Fjögurra stjörnu hótel opni við Skógarböðin Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2024 09:43 Stefnt er á að hótelið opnu árið 2026. Íslandshótel Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um hönnun, uppbyggingu og rekstur fjögurra stjörnu hótels við hlið Skógarbaðanna í Eyjafirði. Hótelið verður með 120 herbergi, fjögurra hæða, auk þakhæðar með útsýni yfir Eyjafjörðinn. Í tilkynningu kemur fram að gert sé ráð fyrir að á hótelinu verði glæsilegur veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt veglegri heilsulind. Þá sé horft til þess að stækka baðhluta Skógarbaðanna þannig að hann muni tengjast hótelinu. Reiknað sé með að fjárfestingin í hótelinu verði um fimm milljarðar króna og áætlað að það opni á vormánuðum 2026. Haft er eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að þetta sé virkilega spennandi verkefni sem starfsmenn Íslandshótela hlakki mikið til að takast á við og bjóða upp á úrvalsgistingu í því fagra umhverfi sem umlyki Skógarböðin. „Íslandshótel halda uppbyggingu sinni áfram og tryggja með þessu enn eina perluna í röð hótela um land allt,“ segir Davíð Torfi. Hann segir að erlendum ferðamönnum á svæðinu fjölgi jafnt og þétt allt árið um kring. „Yfir vetrarmánuðina koma einnig þúsundir Íslendinga norður til skammtímadvalar, taka þátt í íþróttamótum eða skella sér á skíði, svo eitthvað sé nefnt. Að bæta gæðahóteli við Skógarböðin fyrir þá sem heimsækja Eyjafjörð er því ekki aðeins tímabær, heldur einnig kærkomin viðbót og það verður ánægjulegt að fylgjast með áframhaldi uppbyggingu á Norðurlandi.“ Íslandshótel Þá segjast Sigríður María Hammer og Finnur Aðalbjörnsson, aðaleigendur Skógarbaðanna, afar spennt fyrir þessu verkefni. Stórhuga draumar þeirra um hótel tengt við Skógarböðin séu nú að rætast. „Við viljum gera okkar til að byggja áfram upp ferðaþjónustu á Norðurlandi, enda getur hótel hér einnig stuðlað að bættum forsendum fyrir millilandaflugi til Akureyrar. Hótelið verður staðsett í jaðri skógarins í Vaðlareit og mun hafa einstakt útsýni yfir á Akureyri og inn og út Eyjafjörðinn, lengsta fjörð Íslands. Hönnunin er glæsileg, fellur vel að umhverfinu og algjörlega í samræmi við hugmyndir okkar,“ er haft eftir þeim Sigríði og Finni. Basalt arkitektar, ein reynslumesta stofan hvað varðar hönnun hótela og baðstaða, er hönnunaraðili hótelsins. Íslandshótel rekur átján hótel með um tvö þúsund herbergi um land allt undir merkjum Fosshótel og Hótel Reykjavík. Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Akureyri Íslandshótel Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að gert sé ráð fyrir að á hótelinu verði glæsilegur veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt veglegri heilsulind. Þá sé horft til þess að stækka baðhluta Skógarbaðanna þannig að hann muni tengjast hótelinu. Reiknað sé með að fjárfestingin í hótelinu verði um fimm milljarðar króna og áætlað að það opni á vormánuðum 2026. Haft er eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að þetta sé virkilega spennandi verkefni sem starfsmenn Íslandshótela hlakki mikið til að takast á við og bjóða upp á úrvalsgistingu í því fagra umhverfi sem umlyki Skógarböðin. „Íslandshótel halda uppbyggingu sinni áfram og tryggja með þessu enn eina perluna í röð hótela um land allt,“ segir Davíð Torfi. Hann segir að erlendum ferðamönnum á svæðinu fjölgi jafnt og þétt allt árið um kring. „Yfir vetrarmánuðina koma einnig þúsundir Íslendinga norður til skammtímadvalar, taka þátt í íþróttamótum eða skella sér á skíði, svo eitthvað sé nefnt. Að bæta gæðahóteli við Skógarböðin fyrir þá sem heimsækja Eyjafjörð er því ekki aðeins tímabær, heldur einnig kærkomin viðbót og það verður ánægjulegt að fylgjast með áframhaldi uppbyggingu á Norðurlandi.“ Íslandshótel Þá segjast Sigríður María Hammer og Finnur Aðalbjörnsson, aðaleigendur Skógarbaðanna, afar spennt fyrir þessu verkefni. Stórhuga draumar þeirra um hótel tengt við Skógarböðin séu nú að rætast. „Við viljum gera okkar til að byggja áfram upp ferðaþjónustu á Norðurlandi, enda getur hótel hér einnig stuðlað að bættum forsendum fyrir millilandaflugi til Akureyrar. Hótelið verður staðsett í jaðri skógarins í Vaðlareit og mun hafa einstakt útsýni yfir á Akureyri og inn og út Eyjafjörðinn, lengsta fjörð Íslands. Hönnunin er glæsileg, fellur vel að umhverfinu og algjörlega í samræmi við hugmyndir okkar,“ er haft eftir þeim Sigríði og Finni. Basalt arkitektar, ein reynslumesta stofan hvað varðar hönnun hótela og baðstaða, er hönnunaraðili hótelsins. Íslandshótel rekur átján hótel með um tvö þúsund herbergi um land allt undir merkjum Fosshótel og Hótel Reykjavík.
Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Akureyri Íslandshótel Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira