. „Það sem við eigum við með því er að það er mikilvægt að ríkisstjórnin og Alþingi ákvarði í hvað peningum er varið. En til að ná því fram þarf að byggja upp traust á milli aðila vinnumarkaðarins og það er ferli sem mun taka einhvern tíma. Ég held að kjarasamningar þessa árs séu mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira