Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 12:24 Nú gustar um bankaráð Landsbankans vegna kaupanna á TM. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi bankans á föstudag að tillögu bankasýslunnar. Vísir/Sigurjón Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. Miklar deilur hafa staðið yfir á milli bankaráðs Landsbankans og bankasýslunnar eftir að bankinn keypti TM gegn vilja þáverandi fjármálaráðherra. Bankasýslan segir kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína þegar bankinn bauð í félagið. Bankasýslan leggur fram tillögu um að skipta bankaráðinu út á aðalfundi á föstudag. Í yfirlýsingu sem bankaráðsins sendi frá sér í dag hafnar það því að hafa valið fjármögnunarleið fyrir kaupin gagngert til þess að komast undan því að fá samþykki hluthafa bankans. Vísar það til ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir Landsbankans. „Það er fjarri sanni og í því felast aðdróttanir í garð bankaráðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hagstæðasta leiðin við fjármögnun Bankaráðið segir að sú leið að greiða fyrir TM með haldbæru og gefa út víkjandi skuldabréf til mótvægis hafi verið valin vegna þess að hún sé til þess fallin að viðhalda getu bankans til þess að greiða reglulegar arðgreiðslur til framtíðar í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins. „Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans,“ segir í yfirlýsingunni. Hefði bankinn ætlað að fjármagna kaupin með útgáfu nýs hlutafjár hefði þurft samþykki hluthafafundar. Landsbankinn hefði hins vegar talið hagstæðast að greiða með haldbæru fæ og gefa í kjölfarið út víkjandi skuldabréf upp á 13,5 milljarða króna sem greiðist upp eftir fimm ár frekar en að gefa út nýtt hlutafé. Kaupin á TM lækki eiginfjárstöðu bankans um 1,5 prósentustig. Eftir þau verði eiginfjárhlutfallið 23,1 prósent, vel yfir eiginfjárkröfu hans um 20,7 prósent. Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans. Telja sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu Ítrekað er í yfirlýsingunni að bankaráðið telji sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu þegar það lét vita af áhuga þess að kaupa TM daginn sem það gerði óskuldbindandi tilboð 20. desember. Bankasýslan hafi aldrei gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Formaður stjórnar bankasýslunnar hefur sagt að bankaráðið vísi þar til þriggja mínútna símtal formanns bankaráðsins og hans sjálfs. Þar hafi ekkert skuldbindandi tilboð í TM verið rætt. Það stæðist enga skoðun að halda þvi fram að bankasýslan hefði verið upplýst um fyrirhuguð kaup Landsbankans á félaginu. Kallaði hann yfirlýsingu sem bankaráðið sendi frá sér á föstudag „auma“ í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Miklar deilur hafa staðið yfir á milli bankaráðs Landsbankans og bankasýslunnar eftir að bankinn keypti TM gegn vilja þáverandi fjármálaráðherra. Bankasýslan segir kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína þegar bankinn bauð í félagið. Bankasýslan leggur fram tillögu um að skipta bankaráðinu út á aðalfundi á föstudag. Í yfirlýsingu sem bankaráðsins sendi frá sér í dag hafnar það því að hafa valið fjármögnunarleið fyrir kaupin gagngert til þess að komast undan því að fá samþykki hluthafa bankans. Vísar það til ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir Landsbankans. „Það er fjarri sanni og í því felast aðdróttanir í garð bankaráðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hagstæðasta leiðin við fjármögnun Bankaráðið segir að sú leið að greiða fyrir TM með haldbæru og gefa út víkjandi skuldabréf til mótvægis hafi verið valin vegna þess að hún sé til þess fallin að viðhalda getu bankans til þess að greiða reglulegar arðgreiðslur til framtíðar í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins. „Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans,“ segir í yfirlýsingunni. Hefði bankinn ætlað að fjármagna kaupin með útgáfu nýs hlutafjár hefði þurft samþykki hluthafafundar. Landsbankinn hefði hins vegar talið hagstæðast að greiða með haldbæru fæ og gefa í kjölfarið út víkjandi skuldabréf upp á 13,5 milljarða króna sem greiðist upp eftir fimm ár frekar en að gefa út nýtt hlutafé. Kaupin á TM lækki eiginfjárstöðu bankans um 1,5 prósentustig. Eftir þau verði eiginfjárhlutfallið 23,1 prósent, vel yfir eiginfjárkröfu hans um 20,7 prósent. Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans. Telja sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu Ítrekað er í yfirlýsingunni að bankaráðið telji sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu þegar það lét vita af áhuga þess að kaupa TM daginn sem það gerði óskuldbindandi tilboð 20. desember. Bankasýslan hafi aldrei gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Formaður stjórnar bankasýslunnar hefur sagt að bankaráðið vísi þar til þriggja mínútna símtal formanns bankaráðsins og hans sjálfs. Þar hafi ekkert skuldbindandi tilboð í TM verið rætt. Það stæðist enga skoðun að halda þvi fram að bankasýslan hefði verið upplýst um fyrirhuguð kaup Landsbankans á félaginu. Kallaði hann yfirlýsingu sem bankaráðið sendi frá sér á föstudag „auma“ í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira