Viðskipti innlent

Pizza King til sölu á þrettán milljónir

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Staðurinn hefur verið starfræktur í tólf ár. 
Staðurinn hefur verið starfræktur í tólf ár.  Miklaborg

Rekstur veitingastaðarins Pizza King, sem staðsettur er við Skipholt 70, er til sölu. Ásett verð eru þrettán milljónir. 

Á fasteignavef Vísis kemur fram að staðurinn séu rúmir 167 fermetrar að stærð, í húsi sem byggt var árið 1959.

„Rótgróinn matsölustaður miðsvæðis í Reykjavík. Verið starfræktur í samtals tuttugu ár í Reykjavík, þar af tólf ár í Skipholti 70,“ segir á vefnum. Áður var annar staður Pizza King til húsa við Hafnarstræti 18 í miðbæ Reykjavíkur.

Heimildir Vísis herma að staðurinn sé vinsæll hádegisviðkomustaður nemenda Háskóla Íslands sem nema fræði í Stakkahlíð. Miklaborg

Þá segir að öll helstu tól og tæki fylgi til áframhaldandi reksturs á staðnum. Og góðir möguleikar til að bæta við vöruframboð.

Þrjátíu pítsur eru á matseðli Pizza King. Miklaborg

Fram kemur að staðurinn hafi starfsleyfi til árs 2035 og leigusamningur við eigendur sé í gildi til 2031. 

Rýmið selst fullbúið til áframhaldandi starfsemi.Miklaborg




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×