Hvað viltu meira? „Góð aðventa með handbolta og skíðum“ Valur Páll Eiríksson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 19. apríl 2024 07:00 Þórey Rósa vill að Íslendingar slái tvær flugur í einu höggi þegar EM kvenna í handbolta fer fram síðar á þessu ári. EPA-EFE/Beate Oma Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Þrír leikmenn Fram eru í landsliðinu en þær gátu misvel fylgst með drætti dagsins. Vísir og Stöð 2 ræddu við þær þrjár á æfingu Fram nú eftir að ljóst var með hvaða liðum Ísland yrði í riðli. Steinunn Björnsdóttir náði „aðeins að hlusta á þetta í eyrunum í umferðinni á leiðinni hingað upp eftir svo það var flott,“ enda með einn nýfæddan í bílnum. „Þetta var langdregið en ég var furðu róleg í dag, svo þegar maður byrjaði að fylgjast með þessu þá fór hjartað að slá og er enn aðeins að ná mér niður,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir, sem sést vel stressuð á myndunum sem fylgja. Ísland dróst í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu. Þær þýsku eru líklega eitt sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Það hefði því getað dregist betur. Raunverulega er þetta á meðal verri riðla sem landsliðið hefði getað ímyndað sér, en stelpunar standa keikar. „Við verðum að vera hreinskilin, við hefðum alveg getað verið heppnari en við tökum þessu. Vissulega voru önnur lið þarna sem maður hefði frekar viljað mæta en þessum,“ sagði Steinunn. Hægt að slá tvær flugur í einu höggi Drátturinn snerist ekki einungis um andstæðinga heldur einnig staðsetningu. Ísland slapp við Debrecen í Ungverjalandi og Basel í Sviss. Stelpurnar eru sáttar að vera á leið til Innsbruck í Austurríki, það sem Þórey var að vonast eftir frekar en hitt: „Mér líst bara vel á það. Fyrir þá Íslendinga sem ætla að koma er hægt að taka skíðin með sér. Það er mikil skíðamenning hér á Íslandi svo ég trúi ekki öðru en allir flykkist til okkar,“ segir Steinunn. „Ég hvet fólk til að fara plana góða aðventu með handbolta og skíðum, blanda því saman. Íslendingar geta ekki beðið um meira,“ sagði Þórey Rósa jafnframt og glott við tönn. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Um er að ræða fyrsta Evrópumótið í 12 ár en íslenska liðið var á HM í fyrra og munu yngri leikmenn njóta reynslunnar sem fékkst á því móti. „Við náðum náttúrulega að þjappa okkur vel saman, náðum mörgum vikum og myndi segja að við þekkjum hvor aðra betur og kunnum að spila betur saman þannig að það hjálpaði okkur helling,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir að endingu. Handbolti Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Þrír leikmenn Fram eru í landsliðinu en þær gátu misvel fylgst með drætti dagsins. Vísir og Stöð 2 ræddu við þær þrjár á æfingu Fram nú eftir að ljóst var með hvaða liðum Ísland yrði í riðli. Steinunn Björnsdóttir náði „aðeins að hlusta á þetta í eyrunum í umferðinni á leiðinni hingað upp eftir svo það var flott,“ enda með einn nýfæddan í bílnum. „Þetta var langdregið en ég var furðu róleg í dag, svo þegar maður byrjaði að fylgjast með þessu þá fór hjartað að slá og er enn aðeins að ná mér niður,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir, sem sést vel stressuð á myndunum sem fylgja. Ísland dróst í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu. Þær þýsku eru líklega eitt sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Það hefði því getað dregist betur. Raunverulega er þetta á meðal verri riðla sem landsliðið hefði getað ímyndað sér, en stelpunar standa keikar. „Við verðum að vera hreinskilin, við hefðum alveg getað verið heppnari en við tökum þessu. Vissulega voru önnur lið þarna sem maður hefði frekar viljað mæta en þessum,“ sagði Steinunn. Hægt að slá tvær flugur í einu höggi Drátturinn snerist ekki einungis um andstæðinga heldur einnig staðsetningu. Ísland slapp við Debrecen í Ungverjalandi og Basel í Sviss. Stelpurnar eru sáttar að vera á leið til Innsbruck í Austurríki, það sem Þórey var að vonast eftir frekar en hitt: „Mér líst bara vel á það. Fyrir þá Íslendinga sem ætla að koma er hægt að taka skíðin með sér. Það er mikil skíðamenning hér á Íslandi svo ég trúi ekki öðru en allir flykkist til okkar,“ segir Steinunn. „Ég hvet fólk til að fara plana góða aðventu með handbolta og skíðum, blanda því saman. Íslendingar geta ekki beðið um meira,“ sagði Þórey Rósa jafnframt og glott við tönn. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Um er að ræða fyrsta Evrópumótið í 12 ár en íslenska liðið var á HM í fyrra og munu yngri leikmenn njóta reynslunnar sem fékkst á því móti. „Við náðum náttúrulega að þjappa okkur vel saman, náðum mörgum vikum og myndi segja að við þekkjum hvor aðra betur og kunnum að spila betur saman þannig að það hjálpaði okkur helling,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir að endingu.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira