Viðskipti innlent

Ráðin yfir­lög­fræðingur VÍS trygginga

Atli Ísleifsson skrifar
Bergrún Elín Benediktsdóttir.
Bergrún Elín Benediktsdóttir. VÍS tryggingar

Bergrún Elín Benediktsdóttir hefur verið ráðin sem yfirlögfræðingur VÍS trygginga.

Í tilkynningu kemur fram að hún hafi áður verið meðeigandi Fulltingi, lögfræðistofu sem sérhæfi sig í slysa- og skaðabótamálum. 

„Stofan sinnir einnig málum er varða vátryggingarétt og vinnurétt, en Bergrún hóf þar störf árið 2008. Að auki, hefur hún sinnt kennslu í skaðabótarétti við Háskólann á Bifröst. Bergrún er með meistaragráðu í viðskiptafræði (MBM) og meistarapróf í lögfræði (cand. Jur). 

Hún hefur nú þegar hafið störf hjá VÍS tryggingum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×