Óbein yfirlýsing frá DeAndre Kane Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 23:50 DeAndre Kane var manna glaðastur í leikslok og kom dansandi í viðtal. Vísir/Hulda Margrét Mikið hefur verið hvíslað og kvabbað um liðsandann hjá Grindavík og hvort DeAndre Kane sé mögulega að hafa neikvæð áhrif á liðsfélaga sína. Kane sendi óbeina yfirlýsingu í viðtali eftir leik í kvöld þegar hann mætti með öllum liðsfélögum sínum í viðtalið. Kane var spurður hvort Grindavíkurliðið væri að senda frá sér ákveðna yfirlýsingu með því að klára einvígið gegn Keflavík á jafn afgerandi hátt og raun bar vitni. Kane var ekki endilega á því en með því að taka alla liðsfélaga sína með sér í viðtalið sendi hann augljóslega ákveðna yfirlýsingu til gagnrýnenda. „Ég myndi ekki segja að við höfum verið að senda skilaboð. Svona viljum við spila körfubolta. Þetta er okkar leikur, þetta er það sem við viljum fá út úr okkar leik. Við leggjum hart að okkur á hverjum degi, þetta eru mínir menn [og benti á liðsfélaga sínum sem voru fyrir aftan hann]. Við erum náinn hópur og við viljum koma með titilinn heim til Grindavíkur. Mér finnst Grindvíkingar eiga það skilið og það er það sem við ætlum okkur að gera.“ Beðinn um að útskýra hvað gekk á í seinni hálfleik var Kane með einfalda leikgreiningu. „Við komum út í seinni hálfleik og settum þumalskrúfurnar á þá. Við vissum hvað við þurftum að gera. Í fyrri hálfleik voru þeir að setja erfið skot. Í seinni hálfleik spiluðum við góða vörn og settum skotin okkar.“ Á þessum tímapunkti í viðtalinu var Dedrick Basile kominn upp að hlið Kane og hann sparaði ekki stóru orðin um liðsfélaga sinn. „Þessi gaur hérna er einstakur. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni en hann sýndi hvað hann getur í þessari deild. Hann er vélin í liðinu okkar. Í dag, þegar hlutirnir voru ekki að ganga upp þá hélt hann okkur í takti.“ Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan og má með sanni segja að sjón sé sögu ríkari. Það er ekki á hverju degi sem heilt lið fylgir leikmanni í viðtal. Klippa: DeAndre Kane og félagar sigurreifir Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Kane var spurður hvort Grindavíkurliðið væri að senda frá sér ákveðna yfirlýsingu með því að klára einvígið gegn Keflavík á jafn afgerandi hátt og raun bar vitni. Kane var ekki endilega á því en með því að taka alla liðsfélaga sína með sér í viðtalið sendi hann augljóslega ákveðna yfirlýsingu til gagnrýnenda. „Ég myndi ekki segja að við höfum verið að senda skilaboð. Svona viljum við spila körfubolta. Þetta er okkar leikur, þetta er það sem við viljum fá út úr okkar leik. Við leggjum hart að okkur á hverjum degi, þetta eru mínir menn [og benti á liðsfélaga sínum sem voru fyrir aftan hann]. Við erum náinn hópur og við viljum koma með titilinn heim til Grindavíkur. Mér finnst Grindvíkingar eiga það skilið og það er það sem við ætlum okkur að gera.“ Beðinn um að útskýra hvað gekk á í seinni hálfleik var Kane með einfalda leikgreiningu. „Við komum út í seinni hálfleik og settum þumalskrúfurnar á þá. Við vissum hvað við þurftum að gera. Í fyrri hálfleik voru þeir að setja erfið skot. Í seinni hálfleik spiluðum við góða vörn og settum skotin okkar.“ Á þessum tímapunkti í viðtalinu var Dedrick Basile kominn upp að hlið Kane og hann sparaði ekki stóru orðin um liðsfélaga sinn. „Þessi gaur hérna er einstakur. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni en hann sýndi hvað hann getur í þessari deild. Hann er vélin í liðinu okkar. Í dag, þegar hlutirnir voru ekki að ganga upp þá hélt hann okkur í takti.“ Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan og má með sanni segja að sjón sé sögu ríkari. Það er ekki á hverju degi sem heilt lið fylgir leikmanni í viðtal. Klippa: DeAndre Kane og félagar sigurreifir
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira