Samruninn hefði haft umtalsverð skaðleg áhrif Árni Sæberg skrifar 4. júní 2024 07:50 Guðni Halldórsson frá Íslenskum verðbréfum, sem hafði milligöngu um kaupin, Gunnar Guðmundarson og Einar Guðmundsson frá Búvís og Þórður Guðjónsson og Lárus Árnason frá Skel. Aðsend Samkeppniseftirlitið hefur birt ákvörðun um að ógilda kaup Skeljungs ehf. á Búvís ehf.. Eftirlitið telur að samruninn hefði að öllu óbreyttu haft umtalsverð skaðleg áhrif á markaði fyrir innflutning og sölu á áburði. Greint var frá því í ágúst síðastliðnum að Skeljungur, sem er í eigu Skeljar fjárfestingarfélags, hefði undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Búvís ehf. á Akureyri. Venju samkvæmt voru kaupin háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem tilkynnti í gær að það hefði ógilt kaupin. Óhjákvæmileg að ógilda Í tilkynningu eftirlitsins segir að rannsókn hefði leitt í ljós að Búvís væri mikilvægur keppinautur á markaði fyrir innflutning og sölu á áburði og að samruninn hefði að öllu óbreyttu haft umtalsverð skaðleg áhrif á þeim markaði. Því væri óhjákvæmilegt að ógilda samrunann. Áburður sé mikilvægt aðfang í landbúnaði og stór kostnaðarliður hjá bændum. Fyrri rannsóknir Samkeppniseftirlitsins gefi til kynna að samningsstaða bænda gagnvart aðilum sem sjá þeim fyrir þjónustu og aðföngum sé veik, auk þess sem fjárhagsstaða bænda sé að jafnaði erfið. Búvís hreinlega stofnað til sem andsvar við skorti á samkeppni Gögn málsins sýni að Búvís hafi verið stofnað sem andsvar við verulegum verðhækkunum á áburði og skorti á samkeppni. Búvís var stofnað í janúar 2006 af bræðrunum Einari Guðmundssyni og Gunnari Guðmundarsyni sem hafa átt og rekið félagið frá upphafi. Félagið sérhæfir sig í sölu og þjónustu búvéla og rekstaravara til bænda svo sem áburði, rúlluplasti og rúlluneti. Umsagnir bænda, sem aflað hafi verið í málinu, sýni einnig að Búvís hafi breytt samkeppnisaðstæðum til hins betra, haldið verði niðri og bætt þjónustu og viðskiptakjör til bænda. Hætta sé á því að aðstæður á markaði færu í fyrra horf hefði orðið af samrunanum. Keppinautar hefðu orðið þrír Í tilkynningunni segir að Búvís og Skeljungur séu nánir keppinautar við sölu áburðar. Þá sé Búvís öflugur keppinautur sem veiti öðrum fyrirtækjum samkeppni umfram það sem markaðshlutdeild þess gefur til kynna. Með yfirtöku Skeljungs hefði því horfið það mikilvæga og öfluga samkeppnislega aðhald sem stafar frá Búvís. Ef yfirtaka Skeljungs á Búvís hefði náð fram að ganga hefði burðugum keppinautum fækkað úr fjórum í þrjá. Veruleg samþjöppun hefði orðið á fákeppnismarkaði umfram það sem ásættanlegt sé samkvæmt viðurkenndum viðmiðum samkeppnisréttar. Þessu til viðbótar hefði fækkun keppinauta á fákeppnismarkaði málsins þær afleiðingar að aðstæður hefðu orðið mun hentugri til samhæfingar, svo sem við verðákvörðun, bændum og neytendum til tjóns. Hafi ekki komið til móts við eftirlitið Þá hafi samrunaaðilar ekki lagt fram fullnægjandi upplýsingar, gögn eða skýringar, þess efnis að samruninn hefði í för með sér hagræðingu eða efnahagslegar framfarir sem mótvægi við skaðleg áhrif samrunans. Undir meðferð málsins hafi samrunaaðilar hvorki óskað eftir sáttaviðræðum né lagt fram tillögur að mögulegum skilyrðum. Þá hafi þeir ekki nýtt heimild samkeppnislaga til þess óska framlengingar á tímafrestum í málinu, í því skyni að skapa rými fyrir frekari rannsókn. Ítarlegri samantekt, sem og umfjöllun um samrunann, rannsókn eftirlitsins, málsmeðferðina og skaðleg áhrif samrunans, má finna í birtri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hér . Samkeppnismál Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Landbúnaður Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Greint var frá því í ágúst síðastliðnum að Skeljungur, sem er í eigu Skeljar fjárfestingarfélags, hefði undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Búvís ehf. á Akureyri. Venju samkvæmt voru kaupin háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem tilkynnti í gær að það hefði ógilt kaupin. Óhjákvæmileg að ógilda Í tilkynningu eftirlitsins segir að rannsókn hefði leitt í ljós að Búvís væri mikilvægur keppinautur á markaði fyrir innflutning og sölu á áburði og að samruninn hefði að öllu óbreyttu haft umtalsverð skaðleg áhrif á þeim markaði. Því væri óhjákvæmilegt að ógilda samrunann. Áburður sé mikilvægt aðfang í landbúnaði og stór kostnaðarliður hjá bændum. Fyrri rannsóknir Samkeppniseftirlitsins gefi til kynna að samningsstaða bænda gagnvart aðilum sem sjá þeim fyrir þjónustu og aðföngum sé veik, auk þess sem fjárhagsstaða bænda sé að jafnaði erfið. Búvís hreinlega stofnað til sem andsvar við skorti á samkeppni Gögn málsins sýni að Búvís hafi verið stofnað sem andsvar við verulegum verðhækkunum á áburði og skorti á samkeppni. Búvís var stofnað í janúar 2006 af bræðrunum Einari Guðmundssyni og Gunnari Guðmundarsyni sem hafa átt og rekið félagið frá upphafi. Félagið sérhæfir sig í sölu og þjónustu búvéla og rekstaravara til bænda svo sem áburði, rúlluplasti og rúlluneti. Umsagnir bænda, sem aflað hafi verið í málinu, sýni einnig að Búvís hafi breytt samkeppnisaðstæðum til hins betra, haldið verði niðri og bætt þjónustu og viðskiptakjör til bænda. Hætta sé á því að aðstæður á markaði færu í fyrra horf hefði orðið af samrunanum. Keppinautar hefðu orðið þrír Í tilkynningunni segir að Búvís og Skeljungur séu nánir keppinautar við sölu áburðar. Þá sé Búvís öflugur keppinautur sem veiti öðrum fyrirtækjum samkeppni umfram það sem markaðshlutdeild þess gefur til kynna. Með yfirtöku Skeljungs hefði því horfið það mikilvæga og öfluga samkeppnislega aðhald sem stafar frá Búvís. Ef yfirtaka Skeljungs á Búvís hefði náð fram að ganga hefði burðugum keppinautum fækkað úr fjórum í þrjá. Veruleg samþjöppun hefði orðið á fákeppnismarkaði umfram það sem ásættanlegt sé samkvæmt viðurkenndum viðmiðum samkeppnisréttar. Þessu til viðbótar hefði fækkun keppinauta á fákeppnismarkaði málsins þær afleiðingar að aðstæður hefðu orðið mun hentugri til samhæfingar, svo sem við verðákvörðun, bændum og neytendum til tjóns. Hafi ekki komið til móts við eftirlitið Þá hafi samrunaaðilar ekki lagt fram fullnægjandi upplýsingar, gögn eða skýringar, þess efnis að samruninn hefði í för með sér hagræðingu eða efnahagslegar framfarir sem mótvægi við skaðleg áhrif samrunans. Undir meðferð málsins hafi samrunaaðilar hvorki óskað eftir sáttaviðræðum né lagt fram tillögur að mögulegum skilyrðum. Þá hafi þeir ekki nýtt heimild samkeppnislaga til þess óska framlengingar á tímafrestum í málinu, í því skyni að skapa rými fyrir frekari rannsókn. Ítarlegri samantekt, sem og umfjöllun um samrunann, rannsókn eftirlitsins, málsmeðferðina og skaðleg áhrif samrunans, má finna í birtri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hér .
Samkeppnismál Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Landbúnaður Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira