Almennt útboð Íslandshótela hefst á morgun Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2024 18:18 Davíð Torfi segir mikið ánægjuefni að taka þetta skref. Aðsend Íslandshótel birtu í dag útboðslýsingu vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland en almennt útboð á hlutabréfum félagsins hefst klukkan tíu í fyrramálið, þriðjudaginn 14. maí og lýkur á miðvikudaginn, 22. maí, klukkan 16. „Það er okkur mikið ánægjuefni að taka þetta skref í dag og við höfum fundið fyrir miklum áhuga á skráningu Íslandshótela á markað frá því að undirbúningur hófst. Við erum stærsta hótelkeðja landsins sem rekur 18 hótel hringinn í kringum Ísland, í sterkustu útflutningsgrein Íslands og í raun getum við sagt að við séum jafnframt fasteignafélag, enda eigum við 16 af 18 hótelfasteignum,” segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Í tilkynningu kemur fram að til sölu séu 257.209.972 hlutir, eða sem samsvara 41,7 prósent af útgefnu hlutafé Íslandshótela hf. Í boði eru tvær tilboðsbækur sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta, verðlagningu og úthlutunarreglur. Tilboðsbók A fyrir áskriftir frá 100 þúsund krónum til 20 milljóna króna og tilboðsbók B fyrir áskriftir yfir 20 milljónir króna. Í tilboðsbók A verða boðnir til sölu 51.441.994 hlutir (20% af stærð útboðsins) og í tilboðsbók B verða 205.767.978 hlutir (80% af stærð útboðsins) boðnir til sölu. Verð á hlut í útboðinu er 50,0 kr. í tilboðsbók A en í tilboðsbók B er lágmarkstilboð 50,0 kr. fyrir hvern hlut. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs í samræmi við áætlun Fyrsti viðskiptadagur á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. er áætlaður 30. maí 2024. Þá kemur einnig fram að uppgjör fyrsta ársfjórðungs hefur verið birt og er það í samræmi við áætlanir félagsins. 21 prósent tekjuvöxtur var á tímabilinu en velta félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2024 var 2,97 milljarðar króna samanborið við 2,45 milljarða króna fyrir sama tímabil 2023. Þá var EBITDA 202,7 milljónir króna samanborið við 47 milljónir króna fyrir sama tímabil 2023, en það er í takt við áætlun félagsins og í samræmi við hefðbundna árstíðasveiflu greinarinnar. „Rekstur félagsins er góður eins og uppgjör fyrsta ársfjórðungs sýnir. Fram undan eru sterkustu mánuðirnir í ferðaþjónustunni og við munum sjá ferðamönnum fjölga nú þegar sumarið nálgast. Útlitið er gott í þessari sívaxandi atvinnugrein og við horfum því björtum augum til framtíðarinnar,” segir Davíð Torfi. Opinn kynningarfundur vegna útboðsins verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl. 10:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Grand í salnum Háteigi en fundurinn verður einnig í vefstreymi sem verður aðgengilegt á vef Íslandsbanka, Kviku og á vefsíðu Íslandshótela. Kauphöllin Hótel á Íslandi Íslandshótel Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
„Það er okkur mikið ánægjuefni að taka þetta skref í dag og við höfum fundið fyrir miklum áhuga á skráningu Íslandshótela á markað frá því að undirbúningur hófst. Við erum stærsta hótelkeðja landsins sem rekur 18 hótel hringinn í kringum Ísland, í sterkustu útflutningsgrein Íslands og í raun getum við sagt að við séum jafnframt fasteignafélag, enda eigum við 16 af 18 hótelfasteignum,” segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Í tilkynningu kemur fram að til sölu séu 257.209.972 hlutir, eða sem samsvara 41,7 prósent af útgefnu hlutafé Íslandshótela hf. Í boði eru tvær tilboðsbækur sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta, verðlagningu og úthlutunarreglur. Tilboðsbók A fyrir áskriftir frá 100 þúsund krónum til 20 milljóna króna og tilboðsbók B fyrir áskriftir yfir 20 milljónir króna. Í tilboðsbók A verða boðnir til sölu 51.441.994 hlutir (20% af stærð útboðsins) og í tilboðsbók B verða 205.767.978 hlutir (80% af stærð útboðsins) boðnir til sölu. Verð á hlut í útboðinu er 50,0 kr. í tilboðsbók A en í tilboðsbók B er lágmarkstilboð 50,0 kr. fyrir hvern hlut. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs í samræmi við áætlun Fyrsti viðskiptadagur á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. er áætlaður 30. maí 2024. Þá kemur einnig fram að uppgjör fyrsta ársfjórðungs hefur verið birt og er það í samræmi við áætlanir félagsins. 21 prósent tekjuvöxtur var á tímabilinu en velta félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2024 var 2,97 milljarðar króna samanborið við 2,45 milljarða króna fyrir sama tímabil 2023. Þá var EBITDA 202,7 milljónir króna samanborið við 47 milljónir króna fyrir sama tímabil 2023, en það er í takt við áætlun félagsins og í samræmi við hefðbundna árstíðasveiflu greinarinnar. „Rekstur félagsins er góður eins og uppgjör fyrsta ársfjórðungs sýnir. Fram undan eru sterkustu mánuðirnir í ferðaþjónustunni og við munum sjá ferðamönnum fjölga nú þegar sumarið nálgast. Útlitið er gott í þessari sívaxandi atvinnugrein og við horfum því björtum augum til framtíðarinnar,” segir Davíð Torfi. Opinn kynningarfundur vegna útboðsins verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl. 10:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Grand í salnum Háteigi en fundurinn verður einnig í vefstreymi sem verður aðgengilegt á vef Íslandsbanka, Kviku og á vefsíðu Íslandshótela.
Kauphöllin Hótel á Íslandi Íslandshótel Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira