Hamilton segir enn langt í það að hann hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 11:30 Lewis Hamilton er á síðasta tímabili með Mercedes því hann keyrir fyrir Ferrari á næsta tímabili. Getty/Bryn Lennon Lewis Hamilton ætlar sér að keppa í formúlu 1 langt inn á fimmtugsaldurinn. Hann tekur Spánverjann Fernando Alonso sér til fyrirmyndar. Hamilton þreytti frumraun sína í formúlunni árið 2007 en fyrsta keppni Alonso var árið 2001. Þeir eru báðir í eldlínunni í dag og Alonso var að framlengja samning sinn við Aston Martin til 2026 en verður þá orðinn 45 ára. Hamilton heldur upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári en þá mun hann byrja nýjan kafla á ferli sínum sem ökumaður Ferrari. Hann gerði tveggja ára samning við Ferrari liðið. „Ég er ekki elsti ökumaðurinn hérna. Ég á eftir að keppa í dágóðan tíma til viðbótar og það er því gott að Alonso sé hérna enn,“ sagði Lewis Hamilton. Kínverski kappaksturinn er um helgina en það er fimmta keppni tímabilsins. Read more on his plans to race 'well into' his 40s https://t.co/a8tRQEChwd— BBC Sport (@BBCSport) April 18, 2024 „Fernando er einn af bestu ökumaðurinn sem við höfðu átt og það að hann haldi áfram að vera með okkur sýnir bara hvað er mögulegt. Það sýnir líka nýtt tímabil hjá íþróttafólki, hvað líkaminn getur gert og gert lengi ef það er hugsað vel um hann,“ sagði Hamilton. „Ég hélt aldrei að ég myndi vera enn að keppa á fimmtugsaldri og er nokkuð viss um að ég hafi sagt að ég ætlaði ekki að gera það. Þetta líf er bara svo heillandi. Mér líður ekki eins og ég sé fertugur og líður bara mjög vel“ sagði Hamilton. Lewis Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari en vann sinn síðasta titil árið 2020. Hann varð annar 2021, sjötti 2022 og þriðji í fyrra. Hann er eins og er í níunda sætinu á þessu tímabili. Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Hamilton þreytti frumraun sína í formúlunni árið 2007 en fyrsta keppni Alonso var árið 2001. Þeir eru báðir í eldlínunni í dag og Alonso var að framlengja samning sinn við Aston Martin til 2026 en verður þá orðinn 45 ára. Hamilton heldur upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári en þá mun hann byrja nýjan kafla á ferli sínum sem ökumaður Ferrari. Hann gerði tveggja ára samning við Ferrari liðið. „Ég er ekki elsti ökumaðurinn hérna. Ég á eftir að keppa í dágóðan tíma til viðbótar og það er því gott að Alonso sé hérna enn,“ sagði Lewis Hamilton. Kínverski kappaksturinn er um helgina en það er fimmta keppni tímabilsins. Read more on his plans to race 'well into' his 40s https://t.co/a8tRQEChwd— BBC Sport (@BBCSport) April 18, 2024 „Fernando er einn af bestu ökumaðurinn sem við höfðu átt og það að hann haldi áfram að vera með okkur sýnir bara hvað er mögulegt. Það sýnir líka nýtt tímabil hjá íþróttafólki, hvað líkaminn getur gert og gert lengi ef það er hugsað vel um hann,“ sagði Hamilton. „Ég hélt aldrei að ég myndi vera enn að keppa á fimmtugsaldri og er nokkuð viss um að ég hafi sagt að ég ætlaði ekki að gera það. Þetta líf er bara svo heillandi. Mér líður ekki eins og ég sé fertugur og líður bara mjög vel“ sagði Hamilton. Lewis Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari en vann sinn síðasta titil árið 2020. Hann varð annar 2021, sjötti 2022 og þriðji í fyrra. Hann er eins og er í níunda sætinu á þessu tímabili.
Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira