Múrarinn sem fékk símtal og varð bruggari Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2024 09:08 Hákon Hermannsson framkvæmdastjóri Dokkunnar segir hlutina hafa gerst hratt eftir að hugmyndin að brugghúsinu kviknaði. Vísir/Einar Upphaf fyrsta brugghússins á Vestfjörðum má rekja til afdrifaríks símtals frá mági framkvæmdastjórans. Hann vann við að múra þegar símtalið kom en mánuði eftir það var brugghúsið orðið að veruleika. Aðeins eitt brugghús er starfrækt á Ísafirði en það er Dokkan. Hugmyndin að brugghúsinu kviknaði hinu megin á landinu. „Þetta var svona frekar óvænt. Mágur minn var á ferðalagi á Austurfjörðum á Breiðdalsvík í annarri vinnu og hann hringir í mig og spyr Hákon af hverju er ekki brugghús á Ísafirði og ég hugsaði bara svona ég veit það ekki og þá spyr hann getum við gert eitthvað í því. Ég segi bara já örugglega. Mánuði seinna vorum við búnir að stofna fyrirtæki,“ segir Hákon Hermannsson framkvæmdastjóri Dokkunnar. Hákon var sjálfur að gera allt aðra hluti þegar símtalið kom. „Ég var náttúrulega bara að vinna í múrverki á þessum tíma og þetta var ekkert á stefnuskránni. Þegar við stofnuðum þetta hugsaði ég okei ég brugga kannski einn tvo daga í viku og múra hina en svo hef ég ekkert farið út úr brugghúsinu.“ Hann segir fyrirtækið hafa vaxið hratt og starfið vera fjölbreytt. Þá hefur Hákon verið duglegur við að gera tilraunir og bruggar meðal annars þarabjór. Leyniefni er í öllum bjórunum en efnið er þó ekki meira leyndarmál en svo að Hákon er til í að deila því. „Við eigum náttúrulega besta vatn í heimi hérna á Vestfjörðum. Ég held að líka að við erum ástríðufullir og leggjum mikinn metnað í þetta. Þannig að ég held að góðmennskan og passionið fari út í bjórinn.“ Þá er nú verið að brugga sérstakan bjór í brugghúsinu líkt og síðustu ár fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður á Ísafirði um páskana. Hákon segir tónlistarmanninn Mugison, sem er einn af stofnendum hátíðarinnar, hafa verið með sérósk um að bjórinn í ár yrði glútenlaus. „Hann vildi að ég myndi skýra bjórinn múkki en múkki átti að vera tilvitnun í það að þegar hann drekkur glútenbjóra þá ælir hann eins og múkki þannig ég held að það sé tilvitnunin en ekki Mugison.“ Ísafjarðarbær Áfengi og tóbak Aldrei fór ég suður Mest lesið Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Segir að vel væri hægt að lækka vexti Viðskipti innlent Forstjóri Dominos til N1 Viðskipti innlent Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Sjá meira
Aðeins eitt brugghús er starfrækt á Ísafirði en það er Dokkan. Hugmyndin að brugghúsinu kviknaði hinu megin á landinu. „Þetta var svona frekar óvænt. Mágur minn var á ferðalagi á Austurfjörðum á Breiðdalsvík í annarri vinnu og hann hringir í mig og spyr Hákon af hverju er ekki brugghús á Ísafirði og ég hugsaði bara svona ég veit það ekki og þá spyr hann getum við gert eitthvað í því. Ég segi bara já örugglega. Mánuði seinna vorum við búnir að stofna fyrirtæki,“ segir Hákon Hermannsson framkvæmdastjóri Dokkunnar. Hákon var sjálfur að gera allt aðra hluti þegar símtalið kom. „Ég var náttúrulega bara að vinna í múrverki á þessum tíma og þetta var ekkert á stefnuskránni. Þegar við stofnuðum þetta hugsaði ég okei ég brugga kannski einn tvo daga í viku og múra hina en svo hef ég ekkert farið út úr brugghúsinu.“ Hann segir fyrirtækið hafa vaxið hratt og starfið vera fjölbreytt. Þá hefur Hákon verið duglegur við að gera tilraunir og bruggar meðal annars þarabjór. Leyniefni er í öllum bjórunum en efnið er þó ekki meira leyndarmál en svo að Hákon er til í að deila því. „Við eigum náttúrulega besta vatn í heimi hérna á Vestfjörðum. Ég held að líka að við erum ástríðufullir og leggjum mikinn metnað í þetta. Þannig að ég held að góðmennskan og passionið fari út í bjórinn.“ Þá er nú verið að brugga sérstakan bjór í brugghúsinu líkt og síðustu ár fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður á Ísafirði um páskana. Hákon segir tónlistarmanninn Mugison, sem er einn af stofnendum hátíðarinnar, hafa verið með sérósk um að bjórinn í ár yrði glútenlaus. „Hann vildi að ég myndi skýra bjórinn múkki en múkki átti að vera tilvitnun í það að þegar hann drekkur glútenbjóra þá ælir hann eins og múkki þannig ég held að það sé tilvitnunin en ekki Mugison.“
Ísafjarðarbær Áfengi og tóbak Aldrei fór ég suður Mest lesið Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Segir að vel væri hægt að lækka vexti Viðskipti innlent Forstjóri Dominos til N1 Viðskipti innlent Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Sjá meira