„Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:29 Pétur var stúrinn á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir stórt tap gegn Grindavík í kvöld og að liðið hafi náð að koma einvíginu í fimm leiki án þeirra besta leikmanns. Lokatölur í Smáranum urðu 112-63 þar sem Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleik. „Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“. Það er svona aðeins meira „fire power“ í þeirra liði heldur en okkar. En við lögðum okkur fram í þetta og náðum þessu í fimm leiki. Ef besti maðurinn hjá þeim hefði meiðst en ekki hjá okkur þá hefðum við unnið þetta auðveldlega 3-0. Þetta hefði aldrei farið í fimm leiki. Bara karakter hjá okkur en gangi þeim að sjálfsögðu vel í þeirra baráttu.“ Meiðsli eru auðvitað hluti af leiknum og eitthvað sem enginn getur stjórnað en Pétur var alveg klár á því hvernig einvígið hefði þróast ef Remy Martin hefði ekki meiðst. „Ég veit alveg hvað hefði gerst, við hefðum unnið þetta 3-0.“ Pétur tók tvö leikhlé í upphafi seinni hálfleiks en þau breyttu nákvæmlega engu um gang leiksins. Mögulega mun hann hreinlega ekki taka fleiri leikhlé eftir þetta. „Það er alltaf verið að gagnrýna mig fyrir að taka ekki leikhlé en svo þegar ég tek leikhlé þá skíttöpum við þannig að það er kannski ástæðan fyrir því að ég tek ekki leikhlé.“ Pétur sagði í viðtali eftir síðasta leik að náttúruöflin væru með Grindavík í liði og viðurkenndi að hann hefði komist óheppilega að orði þar. „Varðandi þetta sem ég sagði um náttúruöflin í síðasta viðtali, þá ætlaði ég ekki að segja náttúruöflin, kannski frekar æðri máttarvöld. En þetta skiptir ekki neinu máli. Ef þetta fékk útlendinga hjá þeim til að hitta rosalega vel af því að ég sagði þetta þá er það bara geggjað fyrir þá. Ef þeir eru með Grindavíkurhjarta þá er það bara geggjað.“ Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í ár en markmiðið var að landa báðum titlum. „Okkar markmið er að gera tvo hluti. Við náðum að gera einn en náðum ekki að gera hinn hlutinn og það er eiginlega ekki alveg nógu gott.“ Pétur endaði þetta viðtal á léttu nótunum eins og honum einum er lagið. „Ég er búinn að girða mig vel, ég verð ekkert rekinn. Ég tek þá bara strákana mína með. Þeir verða þá bara að laga til í herberginu hjá sér ef ég verð rekinn. Þeir fá ekkert að vera í Keflavík þá.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Lokatölur í Smáranum urðu 112-63 þar sem Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleik. „Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“. Það er svona aðeins meira „fire power“ í þeirra liði heldur en okkar. En við lögðum okkur fram í þetta og náðum þessu í fimm leiki. Ef besti maðurinn hjá þeim hefði meiðst en ekki hjá okkur þá hefðum við unnið þetta auðveldlega 3-0. Þetta hefði aldrei farið í fimm leiki. Bara karakter hjá okkur en gangi þeim að sjálfsögðu vel í þeirra baráttu.“ Meiðsli eru auðvitað hluti af leiknum og eitthvað sem enginn getur stjórnað en Pétur var alveg klár á því hvernig einvígið hefði þróast ef Remy Martin hefði ekki meiðst. „Ég veit alveg hvað hefði gerst, við hefðum unnið þetta 3-0.“ Pétur tók tvö leikhlé í upphafi seinni hálfleiks en þau breyttu nákvæmlega engu um gang leiksins. Mögulega mun hann hreinlega ekki taka fleiri leikhlé eftir þetta. „Það er alltaf verið að gagnrýna mig fyrir að taka ekki leikhlé en svo þegar ég tek leikhlé þá skíttöpum við þannig að það er kannski ástæðan fyrir því að ég tek ekki leikhlé.“ Pétur sagði í viðtali eftir síðasta leik að náttúruöflin væru með Grindavík í liði og viðurkenndi að hann hefði komist óheppilega að orði þar. „Varðandi þetta sem ég sagði um náttúruöflin í síðasta viðtali, þá ætlaði ég ekki að segja náttúruöflin, kannski frekar æðri máttarvöld. En þetta skiptir ekki neinu máli. Ef þetta fékk útlendinga hjá þeim til að hitta rosalega vel af því að ég sagði þetta þá er það bara geggjað fyrir þá. Ef þeir eru með Grindavíkurhjarta þá er það bara geggjað.“ Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í ár en markmiðið var að landa báðum titlum. „Okkar markmið er að gera tvo hluti. Við náðum að gera einn en náðum ekki að gera hinn hlutinn og það er eiginlega ekki alveg nógu gott.“ Pétur endaði þetta viðtal á léttu nótunum eins og honum einum er lagið. „Ég er búinn að girða mig vel, ég verð ekkert rekinn. Ég tek þá bara strákana mína með. Þeir verða þá bara að laga til í herberginu hjá sér ef ég verð rekinn. Þeir fá ekkert að vera í Keflavík þá.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins