„Við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. maí 2024 21:45 Sverrir Þór Sverrisson er þjálfari Keflavíkur Vísir/Hulda Margrét Sverri Þór Sverrissyni, þjálfara Keflavíkur, var auðsýnilega mjög létt í leikslok þegar Keflavík lagði Stjörnu í oddaleik í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna, lokatölur í Keflavík 81-76. „Ég er himinlifandi bara að vinna. Þetta er ótrúlegt lið sem við vorum að spila við! Það sem þær leggja sig fram. Þetta er baráttulið upp á tíu. Auðvitað áttum við fyrirfram að vera líklegri og höfum unnið þær „þægilega“ í endann en samt haft að þurfa fyrir því. Svo kom bara í ljós í fyrstu tveimur leikjunum að við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna.“ „Sverrir viðurkenndi að öll pressan hefði verið á honum konum og það væri léttir að hafa staðist hana. Ég er bara hrikalega ánægður með liðið mitt að þola þessa pressu og fara í gegnum oddaleik þar sem öll pressan var á okkur. Stjarnan er löngu orðin sigurvegari. Það hefði náttúrulega verið rosalegt afrek hjá þeim að henda okkur út. Ég er bara himinlifandi með þetta.“ Stjörnukonur spiluðu glimdrandi vel framan af leik og náðu muninn upp í ellefu stig undir lok hálfleiksins. Sverrir sagði að það hefði ekki farið um hann skjálfti en hann hefði verið áhyggjufullur yfir því hvernig hans konur voru að spila. „Ég segi ekki skjálfti en ég fór bara að hugsa, ætlum við að gefa þetta bara? Bara strax í fyrri hálfleik. En liðið sýndi mikinn styrk og karakter og við gerðum þetta svakalega vel þegar leið á leikinn.“ Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í seinni hálfleik og það virtist skila þeim góðum árangri en Stjarnan skoraði aðeins 29 samanlagt í seinni hálfleik. „Það gekk bara mjög vel. Mér fannst tengingin á milli þeirra þá líka hrikalega góð, það voru allar á fullu. Þá fékk Stjarnan að bragða svolítið á eigin meðali. Fimm snaróðar að loka teignum og fara inn í fráköstin.“ Miðherjinn öflugi Birna Valgerður Benónýsdóttir lék nánast ekkert í seinni hálfleik þar sem hún fór út af meidd og litu meiðslin ekki vel út við fyrstu sýn. Sverrir var ekki klár með neina bráðabirgða greiningu. „Ég veit ekkert meira en þú sko. Stundum lítur svona illa út og er minna en stundum er þetta meira. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá þegar það koma einhverjar fréttir af því.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
„Ég er himinlifandi bara að vinna. Þetta er ótrúlegt lið sem við vorum að spila við! Það sem þær leggja sig fram. Þetta er baráttulið upp á tíu. Auðvitað áttum við fyrirfram að vera líklegri og höfum unnið þær „þægilega“ í endann en samt haft að þurfa fyrir því. Svo kom bara í ljós í fyrstu tveimur leikjunum að við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna.“ „Sverrir viðurkenndi að öll pressan hefði verið á honum konum og það væri léttir að hafa staðist hana. Ég er bara hrikalega ánægður með liðið mitt að þola þessa pressu og fara í gegnum oddaleik þar sem öll pressan var á okkur. Stjarnan er löngu orðin sigurvegari. Það hefði náttúrulega verið rosalegt afrek hjá þeim að henda okkur út. Ég er bara himinlifandi með þetta.“ Stjörnukonur spiluðu glimdrandi vel framan af leik og náðu muninn upp í ellefu stig undir lok hálfleiksins. Sverrir sagði að það hefði ekki farið um hann skjálfti en hann hefði verið áhyggjufullur yfir því hvernig hans konur voru að spila. „Ég segi ekki skjálfti en ég fór bara að hugsa, ætlum við að gefa þetta bara? Bara strax í fyrri hálfleik. En liðið sýndi mikinn styrk og karakter og við gerðum þetta svakalega vel þegar leið á leikinn.“ Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í seinni hálfleik og það virtist skila þeim góðum árangri en Stjarnan skoraði aðeins 29 samanlagt í seinni hálfleik. „Það gekk bara mjög vel. Mér fannst tengingin á milli þeirra þá líka hrikalega góð, það voru allar á fullu. Þá fékk Stjarnan að bragða svolítið á eigin meðali. Fimm snaróðar að loka teignum og fara inn í fráköstin.“ Miðherjinn öflugi Birna Valgerður Benónýsdóttir lék nánast ekkert í seinni hálfleik þar sem hún fór út af meidd og litu meiðslin ekki vel út við fyrstu sýn. Sverrir var ekki klár með neina bráðabirgða greiningu. „Ég veit ekkert meira en þú sko. Stundum lítur svona illa út og er minna en stundum er þetta meira. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá þegar það koma einhverjar fréttir af því.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira