Sjóðandi hiti og minnir á húsið sem fauk í Hveragerði: „Það er skrýtið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 13:01 Íslenska landsliðið æfir í eins konar loftbóluhúsi í Aþenu, fyrir leikina við heimamenn. Instagram/@hsi_iceland Húsnæðið sem strákarnir okkar æfa í þessa dagana, fyrir komandi leiki handboltalandsliðsins við Grikkland í Aþenu, þykir minna á „loftbóluhúsið“ svokallaða sem nýtt var til knattspyrnuiðkunar í Hveragerði. Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir eru í landsliðshópnum og freista þess að þreyta frumraun sína með landsliðinu á morgun, í fyrri vináttuleiknum við Grikkland. Í vikunni hafa þeir endurnýjað kynnin við Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, sem áður stýrði þeim hjá Val. Dimmt og heitt en samt fínt „Það er geggjað að fá að spila og æfa undir stjórn Snorra aftur. Við erum að æfa í einhvers konar búblu hérna, eins og var í Hveragerði áður en hún fauk. Það er skrýtið,“ sagði Benedikt í samtali við Vísi í gær. Arnór tók undir það: „Maður kemur þarna inn og það er frekar dimmt en þeir ná þó að lýsa þetta upp. Svo er sjóðandi heitt þarna þó það sé loftræstikerfi, sem við vissum reyndar ekki af á fyrstu æfingunni. Gólfið er einhverjir plankar en ég meina, það er gólf og mörk þarna og þetta er bara fínt.“ Nær liðsstjórinn að mynda sögulegan atburð? Arnór hefur áður ferðast með landsliðinu, til Tékklands í fyrra, en kom ekkert við sögu og því gætu bræðurnir verið að fara að spila sinn fyrsta A-landsleik og það saman á vellinum. Sannarlega sögulegt en útlit er fyrir að leikurinn verði hvergi sýndur. Þarf ekki að festa þennan atburð á filmu? „Ætli við biðjum ekki Guðna [Jónsson, liðsstjóra] um það að grípa í myndavélina á milli vatnspása, meðan við erum þarna inni á. Nei, nei. Það er bara fínt að spila fyrir luktum dyrum. Engin pressa. Engin myndavél og svona,“ sagði Arnór léttur. Pirraðir á að vera ekki í ólympíuumspili núna En hvernig horfa þeir á þessa tvo leiki við Grikkland, á morgun og á laugardag? „Þetta er gott tækifæri til að reyna að sýna sig og fá að spila með þessum gæjum,“ segir Benedikt og Arnór bætir við: „Maður reynir að nýta þær mínútur sem maður fær vel, og njóta þess að spila. Ég held að það séu allir frekar pirraðir að vera ekki að spila frekar í ólympíuumspilinu núna en við reynum að nýta þessa leiki vel til að vera klárir í komandi verkefni.“ Fyrri leikur Íslands og Grikklands hefst á morgun klukkan 14:00 og sá síðari á laugardag klukkan 17:15, að íslenskum tíma. Landslið karla í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir eru í landsliðshópnum og freista þess að þreyta frumraun sína með landsliðinu á morgun, í fyrri vináttuleiknum við Grikkland. Í vikunni hafa þeir endurnýjað kynnin við Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, sem áður stýrði þeim hjá Val. Dimmt og heitt en samt fínt „Það er geggjað að fá að spila og æfa undir stjórn Snorra aftur. Við erum að æfa í einhvers konar búblu hérna, eins og var í Hveragerði áður en hún fauk. Það er skrýtið,“ sagði Benedikt í samtali við Vísi í gær. Arnór tók undir það: „Maður kemur þarna inn og það er frekar dimmt en þeir ná þó að lýsa þetta upp. Svo er sjóðandi heitt þarna þó það sé loftræstikerfi, sem við vissum reyndar ekki af á fyrstu æfingunni. Gólfið er einhverjir plankar en ég meina, það er gólf og mörk þarna og þetta er bara fínt.“ Nær liðsstjórinn að mynda sögulegan atburð? Arnór hefur áður ferðast með landsliðinu, til Tékklands í fyrra, en kom ekkert við sögu og því gætu bræðurnir verið að fara að spila sinn fyrsta A-landsleik og það saman á vellinum. Sannarlega sögulegt en útlit er fyrir að leikurinn verði hvergi sýndur. Þarf ekki að festa þennan atburð á filmu? „Ætli við biðjum ekki Guðna [Jónsson, liðsstjóra] um það að grípa í myndavélina á milli vatnspása, meðan við erum þarna inni á. Nei, nei. Það er bara fínt að spila fyrir luktum dyrum. Engin pressa. Engin myndavél og svona,“ sagði Arnór léttur. Pirraðir á að vera ekki í ólympíuumspili núna En hvernig horfa þeir á þessa tvo leiki við Grikkland, á morgun og á laugardag? „Þetta er gott tækifæri til að reyna að sýna sig og fá að spila með þessum gæjum,“ segir Benedikt og Arnór bætir við: „Maður reynir að nýta þær mínútur sem maður fær vel, og njóta þess að spila. Ég held að það séu allir frekar pirraðir að vera ekki að spila frekar í ólympíuumspilinu núna en við reynum að nýta þessa leiki vel til að vera klárir í komandi verkefni.“ Fyrri leikur Íslands og Grikklands hefst á morgun klukkan 14:00 og sá síðari á laugardag klukkan 17:15, að íslenskum tíma.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira