Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2024 12:48 Helga Björk Eiríksdóttir er formaður bankaráðs Landsbankans. Hún segir að Jón Gunnar Jónsson og félagar hjá Bankasýslunni hafa verið upplýsta um áformin um kaup á TM. Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. Bankaráð hefur svarað bréfi Bankasýslunnar frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Bankaráð segist í svari sínu hafa um nokkurt skeið haft áhuga á að bæta tryggingum við þjónustuframboð bankans. Frá miðju ári 2023 hafi bankaráð átt frumkvæði að samskiptum við Bankasýsluna þar sem fram hafi komið áhugi bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á TM. Samskiptin hafa farið fram í tölvupóstum, á fundum og með símtölum. „Í tölvupósti frá formanni bankaráðs 11. júlí 2023 til Bankasýslunnar var greint frá því að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga bankans á að kaupa TM. Bankasýslan svaraði tölvupóstinum samdægurs án athugasemda varðandi kaupin,“ segir í svari bankaráðs. Formaður bankaráðs er Helga Björk Eiríksdóttir. Formlegt söluferli á TM hafi hafist 17. nóvember 2023. Bankaráð hafi haft samband við Bankasýsluna rúmum mánuði síðar. „Þann 20. desember 2023 var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Í kjölfarið tók bankinn þátt í ferli sem lauk með því að bankinn lagði fram skuldbindandi tilboð í félagið þann 15. mars 2024. Þann 17. mars var Bankasýslan upplýst um að Kvika hefði samþykkt skuldbindandi tilboð bankans,“ segir í svari bankasýslunnar. Í bréfi Jóns Gunnars Jónssonar forstjóra Bankasýslunnar til fjármálaráðherra á dögunum sagði að Helga Björk teldi sig hafa minnst á áhuga Landsbankans að taka þátt í söluferlinu í óformlegu símtali til Tryggva Pálssonar, stjórnarformanns Bankasýslunnar, í desember. Tilefni símtalsins hafi þó verið launauppbót starfsmanna. Jón Gunnar sagði í bréfinu að engar formlegar upplýsingar hefðu á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Bankaráð segir Bankasýsluna á móti aldrei hafa sett fram athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingar eða gögnum frá bankaráði þótt Jón Gunnar og félagar hjá Bankasýslunni hafi vitað af óskuldbindandi tilboði í tæpa þrjá mánuði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að óformlegt símtal Helgu hefði verið til forstjóra Bankasýslunnar en hið rétta er að símtalið var til stjórnarformanns Bankasýslunnar. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Bankaráð hefur svarað bréfi Bankasýslunnar frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Bankaráð segist í svari sínu hafa um nokkurt skeið haft áhuga á að bæta tryggingum við þjónustuframboð bankans. Frá miðju ári 2023 hafi bankaráð átt frumkvæði að samskiptum við Bankasýsluna þar sem fram hafi komið áhugi bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á TM. Samskiptin hafa farið fram í tölvupóstum, á fundum og með símtölum. „Í tölvupósti frá formanni bankaráðs 11. júlí 2023 til Bankasýslunnar var greint frá því að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga bankans á að kaupa TM. Bankasýslan svaraði tölvupóstinum samdægurs án athugasemda varðandi kaupin,“ segir í svari bankaráðs. Formaður bankaráðs er Helga Björk Eiríksdóttir. Formlegt söluferli á TM hafi hafist 17. nóvember 2023. Bankaráð hafi haft samband við Bankasýsluna rúmum mánuði síðar. „Þann 20. desember 2023 var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Í kjölfarið tók bankinn þátt í ferli sem lauk með því að bankinn lagði fram skuldbindandi tilboð í félagið þann 15. mars 2024. Þann 17. mars var Bankasýslan upplýst um að Kvika hefði samþykkt skuldbindandi tilboð bankans,“ segir í svari bankasýslunnar. Í bréfi Jóns Gunnars Jónssonar forstjóra Bankasýslunnar til fjármálaráðherra á dögunum sagði að Helga Björk teldi sig hafa minnst á áhuga Landsbankans að taka þátt í söluferlinu í óformlegu símtali til Tryggva Pálssonar, stjórnarformanns Bankasýslunnar, í desember. Tilefni símtalsins hafi þó verið launauppbót starfsmanna. Jón Gunnar sagði í bréfinu að engar formlegar upplýsingar hefðu á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Bankaráð segir Bankasýsluna á móti aldrei hafa sett fram athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingar eða gögnum frá bankaráði þótt Jón Gunnar og félagar hjá Bankasýslunni hafi vitað af óskuldbindandi tilboði í tæpa þrjá mánuði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að óformlegt símtal Helgu hefði verið til forstjóra Bankasýslunnar en hið rétta er að símtalið var til stjórnarformanns Bankasýslunnar.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira