Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. maí 2024 07:45 Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfi ÁTVR. ÁTVR/Vísir/Vilhelm Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta segir Ívar J. Arndal forstjóri í nýútkominni ársskýrslu. Hann segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfinu og að þar vegi þyngst ólögleg netsala áfengis og mikill samdráttur í tóbakssölu. Þá bendir hann á að hlutfall ÁTVR af greiddum áfengisgjöldum hafi lækkað úr tæpum 78 prósentum niður í 68 prósent á árinu og segir Ívar rökrétt að álykta að þetta sé vegna netsölu áfengis. Afleiðingarnar séu þær að arðgreiðsla ÁTVR í ríkissjóð lækkar um 400 milljónir króna. Ívar segir að netverslanir hafi sprottið upp hér á landi og að með einföldum hætti megi finna á þriðja tug verslana sem selji og afhendi áfengi ólöglega beint af innlendum lager til neytenda. „Hefur ÁTVR fengið upplýsingar um að m.a. ungmenni undir lögaldri, nýkomin með bílpróf, keyri áfengið út til jafnaldra sinna sem segja að það hafi aldrei verið auðveldara en nú að nálgast áfengi. Þá eru áfengisverslanir eða "afhendingarstaðir" áfengis farnir að spretta upp víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ívar. Forstjórinn fullyrðir ennfremur að verði ekkert gert í þeim málum verði að skera niður þjónustu ÁTVR á næstu árum svo ekki komi til hallareksturs. Ívar gagnrýnir lögregluna einnig í pistli sínum og segir að fjögur ár séu nú liðin síðan stofnunin kærði netsölu áfengis til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enn hafa engin svör borist frá lögreglunni og segist hann ekki trúa öðru en að von sé á niðurstöðu á næstu vikum, annað sé óásættanlegt. En það er ekki bara áfengissalan sem dregst saman, vinsældir nikótínpúða, sem ekki bera tóbaksgjald hafa verið slíkar að þeir hafa tekið yfir markaðinn og ef svo fer fram sem horfir muni framleiðslu á íslenska neftóbakinu verða hætt, segir Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR. Hér má lesa pistil forstjórans í heild sinni. Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Þetta segir Ívar J. Arndal forstjóri í nýútkominni ársskýrslu. Hann segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfinu og að þar vegi þyngst ólögleg netsala áfengis og mikill samdráttur í tóbakssölu. Þá bendir hann á að hlutfall ÁTVR af greiddum áfengisgjöldum hafi lækkað úr tæpum 78 prósentum niður í 68 prósent á árinu og segir Ívar rökrétt að álykta að þetta sé vegna netsölu áfengis. Afleiðingarnar séu þær að arðgreiðsla ÁTVR í ríkissjóð lækkar um 400 milljónir króna. Ívar segir að netverslanir hafi sprottið upp hér á landi og að með einföldum hætti megi finna á þriðja tug verslana sem selji og afhendi áfengi ólöglega beint af innlendum lager til neytenda. „Hefur ÁTVR fengið upplýsingar um að m.a. ungmenni undir lögaldri, nýkomin með bílpróf, keyri áfengið út til jafnaldra sinna sem segja að það hafi aldrei verið auðveldara en nú að nálgast áfengi. Þá eru áfengisverslanir eða "afhendingarstaðir" áfengis farnir að spretta upp víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ívar. Forstjórinn fullyrðir ennfremur að verði ekkert gert í þeim málum verði að skera niður þjónustu ÁTVR á næstu árum svo ekki komi til hallareksturs. Ívar gagnrýnir lögregluna einnig í pistli sínum og segir að fjögur ár séu nú liðin síðan stofnunin kærði netsölu áfengis til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enn hafa engin svör borist frá lögreglunni og segist hann ekki trúa öðru en að von sé á niðurstöðu á næstu vikum, annað sé óásættanlegt. En það er ekki bara áfengissalan sem dregst saman, vinsældir nikótínpúða, sem ekki bera tóbaksgjald hafa verið slíkar að þeir hafa tekið yfir markaðinn og ef svo fer fram sem horfir muni framleiðslu á íslenska neftóbakinu verða hætt, segir Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR. Hér má lesa pistil forstjórans í heild sinni.
Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur