Bíó og sjónvarp

Hámhorfið: Hvað eru grafískir hönnuðir að horfa á?

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Lífið á Vísi ræddi við grafíska hönnuði í Hámhorfinu.
Lífið á Vísi ræddi við grafíska hönnuði í Hámhorfinu. SAMSETT

Enn einn sunnudagurinn runninn upp og úrvalið af sjónvarpsefni heldur áfram að aukast Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu. Í dag er rætt við grafíska hönnuði sem luma á ýmsum góðum hugmyndum. 

Siggi Oddsson, JKR (Bandarísk stofa):

Siggi Oddsson starfar hjá skrifstofu í New York. Aðsend

„Flest sem ég horfi á er með Önnu konu minni, en við erum þessa dagana að horfa á seríu sem heitir Mozart in the Jungle, sem er nokkurra ára gömul en fór svolítið framhjá mér, með Gael Garcia Bernal og þróað af Roman Coppola meðal annars. 

Við vorum síðan að klára allra síðasta þáttinn af Curb Your Enthusiasm, sem er ákveðin sorgarstund þar sem þetta hefur eiginlega verið uppáhalds serían mín síðustu ár, og í raun bara á eftir Seinfeld á heildina litið. 

Síðan erum við með nokkuð óhaggandi lið að horfa á einn þátt af Frasier fyrir svefninn, sem hefur krossverkandi áhrif með kamillutenu. Eina serían sem ég horfi á einn er í raun The Wire, sem ég er að hæg-háma um helgar þegar ég hef aukatíma.

Frá áramótum gerðum við hjónin síðan smá átak í að horfa á fleiri gæðamyndir sem hafa verið að koma út og fá verðlaun á Cannes og svona. Nokkrar sem þarf að mæla með þar eru t.d. Close sem er átakanleg mynd um unga vini. Zone of Interest og Anatomy of a Fall hafa líklega fleiri séð en standa upp úr. 

Sama má segja um Poor Things sem var virkilega fersk. Wim Wenders myndin Perfect Days minnti mann síðan á að njóta einföldu hlutanna.“

Dóra Haralds, Brandenburg:

Dóra Haraldsdóttir starfar hjá BrandenburgAðsend

„Við vorum nýlega að starta bíóklúbbi í vinnunni og fyrsta myndin sem við sáum saman var Holdovers í leikstjórn Alexander Payne. Það var mjög góð mynd sem ég mæli hiklaust með. Söguþráðurinn er skemmtilega mannlegur, ljúfsár og fyndinn og leikararnir koma honum mjög vel til skila. Myndin gerist 1970 svo heildar áferðin á myndinni endurspeglar það á fallegan hátt.

Svo kláraði ég nýlega Love & Death með Elizabeth Olsen í aðalhlutverki sem er byggð á sönnu morðmáli í Texas frá 1980. Elizabeth leikur hina fullkomnu úthverfa mömmu sem er síðan grunuð um hrottalegt morð. Ég virkilega hámaði þá í mig.“

Arnari Ingi Viðarsson, Arnar&Arnar: 

Arnar Ingi starfar hjá skrifstofunni Arnar&Arnar. Aðsend

Syk pike

„Mér finnst mjög áhugavert að sjá hvernig óttar samfélagsins endurspeglast í viðfangsefni hryllingsmynda og nýtilkomin félagshryllingur síðustu ára hefur mér verið mjög hugleikinn. Ég er forfallinn aðdáandi svíans Rüben Ostlund en norðmenn eru einnig sterkir að kanna óþægindaramann enda konungar velmegunarkvíða Norður-evrópu. 

Hryllingsmyndir eru eiginlega hættar að snúast um blóðshúthellingar og eltihrella, nú eru þær orðnar eins konar kjánahrollskannanir. Rauða hættan, kjarnorkuslys, útlendingahatur, tálkvendi og raðmorðingar hafa nú vikið til hliðar fyrir nístandi ótta við að vera ekki boðið í brúðkaup, það skilja ekki listasýningar eða vera áreittur af ógæfufólki út á götu um stundarsakir. Syk pike yndisleg ádeila um sjálfhverfu samfélagsmiðla og í raun áhættusama tilvist í samfélagi sem upphefur athygli án innihalds.“

North Water

„Vinnan mín tengist þessa dagana uppgjöri Evrópu á ódæðisverkum nýlenutímans og hvort sem það er ómeðvitað eða ekki hef ég sótt mikið í myndir og þætti sem fjalla um landakönnunartímana. Þættirnir North Water hafa óþolandi aðdráttarafl; bældir karlhrútar í eintómri vesæld, siglandi á hjarta veraldar í skítakulda sem þurfi svo að leggja sér vini sína til muns, svo ég vitni í Veru Illuga, nær til mín á eitthvern frumstæðan hátt.“

The Curse

„Ég get ekki litið frá þessum þáttum. Siðferðileg álitamál geta verið svo ótrúlega kómískt í réttri meðhöndlun og það eru fáir sem fanga kjánahroll hversdagsleikans eins og Nathan Fielder, ég eiginlega skil ekki hvernig hann getur haldið andliti í öllum þeim svimandi óþægindum sem hann er búinn að framleiða síðastliðin ár. 

Nathan for you, The Rehearsal og núna The Curse eru allt metastúdíur á tilbreytingaleysi miðstéttarinnar sem eru samt mun ógnvægilegri en Black mirror.“

Embla Óðinsdóttir, hjá Ingu Elínu og sjálfstætt starfandi:

Embla Óðinsdóttir starfar í markaðs og grafíkmálum hjá keramikernum Ingu Elínu og er sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður. Aðsend

„Ég er með nokkrar seríur sem ég endurtek þegar ég er í stuði fyrir hámhorf. Það er þó alltaf svo skemmtilegt og mikið að gerast hjá mér að ég hef bara hreinlega ekki haft tíma í hámhorf! 

Síðasta hámhorf sem ég átti var þegar ég tók alla Rookie seríunar á furðulega stuttum tíma. Þeir sem muna eftir þáttunum Castle sem voru í línulegri dagskrá á RÚV í mörg ár kannast kanski við aðalleikarann í The Rookie, enginnn annar en Nathan Fillion, sjálfur Castle. 

The Rookie eru einstaklega ánægjulegir og svo ótrúlega skemmtilegir karakterar sem koma fyrir. Castle hjartað mitt fær heldur betur að njóta sín en Nathan leikur nánast sama karakterinn, bara í ólíkum aðstæðum í þáttunum tveim. 

Hámhorf hjá mér er þó allra mest þegar ég er að fara að sofa. Þá er ég með heilögu þrennuna Friends, New Girl og Gilmore girls en ég þjáist að því að geta ekki sofnað nema vera með hljóðið af einum af þessum seríum í gangi.

Ég er ennþá mjög fúl út í Netflix að hafa tekið bæði Friends og New Girl út. 

Ástandið er alveg það slæmt að þegar að ég hlusta á þættina á koddanum sé ég þá gerast í hausnum mínum línu fyrir línu því ég kann þá það vel utan að. 

Stundum er erfitt að sofna samt því ég get bara ekki hætt að hlæja upphátt með þeim. 

Svo þegar ég er eithvað lítil í mér eða þarf smá upplyftingu eru drottningarnar á Wisteria Lane eða í Beverly Hills mínar konur. Ég er auðvitað að tala um Desperate Housewives og The Real Housewives of Beverly Hills

Svo væri það skandall að nefna ekki fyndnustu þætti sem ég hef séð en það eru þær Grace and Frankie með Jane fonda og Lily Tomlin. ÉG bilast og emja um af hlátri yfir þeim vinkonum. Svo finnst mér þær minna mig svo sérstaklega á báðar ömmur mínar sem gerir þetta sjónvarp ennþá betra.“

Eðvarð Atli Birgisson, Jökulá: 

Eðvarð Atli starfar hjá Jökulá. Aðsend

„Þessa dagana, eins og flesta er ég að horfa á nokkra þætti í einu. Það er einhvern veginn allt of mikið af góðu stöffi í gangi og maður hefur ekki undan af því að klára allt sem fólk er að mæla með.

Einn af þessum þáttum sem ég er með í gangi núna er 3 Body Problem á Netflix. Mjög gott Sci-Fi, byggt á bók eftir kínverskan höfund og serían gjörsamlega rígheldur manni. Þættirnir eru mjög svo áhugaverðir og sjúklega vel gerðir. Þetta eru þættir sem ég og konan erum að horfa á saman.

En það er oft skipt; mínir þættir, hennar þættir og svo þættirnir sem við horfum á saman.

Dæmi um þætti sem ég einn er að horfa á eru Shogun á Disney+. Þessir þættir kitla sögunördinn í mér og eru magnaðir. Svona undirspilað drama með rosaleg stórum senum og leikmynd. Aðalleikarinn er mjög áhugaverður, en hann er einhver skrítin blanda af Tom Hardy og Vincent D'Onofrio. En virkilega góður. Það er mest töluð japanska sem gerir það að verkum að maður verður að fylgjast vel með, ekkert símafikt eða reyna vinna með tölvuna í kjöltunni.

Svo eru það þættirnir sem ég horfi á þegar ég er að vinna uppi í sófa. Það er sennilegast eitthvað sem mörg okkar gera en akkúrat núna er ég að kveikja á The Office, en ég er örugglega að horfa á þá í fjórða skiptið. Aðrir þættir sem ég set á við svona vinnutarnir eru Seinfeld og svo Masterchef.

Ég er mjög veikur fyrir matreiðsluþáttum og algrímið greinir mig sem einhverskonar matsjúkan, sci-fi nörd og sófakartöflu, svona miðað við þær tillögur sem ég fæ upp.

Ég verð svo að lokum að hrósa þáttunum Skvís, en við hjónin horfðum á þá á einhverjum tveimur kvöldum. Þó við séum ekki mikið að samsama okkur með aðalpersónum og söguþræðinum fannst mér mjög vel gert í að sýna frá þessum veruleika yngra fólks. Virkilega eðlileg samtöl, trúverðugir karakterar og vel leikið.“


Tengdar fréttir

Hámhorfið: Hvað eru landsliðskonur í knattspyrnu að horfa á?

Sunnudagar eru uppáhalds dagar sumra sem njóta þess til dæmis að sofa út og kveikja svo á sjónvarpinu. Með offramboði af streymisveitum, þáttaseríum og kvikmyndum gætu sumir þó veigrað sér frá því að kveikja á imbanum sökum valkvíða. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu þar sem ýmsar hugmyndir af sjónvarpsglápi koma fram. 

Hámhorfið: Hvað eru prestar landsins að horfa á?

Sunnudagar eru sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og má gera ráð fyrir því að margir nýti páskafríið í gott hámhorf. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks varðandi hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag, á páskadegi, fáum við að heyra frá nokkrum prestum landsins.

Hámhorfið: Hvað eru hetjur hafsins að horfa á?

Sunnudagar til sjónvarpsgláps segja sumir og gildir þá einu hvort það sé á landi eða sjó. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks til að heyra hvað það er að horfa á. Í dag er rætt við sjómenn en hetjur hafsins eru sannarlega með fjölbreyttan smekk á afþreyingarefni.

Hámhorfið: Hvað eru listakonur landsins að horfa á?

Sunnudagar og sjónvarp eru prýðileg blanda fyrir þau sem vilja nýta hvíldardaginn vel. Lífið á Vísi heldur áfram að rannsaka sjónvarpsefni þar sem gríðarlegt magn er í boði og oft getur valið því orðið yfirþyrmandi. Í dag deila nokkrar öflugar listakonur landsins því hvað þær eru að horfa á þessa dagana.

Hám­horfið: Hvað er kvik­mynda­gerða­fólkið að horfa á?

Sjónvarpsglápið nær gjarnan hámarki á sunnudögum og eru einhverjir sem bíða í mikilli eftirvæntingu eftir heilaga hvíldardeginum til að geta loks lagst í sófann og hámhorft. Í dag tekur Lífið á Vísi púlsinn á sérfræðingum þegar það kemur að afþreyingarefni, kvikmyndagerðarfólki.

Hámhorfið: Hvað eru Æði strákarnir að horfa á?

Marsmánuður er genginn í garð og stöðugt flæðir nýtt sjónvarpsefni inn á hinar ýmsu streymisveitur. Valkvíði þeirra sem elska að horfa á sjónvarp getur verið mikill í takt við offramboð af efni og þá eru góð ráð dýr. Lífið á Vísi heldur því áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks um hvað það er að horfa á. Í dag eru það strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði sem deila sínu uppáhalds sjónvarpsefni.

Hámhorfið: Hvað eru barþjónar að horfa á?

Sunnudagar eru til sælu fyrir suma, til svefns fyrir aðra og svo mætti jafnvel segja sunnudagar eru til sjónvarpsgláps. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og spyrja það hvað það er að horfa á þessa dagana. Í dag var rætt við starfsstétt sem stendur jafnan vaktina fram eftir nóttu um helgar, barþjóna, og luma þeir á ýmsum hugmyndum.

Hámhorfið: Hvað eru leikkonur landsins að horfa á?

Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. 

Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á?

Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 

Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á?

Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana.  

Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á?

Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga.

Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á?

Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 

Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á

Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×